Steinar til sölu!

Lítill vinur minn hérna í Höfnum fékk mig til að hugsa.  Hvernig ætli hrunið fari í yngstu meðlimi þessa lands.  Hvernig hugsa þau og raða hlutum saman í kollinum sínum. 

Ég fór út að labba í gær með Rósu Anúbis og hitti nokkra krakka sem voru að safna steinum!!!!  Fannst það í sjálfum sér gífurlega áhugavert.   Ég fór að spjalla við þau og ein stelpan sagðist vera að safna sjaldgæfum steinum sem hún ætlaði að selja til að eignast pening.  Gott og vel hugsaði ég og fannst þetta frábært framtak.  Ég tók eftir því að einn strákurinn var ekki jafn æstur í að selja steina og eiginlega nennti ekki að tína.  Ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki að selja steina en þessi drengur var með önnur plön.  Hann ætlaði að vinna í Lottó.  Þriðji meðlimur þessara litlu framtíðarhóps var með litla rauða fötu og týndi steina eins og það væri engin morgundagurinn.  Sú stelpa var ekkert að skoða steinanna sérstaklega heldur hamstraði þeim í akkorði í fötuna einbeitt.  Þegar ég spurði hana hvað hún væri að gera svaraði steinasölu stelpan fyrir hana og tilkynnti mér að fötustelpan væri að vinna fyrir sig.   Það væri hún sjálf eingöngu sem ætlaði útí þennan rekstur. 
Þarna sem ég stóð úti við fjöruborðið helltist yfir mig sú tilhugsun að ég væri að horfa inní framtíðina og hefði fengið þverskurð samfélags beint í æð í gegnum þessi þrjú.  Sýnikennslu í hagfræði.   Áhugavert!   Ég spurði síðan drenginn hvað hann ætlaði að gera við peningana sem hann ynni í lottóinu og hann svaraði kokhraustur  "ég ætla að kaupa nammi, og eina bók". 
"það er frábært en hvað ætlar þú að gera fyrir afganginn?"  spurði ég.   Strákurinn hugsaði sig aðeins um horfði á vinkonur sínar og aftur á mig og svaraði "ég ætla að borga skuldir".   Strákurinn blés toppnum til hægri og lauk samtalinu við mig þar sem ég stóð agndofa yfir þessum krökkum. 

Strákurinn hefur verið svona 5 eða 6 ára og eitt af því sem honum dettur í hug að gera við peningana sína í framtíðinni er að borga skuldir.   Nú þegar ég skrifa þetta veit ég ekki alveg hvort þetta sé gott eða vont.  Veit ekki hvort það er heilbrigt að 6 ára barn sé staðráðið í að eignast skuldir, hvort hann sé að segjast ætla að borga það sem hann fær lánað, hvort hann upplifi að skuldir séu hans eina framtíð eða hvort hann sé búin að átta sig á því sem verið er að rífast um á alþingi og á öllum heimilum landsins að hann muni borga upp skuldir útrásavíkinganna hvort eðer og eins gott að fara að safna eða kaupa miða í lóttói. 

Ég alla veganna gekk skökk heim fann nokkra verðlausa hundraðkalla og ætla að vera tilbúin þegar steinasölu hópurinn gengur í hús og selur afrakstur hugvits síns.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Úff, krakkarnir hafa auðvitað bara eftir það sem fyrir þeim er haft. Og það er greinilega endalaust skuldatal, við þurfum greinilega að fara að taka okkur á því að þessir krakkar hafa sennilega aldrei heyrt um að það sé hægt að eignast neitt - nema skuldir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.9.2010 kl. 20:58

2 identicon

Kæreste Garún!

Godt nyt til dig og dine; Charlot og Charlotte er på vej, på dvd... Den er ikke udkommet endnu, men det varer ikke længe :) Glæd dig.. det ved jeg du gør..

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband