Að Semja er listform!

Ég er smá úrdráttur af símtali sem ég átti í morgun......
samningakona1Samningakona2

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hófst þannig eins og öll önnur símtöl sem ég fæ að síminn hringdi..

Ég:  Halló
Rödd: Guðrún Daníelsdóttir?
Ég:  Já þetta er hún
Rödd: Áður en við höldum lengra þá langar mig að segja þér að þetta símtal er hljóðritað!
Ég: Ha!  Nei ég samþykki það ekki, þú mátt ekki taka rödd mína upp nema með samþykki mínu...
Þögn í símann og svo var lagt á.....síminn hringdi aftur eftir nokkrar sekúndur...
Ég:  Halló
Rödd: Halló er þetta Guðrún Daníelsdóttir?
Ég: Já
Rödd:  Ég heiti Stella Sigurlaugsdóttir og er að hringja frá XXXX innheimtu
Ég: Já sæl
Rödd:  Það er varðandi skuld þína við HS orku?
Ég:  Já einmitt það er þarna einn reikningur sem varð eftir þegar ég færði í greiðsluþjónustu!
Rödd:  Já einmitt..
Þögn í símann.....ég vissi ekki hvað ég átti að segja og hún var að bíða....
Ég:  Halló?
Rödd: Já halló
Ég:  Ég veit af þessum reikningi en ég get ekki borgað hann núna
Rödd:  En þú getur samið um hann
Ég:  ok, hvernig
Rödd:  Hvað getur þú borgað mikið núna?
Ég:  Eiginlega ekkert, ég á ekki krónu, það eru líka komnir svo háir vextir
Rödd:  Já það koma náttúrulega vextir ef þú borgar ekki!
Ég:  Já ég veit það
Rödd:  En hvað heldur þú að þú getir greitt núna
Ég:  Sko ég get ekki borgað neitt, ok kannski 5000 kall ef ég fæ hann lánaðann einhversstaðar
Rödd:  Þú þarft að borga alla veganna helminginn,  það er 17 þúsund krónur!
Ég:  Ég get ekki borgað einu sinni 5 þúsund hvað þá 17 þúsund og rosalega er þetta orðið mikið
Rödd:  Vextirnir!  En þú verður að borga eitthvað núna svo ég geti haldið þessu opnu
Ég: Ok ég skil það ég get borgað 5 þús
Rödd:  Nei ég get ekki tekið á móti því...Geturðu borgað kannski 20 þúsund?
Ég:  Ha?  Nei alls ekki...hvað gerist ef ég borga ekkert!
Rödd:  Þá verður lokað og krafan send í lögfræði innheimtu!
Ég:  Ekki gera það, það verður svo dýrt!  Hvernig innheimta er þetta annars?
Rödd:  Almenn innheimta?
Ég:  En samt svona miklir vextir og kostnaður?
Rödd: Já svona er þetta?
Ég: En hvað get ég gert?
Rödd:  Þú getur samið um þetta?
Ég:  Mér heyrist ekki...mér finnst við ekkert vera að semja...
Rödd:  Hvenær getur þú borgað
Ég:  Næst þegar ég á pening, eða um mánaðarmótin hugsanlega
Rödd:  En getur þú ekki borgað neitt núna...þ
Ég:  Jú kannski 5 þúsund..
Rödd:  Það er ekki nóg........................

Svona hélt símtalið áfram næstu 5 mínúturnar þar sem við vorum basically að semja um ekki neitt.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FULDSTÆNDIGT HÅBLØST... og her gik jeg rundt og troede at du var stenrig:)

kunne du ikke have sagt; staten skylder mig penge.... send regningen til dem...

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 14:18

2 Smámynd: Garún

hahaha.......ég gekk bara frá þessu í morgun eins og sönnum manni sæmir...en ég vildi bara sýna frammá að þessi innheimtufyrirtæki eru ekkert að semja....þau eru ekkert að semja punktur

Garún, 14.7.2011 kl. 17:51

3 identicon

Garún, kan du ikke lige sende mig en mailadresse, hvor jeg kan få fat i dig?? Kommer til RVK igen til februar, og vil virkelig gerne se dig:)

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 20:03

4 Smámynd: Garún

Jú auðvitað elsku Monica mín.....það er hafnagata 10, 233 Reykjanes beibí

Garún, 14.7.2011 kl. 21:23

5 identicon

1000 tak... jeg gemmer den, sender måske et julekort... og vender tilbage, når vi nærmer os februar.. Knus

håber alt er vel??

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 11:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... þetta símtal sýnir ekki mikinn samningsvilja.... Meiri brotavilja ef eitthvað

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2011 kl. 23:33

7 identicon

jamm og AÐ-SEMJA-EKKI-HELDUR-ÞVINGA-OG-NIÐURLÆGJA virðist vera uppáhaldsíþrótt flestra innheimtufyrirtækja.... :/

EmmErr (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband