Hvor kom á undan: Flugan eða kóngulóin?

Ég hef verið í klemmu undanfarið.  Svona hugsunarklemmu.  Í fannfergi huga míns er lítill staður sem hefur hugsanlega skemmst í fótbolta.  Ég fæ svona hugsunarklemmur sem breytast í þráhyggju og lýsir sér þannig að ein hugsun er ríkjandi allan daginn og heldur vöku fyrir mér á nóttunni.  Þetta eru yfirleitt spurningar sem ég næ ekki að svara en skipta akkúrat engu máli.  Dæmi um hugsunarklemmu er: hvort kom á undan hænan eða eggið?.  En þessi spurning er ekki að bögga mig þessa dagana heldur kongulær og flugur.  Ég skal útskýra. 
Á einum stað í húsinu mínu er mikið af flugum og þá fór ég að hugsa!!  Ef að það er mikið af flugum einhvers staðar þýðir það þá að það er lítið eða mikið af kongulóm????????.  Ef ég hugsa útfrá flugum þá myndi ég hugsa "hér er gott að vera hér eru engan kongulær sem éta mig" og þarafleiðandi eru engar kongulær!  En ef ég hugsa útfrá kongulóm þá myndi ég segja "hér eru fullt af flugum best að vera hér" og því væru þar einnig mikið af kongulóm!  Því hvort hefur meira vægi - gæði og eftirspurn eða örugg afkoma.  Ég er búin að velta þessu fyrir mér lengi.  Ef ég væri fluga þá myndi ég velja stað sem væri öruggur en ef ég væri konguló þá myndi ég velja mér stað sem væri með nóg æti.  Mætti því segja að flugur sækja í stað þar sem þær væru öruggar og gæði staðarins og eftirspurn þeirra eftir hita, ljósi næringu væri í jafnvægi og mætti þá einnig bæta við að kongulær sækja líka í stað sem þær væru öruggar og eftirspurn þeirra eftir næringu, hita og ljós væri í jafnvægi.  Mætti þá segja að þar sem eru fullt af flugum að þar eru fullt af kongulóm????    ARRRGGG ég er að verða vitlaus á þessu.  
Kannski eru flugur hópdýr og eru alltaf margar saman og því er ekkert að marka þetta og kongulær eru lónerar og éta bara á leiðinni til Mekka og engin rútína eða rythmi stjórnar ætisleit þeirra.    Kannski eru flugur eingöngu fórnarlömb og sáttar við slíkt og kongulær rándýr og sáttar við sitt.  Anskotinn!!!  Ég verð að fá niðurstöðu í þetta!  Þetta er eins og svona spurning á IQ prófi þar sem segir alltaf "Sumir flangar eru siltur, og sumar siltur eru melsur sem þýðir að sumir flangar eru melsur!  Rétt eða rangt?   Við getum heimfært þetta IQ próf yfir á sumar flugur eru í glugganum, og í sumum gluggum eru kongulær og því borða sumar kongulær sumar flugur!!  Nei nú er ég hætt....ég er að drepa sjálfan mig hérna.....HJÁLPPPPPPP

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

tókst mig alveg úaf laginu með flangar, siltur, melsur og flangamelsur... skák og mát!

En hefurðu ekkert verið að vinna hérna austan við suðurlandið og syðra en austurlandið?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.8.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sko... ef "Sumir flangar eru siltur, og sumar siltur eru melsur sem þýðir að sumir flangar eru melsur!" þá liggur svarið alveg í augum úti!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2010 kl. 21:00

3 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

þetta er erfitt! mjög erfitt! meira segja erfiðara en ráðgátan bakvið hænuna og eggið sem ég er notabene búin að leysa..... segi þér það við tækifæri!

Sunna Sigrúnardóttir, 22.8.2010 kl. 17:20

4 identicon

sendu bara fyrirspurn á vísindavefinn

Guðni (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband