Alltaf að spara!

Ein spurning....nefnið sláttuvél til sölu í byko eða Garðheimum sem  slær, tekur heyið og ber síðan á lífrænan áburð????   

Jæja ég er að jafna mig í hendinni eftir að hafa ekki gert rassgat!  Ég er búin að ætla að blogga lengi en vegna leti og aumingjaskapar hef ég ekki komið mér að efninu.  En nú verður allt vitlaust. 

Ég ætla byrja þessa blogg endurkomu á að segja ykkur að ég fékk sláttuvélar í Hafnir.  Því hryssurnar mínar eru komnar heim.   Krissa, Nótt og Slóð eru búnar að slá blettinn, túnið á móti, litlu graseyjuna hjá bílastæðinu og eru núna að slá heitapottsskeifuna og sjávargarðinn. 
Í þessari kreppu þarf maður að vera snjall og þegar Maggi nágranni fór að kvarta yfir sinumyndun þá sótti ég og Obbobobb merarnar og nú éta þær grasið og bera á um leið. 
3 sláttuvélarSláttuvél turbo 750Síðan er settur hnakkur á sláttuvélina og rómantískir reiðtúrar í sólsetrinu eftir Ósunum og merarnar hlaupa aftur heim æstar í að slá, borða hey og kúka á allt saman.  

Er lífið ekki dásamlegt? 

Kostnaður við sláttinn = bensín 0 kr, sláttuvél 0 kr, hrífa 0 kr, henda í sorpu 0 kr, auka blöð 0 kr, vinnustundir 0.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þú ert svo skörp

Margrét Birna Auðunsdóttir, 4.7.2011 kl. 23:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er náttúrulega það eina rétta!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2011 kl. 00:05

3 identicon

... magnað ... garðurinn minn er ca 8 fermetrar og fullur af ekkert spes trjám, ætti kannski að fá mér kind. Sagan segir að einu sinni hafi Ísland verið skógi vaxið og svo komu kindurnar og átu allan skóginn - sem ég btw trúi engan vegin - hef aldrei séð kind éta tré !!

En hamingjan er mín vegna þess að letin og aumingjaskapurinn (ég mun reyndar trúa því fyrr að kind éti tré en þú eigir þessa "hæfileika" til) eru runnin af þér. Óska mér til hamingju með að uppáhalds bloggarinn minn er upprisinn. Hallelúja - lof og dýrð :)

MR (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband