Hvert fara sokkar?

Jæja samsærisblogg.  Mig langar að ræða hér um vandamál sem ég held að engin þori að ræða um.  Allir berjast við þetta en engin er tilbúin að opna þessa umræðu.  Kannski af hræðslu við að kommenta kerfið hrynji eða eitthvað álíka.  En nú keyri ég á vaðið.  Sokkar hverfa!  

Í nokkur ár eða frá því að ég byrjaði að þvo þvotta hef ég tekið eftir að sokkar hverfa sporlaust.  Hef lifað í gremju og sárindum en aldrei þorað að gera eitthvað í málunum.  Maður setur sokka í þvottavélina segjum til dæmis 5 pör og þegar þvottavélin er búin eru kannski 7 sokkar eftir og þrír missing in action.  Ég er með sokkaskúffu troðfulla af sokkum sem passa ekki saman.  Um helgina ákvað ég að rannsaka þetta mál.  Ég tók tvenn sokkapör (treysti mér ekki í meira), tvær peysur, gallabuxur, bol og náttbuxur í þvottavélina.  Ég lokaði vélinni og fór inní eldhús.  Ég var búin að banna fólki að tala við mig meðan vélin vann og sat og hlustaði og fylgdist með mannaferðum úr og í þvottahúsið.  Þegar vélin var búin stóð ég tilbúin fyrir framan kýraugað og opnaði hurðina varlega.  "hissss" andvarpaði þvottavélin og ég tók fatavöndulinn varlega og setti í fötu.  Meðan vélin hafði verið að vinda hafði ég undirbúið baðherbergið sem rannsóknarstofu.  Þvegið það hátt og lágt og sótthreinsað veggi og verkfæri.  Ég hafði tekið gamla krossviðsplötu og lagt hana á baðið.  Ég gekk varlega með fötuna inná bað og hellti úr fötunni á plötuna.  Buxur, bolur, peysur og annað var á sínum stað og aðskilda ég stóru fötin frá litlu rúsinunum sem virtust vera sokkar.   Ég bilaðist!!!  Þarna voru þrír sokkar.  Það vantaði einn.  Ég leytaði í fötunum sem vöðluð lágu til hliðar en fann ekkert.  Kíkti aftur í fötuna, ekkert.  Skreið sömuleið og ég hafði farið úr þvottahúsinu og ekkert.  Þreifaði á þvottavélinni og ekkert.  Það vantaði einn sokkinn!  Hvað er að gerast.  Sokkurinn hefur ekki fundist og nú er ég með enn einn sokkinn sem ekki hefur félaga í sokkaskúffunni.  Það er margt sem þýtur í gegnum hausinn á mér núna og ég er óttaslegin.  Hvert fara sokkar?  Ég ætla að gera aðra tilraun á morgun þar sem ég ætla að taka alla sokkaskúffuna og setja svona staðsetningarpinna við hvern og einasta.  Ég skal láta ykkur vita síðan hvert sokkar fara og hverjum er um að kenna að þeir hverfa svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Eina lógíska skýringin sem ég sé á þessu er að það liggi ormagöng til sokka-himna þversum gegnum þvottavélina. Þau eru líklegast hálf stífluð fyrst að einungis einn sokkur hvarf nema hinn horfni sokkur hafi talið að sinn tími væri einfaldlega kominn - og farið sjálfviljugur. Til viðbótar kemur til greina að sokkahimnar greinist tvennt; fyrir vinstri og hægri sokka t.d. Sé svo  verður að rannsaka málið frekar. Ertu gjörn á krummafót?

Ólafur Eiríksson, 16.8.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: Garún

Kæri Ólafur.  Þetta er hárrétt hjá þér.  Ég trúi 100 prósent á þessi ormagöng!  Og já ég er gjörn á krummafót en reyndar uppá síðkastið hef ég bara farið í tvenna sokka sama hvort þeir eru af sama pari.  Að sjálfsögðu er vert að rannsaka hvort það sé sami staðurinn fyrir hægri og vinstri og mun ég rannsaka þetta einnig á morgun.  Hvort t.d hægri sokkur sé gjarnari á að hverfa heldur en sá vinstri og svo videre.  Ég læt þig vita...Kærar þakkir fyrir ormagöngstilgátuna...ég held hún sé rétt. 

Garún, 16.8.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég er mjög glaður að þú skulir vilja rannsaka þetta með opnum huga og bíð spenntur eftir niðurstöðunum. Ég er viss um að það gera fleiri. En kæra Garún, farðu varlega. Óvíst er að uppljóstranir um þessa ráðgátu séu vel séðar og hver veit til hvaða ráða verður gripið til að stöðva þig í rannsókninni eða villa um fyrir þér.

Ólafur Eiríksson, 16.8.2010 kl. 12:22

4 identicon

Takk elskan fyrir að reyna að finna út úr þessu.

Ef þú finnur eitthvað að gömlu stöku sokkunum mínum,  EKKI KOMA MEÐ ÞÁ.  Hef sko ekkert við 33942 staka sokka að gera.

kv

Mamma

Jóna (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 15:35

5 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Úff, váá hvað ég er glöð að einhver þorði loksins að opna þessa umræðu. Takk fyrir það Garún. Ég hef lengi velt þessu fyrir mér og talið þetta vera eitt allsherjar samsæri. Trúlega Norðmennirnir!! Hehe en annars fannst mér þetta góð útskýring með sokkahimna og getur það hugsanlega verið að þar sem sokkar eru par að það sé eins og hjá okkur mannfólkinu að annar úr parinu fari á undan hinu. Trúlega var sá hinn sami orðinn eitthvað veikur, gat á honum eða hann tekinn að rakna upp. Máski hefur hann haft undirliggjandi sjúkdóm sem ekki var vitað um eða að litningagalli sé orsökin (þá hefur hann lent í vél með lituðum þvotti). Þetta er vert að rannsaka frekar en annars held ég að þvottavélin sé einskonar æðri máttur flíkanna eða sá sem ákvarðar hvenær tími hverrar flíkur er kominn. Takk enn og aftur fyrir að opna þessa umræðu, luv Marja Sig.

María Ólöf Sigurðardóttir, 16.8.2010 kl. 16:44

6 Smámynd: U. Katrín Valdimarsdóttir

Loksins þorir eitthver að opna þessa leyndardómsfullu umræðu þetta er svo mikill og dularfullur sannleikur. Svo vantar alltaf hægri sokkinn.... híhí ( djókur )

 Brilliant ráð Kötu og haltu þér fast   það toppar þetta enginn ! Kaupa c.a 100 pör af sömu týpunni og þegar einn og einn hverfur á svona dularfullan hátt, þá passa allir hinir saman...  Gleði, Gleði   Ég er svo mikill snilli !!!

U. Katrín Valdimarsdóttir, 18.8.2010 kl. 01:05

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

SOKKAR, ég var einmitt að reyna að finna samstæður, þegar mamma var búin að hamra því oft í hausinn á mér að ég þyrfti að taka til þar, ekkert sokkapar er eins, er frekar litaglöð þegar kemur að þessum klæðnaði... ÞAÐ VANTAR HELLING AF SOKKUM, ÉG SAKNA ÞEIRRA ÓTRÚLEGA!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.8.2010 kl. 01:19

8 Smámynd: Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Svo er auðvitað TÖFF að vera í einum bleikum og öðrum grænum, hvorteðer yfirleitt innilokaðir í skóm þessi grey ;)

Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, 18.8.2010 kl. 02:13

9 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

ég segi engir sokkar! sokkar eru bara fyrir! flott naglalakk á tærnar og þá er maður gúdddd.....

 á veturnar - ULLARSOKKAR! þeir týnast aldrei!

Sunna Sigrúnardóttir, 18.8.2010 kl. 02:30

10 identicon

:)

Emm (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 13:37

11 identicon

Ég er búin að skoða þetta svolítið í gegnum minn búskap og komist að þeirri niðurstöðu að þvottavélar ganga alltaf fyrir stökum sokkum ALDREI PARI. Nú ég fór í minni könnunn í verslun hér á stór Reykjavíkursvæðinu og vildi kaupa þvottavél sem gengi EKKI fyrir stökum sokku og þar sagði maður " já nei. það er ekki til".. nú sem sagt maðurinn í verslunninni samþyggti þessa kenningu mína og greinilega veit allt þetta búiðafólk af þessu en gleymdu að láta okkur hin vita. takk fyrir mig og góðar stundir

Hildur Birna (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband