22.1.2010 | 10:38
Fokin í rokinu aftur!
Ég á heima í timburhúsi við vog sem heitir Hafnir. Í gær nötraði og dansaði litla timburhúsið mitt. Rafmagnið fór af og litla timburhúsið og ég horfðum á hvort annað spurnaraugum. "ekkert kaffi" spurði ég litla timburhúsið sem reyndi hvað það gat en náði ekki tengingu við rafmagnið. Næstum allt sem mér datt í hug að gera í gær tengdist rafmagni með einum eða öðrum hætti. Oft þurfti ég að stoppa mig. Ég ætlaði til dæmis að horfa á sjónvarpið meðan ég væri að bíða eftir að rafmagnið kæmi, setja í þvottavél, hlusta á tónlist, baka, ryksuga eða gera bara eitthvað meðan ég væri að bíða. Það eina sem meikaði sens að gera í gær í myrkrinu var að affrysta ísskápinn og þrífa hann sem ég nennti engan veginn svo ég fór út að leika! Og þvílíkt rok. Hér eru myndir.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Skemmtilegt er frá því að segja að ég heyrði einmitt í sjónvarpinu að rafmagnið hafði farið af í Höfnum og varð hugsað til þín!
Kom það ekki alveg örugglega aftur um 9 leytið eins og var sagt að mundi gera?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.1.2010 kl. 15:15
Gott þú faukst ekki á haf út! Það hefði verið slæmt og svo hefði rafmagnið komið aftur.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2010 kl. 15:42
hahaha þú hefur semsagt ekki verið ein af þeim sem lenti í því að sjónvarpið þeirra sprakk.....þvílíkt og annað eins! svona fer þegar maður býr á undarlegum stöðum á landinu!
Sunna Sigrúnardóttir, 22.1.2010 kl. 16:27
Annað sem var heldur ekki hægt að gera sem tengist rafmagni ekki neitt!! Lesa!! En þó betra að hafa ljós til þess ;). Ég hélt á tímabili að þú tækist á loft þarna úti á bryggjunni og flygir eitthvað út í hafsauga, nett sem þú ert.
María Ólöf Sigurðardóttir, 23.1.2010 kl. 19:42
Orð dagsinz er 'prímuz', kona...
Steingrímur Helgason, 23.1.2010 kl. 23:51
Spurning hvort þú ættir að þyngja þig með lóðum ( svona þegar hvessir í Höfnum). Tókstu engar myndir af ljósadýrðinni um daginn hefði náttúrlega verið frábært að sjá það og helst að heyra skrugguhljóðin. kv. Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 07:53
hahaha þvílík snilld... hefði verið geggjað til í að vera með í rokinu þar sem að loftið haggast ekki í Prag, mjög spes. En það er mjög sniðugt að eiga GameBoy í svona aðstæðum :)
Guðný Lára (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 12:21
Híhíhíhíhíhí gott að pallurinn fíni fauk ekki á haf út.
Hildur Birna (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.