Þeir bara hlógu að mér!

Ég skil ekki neitt í neinu!  Mér finnst ég hafa gert allt rétt!  En samt klikkaði eitthvað.. Ok ég skal segja ykkur hvað ég gerði!

Þetta byrjaði allt á því að mig langaði mála 6 fermetra gólfið á baðherberginu mínu.  Ég settist niður og byrjaði að undirbúa mig.  Ég stofnaði kennitölu um framkvæmdina og fann flott nafn á verkinu.  Baðgólfið málað ehf.  Ég gróflega áætlaði að miðað við gengi og græðgisvísitölu yrði kostnaðurinn á verkinu eftirfarandi: 

Grunnur 1 líter:  2.490

Málning 4 lítrar: 8.490 (tilboð)

Fata, rúlla, teip:  2.390

Mín vinna 4 tímar: 1.348.000

Akstur og fundir: 360.000 (tilboð)

Gerð kostnaðaráætlunar og framkvæmdaplan: 689.890

Umsýsla verksins af minni hálfu: 2.348.000

Umsýsla fjármuna af minni hálfu: 3.338.000

Eftirfylgni og þarfagreining hálfu:  1.870.000

Samtals kosnaður vegna Baðherbergið málað ehf 9.967.260 kr    

Ég hringdi niðrí í VÍS og bað þá um að lána mér vegna verksins, sjálf ætla ég að lána mér 13.370 ef þeir gætu séð um restina gegn veði í baðherberginu sjálfu, já eða veði í bara gólfinu sko.  En vitið þið hvað?  Það var hlegið að mér!  Mér sárnaði gífurlega og benti á að það er nú komin hefð fyrir svona viðskiptaháttum og ég væri nú ekki að finna upp hjólið sko, en þá var skellt á mig og ég þurfti að hringja inn aftur bara til að láta hlæja að mér aftur!  Jahérna hér.  En ég er Pollýanna í hugsun og er búin að jafna mig og sjá nýja hlið á málinu.  Þetta er náttúrulega bara tilvalið tækifæri fyrir alla sem lesa þessa færslu að fjárfesta í þessu baðherbergi.  Ég býð ykkur sömu kjör og VÍS sem sagt ég legg út fyrir 13.370 krónum þið komið með restina ég borga ykkur síðan aldrei og allt er bara eðlilegt.   Þið megið síðan koma hvenær  sem er og nota baðherbergið eða það er að segja að þið megið labba á gólfinu!  p.s Það má samt undir engum kringumstæðum veiða í klósettinu! 


mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef verið að greina þessa kostnaðaráætlun og sé í hendi mér að þetta er vel unnin og ígrunduð kostnaðaráætlun, sem tekur mið af erfiðum tímum í þjóðfélaginu.

Ég væri meira en til í að leggja í púkkið gegn veði í klósettpappírnum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Garún

Takk Axel!  Og að sjálfsögðu sendirðu mér reikning fyrir að hafa greint kostnaðaráætlunina.  P.s Því miður verður þú að koma sjálfur með klósettpappírinn því á þessu klósetti verður ekki klósettpappír, heldur dúnmjúkar handgerðar arkir úr trjágróðri frá Hallormstaðarskóg!  En ég á reyndar eftir að gera kostnaðaráætlun fyrir það batterí...

Garún, 2.4.2009 kl. 13:06

3 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Þetta smellur allt ef þú bætir svolítilli viðskiptavild í dæmið. Svo er betra að stofna sér félag um rekstur á málningarrúllunni. Það gæti nefnilega harðnað í henni og þá neyðist þú til að kaupa nýtt kefli.

Guðmundur Benediktsson, 2.4.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:24

5 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Tær snilld þessi færsla.  Þú munt koma út í gróða.  Enda gríðarleg ábyrgð sem þú tekur á þig með því að stjórna fyrirtækinu  Baðgólfið málað ehf. 

Sveitasetrið Veiðilækur verður þjóðareign okkar landana og muna nefnast Græðigssetur.  Ef þú nennir  að skoða þá er hugmyndin reifuð á blogginu mínu.

Auður Matthíasdóttir, 3.4.2009 kl. 21:26

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Garún mín! ertu ekki á vitlausri hillu? Menn hafa farið í framboð með minni kunnáttu sko

Kveðja á þig mín kæra!

Einar Örn Einarsson, 4.4.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband