Þú skalt engan annan hund tilbiðja en mig!

Ég á brjálæðislega afbrýðissama tík.  Ef ég faðma eitthvað annað en hana vælir hún og lætur öllum illum látum.  Um daginn var ég með hana Esju fósturhundinn minn og það fór reglulega allt á annan endann ef ég sýndi Esju örlitla athygli.  Rósa litla ætlaði bara hreinlega ekki að lifa það af að horfa uppá mig knúsa annan hund!  Veiki hugurinn minn er farin að þróa handrit af stuttmynd um þráhyggju hunds sem endar eins og "single white female" myndin.  Hún endar ekki vel fyrir mig.   Hvort að endirinn sé eitthvað á þessa leið "if I cant have you nobody will" man ég reyndar ekki en það er alveg ljóst að ég þarf að venja Rósu af þessu.  Kannski fæ ég Esju lánaða um næstu helgi og við æfum litla ofdekraða hvolpinn minn í að leyfa öðrum að leika sér með dótið hennar. 
Þú skalt engan annan hund en mig eigaHættu að knúsa hana!  Allt gott í þrjár sekúndur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

hahaha þið eruð nú meiri krúttin! ömmm og vá erum við að tala um að þessi hvolpur þinn stækkar skuggalega hratt.....hún er virkilega að verða stærri en dvergurinn!

Sunna Sigrúnardóttir, 10.1.2010 kl. 17:59

2 identicon

Vá en sætt!  Magnað að eiga hjarta einhvers svona algjörlega :)

emm (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:26

3 identicon

Ef Rósa fer í megafýlu við þig þá má hún búa hjá mér ;D

Tinna (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 17:31

4 identicon

ég tók á móti þessari fegurðardís sem þú átt ofboðslega gaman að sjá myndir af henni - afbrýðissemina hefur hún frá Pabba sínum Pjakk

Nanna Björk Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 00:16

5 identicon

Ég ætlaði að bjóða þér að passa hana Emmu mína (hún elskar hunda), en svo las ég færsluna hér fyrir neðan þegar þú varst að ala upp dreka litla og er hætt við:o) Reyndar er hún ekkert svo ólík Rósu, algjör mömmustelpa.

Kveðja í Hafnir.

Ólöf syst.. (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 23:26

6 Smámynd: Garún

Vei þetta vissi ég ekki að Rósa Anúbis væri Pjakksdóttir.  Svo nú get ég notað RAP sem stytting. 

Elsku Ólöf ég skal vanda mig betur.  Mig langar svakalega mikið að passa litlu Emmu stelpu.  Ég lofa að kenna henni góða siði. 

Garún, 23.1.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband