Hvað kallar þú ódýrt?

Að kljúfa atómið er ekkert mál.  Að gera tilraunir með vetnissamruna er pís of keik miðað við það að kaupa sér nýjan farsíma.  Ég er ekki og hef aldrei verið mikill aðdáandi farsíma.  Finnst þeir frelsissviptandi og íþróttin að ná í fólk er næstum dauð.  En ég verð að hafa farsíma.  Minn gamli dó og ég ætlaði að kaupa mér nýjan.  Ég hætti við og er að nota einhverja farsíma afturgöngu sem ég fann í draslinu heima og hálf virkar.  Ástæðan fyrir því að ég hætti við að kaupa mér síma er þessi.

Ég fór í farsímabúð.

Garún:  Góðan daginn áttu ódýran farsíma
Sölumaður:  Hvað kallar þú ódýrt
(elska þessa spurningu)
Garún:  Ódýrt er svona í kringum 5 þúsund kallinn!
Sölumaður: (hlær) neeeii því miður.
Garún: Ok hvað kallar þú ódýrt? 
(hægt að nota þessa spurningu á báða kanta nefnilega)
Sölumaður:  Ja..það fer eftir hvað þú þarft að hafa í símanum þínum?
(sleipur eins og áll....en ég var með hanska)
Garún: Ég vil ekki hafa neitt í símanum mínum!  Ég vil geta hringt og fengið símtöl.
Sölumaður:  Allir símar geta það!
Garún:  Ok frábært....hver er ódýrastur hjá þér..
Sölumaður:  Hann er ekki til núna en þessi hérna er með GPS og myndavél með pixlum bla bla bla
Garún:  Nei ég þarf ekki hjartaskurðtæki í símann né vil ég að hann vaski upp.  En hvað kostar þessi.
Sölumaður:  78 þúsund en hann er með snertiskjá og er 3 kynslóð af farsímum.
Garún:  Já sæll.  Ég vil ekki kaupa síma sem er dýrari en ísskápur!  Og ég hef ekkert við snertiskjá að gera..hef heyrt að fólk er að skella óvart á í tíma og ótíma með kinninni á sér með svoleiðis....2 kynslóðin fór alveg framhjá mér og ég vil bara halda mig við þá tækni að það sé hægt að tala í símann og búið..
Sölumaður:  Ok ég skil...ekki tækninörd...uhh þá er ég með hérna einn hann er á 12 þúsund
Garún:  Ég er alveg tækninörd...ég er bara ekki heimsk...ok og þessi sem kostar 12 þúsund er hægt að tala í hann?
Sölumaður: Já
Garún:  Er hann það ódýrasta sem þú átt?
Sölumaður:  Nei ég á annan á 8 þúsund en hann er ekki með útvarpi eða myndavél.
Garún:  Heyrðu...ég vil ekki myndavél og ég hef ekki hlustað á útvarp síðan ég var 12 ára að taka uppúr því á kasettur...ég vil bara síma...en afhverju er þessi á 8 þús með svona stórum tökkum?
Sölumaður:  Hann er fyrir gamalt fólk og svo er neyðarhnappur hér á hliðinni.
Garún:  Fyrir gamalt fólk segirðu?  Og neyðarhnappur...er það speed dial?
Sölumaður:  Já í rauninni nema að hann hringir beint í Securitas...ef þú dettur eða eitthvað svoleiðis...
Garún:  Ok ég ætla að fá hann þá...ef hann er ódýrastur..
Sölumaður:  Ok síminn kostar 8 þús en svo þarftu að kaupa áskrift hjá securitas fyrir þrjá mánuði fyrir neyðarhnappinn.
Garún:  Heyrðu ég stend hérna fyrir framan þig hraust eins og naut og ég ætla að hringja bara í mömmu mína ef ég dett...ég mun ekki nota þennan neyðarhnapp!
Sölumaður:  Þú verður að gera það!
Garún:  Ég vil það ekki!
Sölumaður:  Nú þá getur þú ekki keypt þennan síma....
Garún:  Áttu engan annan síma sem sker mig ekki upp við nýrnasteinum, sem bónar ekki gólfin, sem leggur ekki bílnum mínum í stæði og sem er ekki líka svissnerskt bollastell?  Áttu síma sem hægt er að hringja úr og hringja í???
Sölumaður:  Nei því miður.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Du kan altid bestille en i DK, fx. på www. elgiganten.dk eller www. wupti.com... så skal jeg tage den med til februar :)

Telefoner er ret billige i dk.. også selvom de kan vaske op, lave kaffe, gøre rent og vaske bilen :)

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 20:09

2 identicon

Hahahaha gamlingjasíma með securitas neyðarhnappi - fyndið. En einföld varstu að halda að það væri einfalt að kaupa einfaldan gemsa. Mig vantar líka gemsa og fer á stúfana bráðlega og er með nokkurn vegin sömu hugmyndir að símanotkun og þú... læt þig vita ef ég dett í lukkupott einfaldleikans.

EmmErr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 22:34

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haahha þú bregst ekki! Segðu bara þessum sölumanni að þér finnist öruggara að hringja í Öryggismiðstöðina.

Annars keypti ég mér farsíma í gegnum netið. Kostaði tólfþúsund spesíur - ég borga þúsund kall á mánuði og fæ þúsund kall í áskrift ;) Málið dautt og allir koma út á núlli.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband