Feng sjú útúr kú...ja eða hesti, sami hluturinn!

Hestar eru átvögl.  Nú eru sláttuvélarnar mínar þrjár komnar í verkfall og eru hreinlega í fýlu.  Ástæðan er Hvönn og Sóleyjar.  Hestarnir mínir eru búnir að Feng Sjúa garðinn minn með því að slá allt gras niðrí svörð en skilja eftir á andlega skrítnum stöðum hinar ýmsu plöntur sem þær borða ekki og ég vissi ekki einu sinni að væru í garðinum.   Á miðjum blettinum fyrir framan gluggann er sóleyjarbeð sem vel er snyrt í kringum.  Hist og her eru Fíflar og Hvannardóðlar svona random og mynda skemmtilegt munstur innan um velhirtan garðinn.   Ég fór og talaði við Krissu um þessa landslagshönnun og hún frýsaði bara og skeit á skóna mína.  Nú eru þær svo móðgaðar yfir vanþakklæti mínu og skilningsleysi varðandi garða fengsjú að þær eru hættar að borða sefgras og standa í fýlu útí einu horninu.  

Á morgun verð ég að koma með nýjan saltstein og þriggjakorna speltbrauð handa þeim ef ég á að sefa þær og fá þær til að laga sefgrasið.  

Note to self:  Ekki röfla við hesta um landslagshönnun!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband