1.3.2010 | 11:15
Systkinakeppni nr.2
Við systkinin rétt náðum febrúar inní keppnina "hver er besta sistkynið 2010" nú um helgina. Nú var ákveðið að horfa á hryllingsmynd saman. Myndin sem við horfðum á var "the Changeling" og fjallar um mann sem flytur inní eitthvað hús þar sem speglar, pípulagnir og hjólastóll eru með athyglissýki og svaka læti. Maðurinn er alltaf jafn hissa á hávaðanum og hleypur aldrei útúr húsinu heldur gengur allaf beint í áttina að hljóðunum alveg grunlaus. Ég skal viðurkenna að svona fyrripartinn vorum við William soldið tence þar sem það var alltaf svona barnaspiladós að spila í bakgrunni en þegar hljólastóllinn reyndi að keyra manninn niður þá hlógum við og sigruðum þar með keppnina. Thelma og Þórey voru í taugaáfalli allan tímann og þá sérstaklega Þórey en ég vissi það nú alveg strax. Skemmtilegast var að öskra reglulega á hana þar sem hún skýldi sér með teppi!
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ofsahræðsla er góð mynd. Einkum og sér í lagi William.
Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2010 kl. 18:17
Óttalegir hræðslukjóar eruð þið, þetta er bara leikið HALLÓ. Mér finnst frábært að þið skulið vera að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Næst gætuð þið kannski nýtt ykkur snjóinn og farið á rassaþotur, hægt væri að hafa veðmál í gangi hver færi flottustu bununa.
Sigga (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:06
hahaha það væri þá eitthvað sem Þórey gæti sigrað Sigga... Já þetta var örugglega stundin hjá William þegar spiladósartónlistin var í hámarki....
Garún, 2.3.2010 kl. 13:39
Nú hefur síminn minn fylgt þínum dyggilega eftir yfir móðuna miklu þar sem eilífar hringingar þeirra hljóma
Er búin að planta þínu símanúmeri í nýja símann - þar sem minn gamli eins og þinn - tók með sér allt mitt vit - ásamt því að aldrei hef ég á tveimur dögum fengið jafn mörg sms............
Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2010 kl. 11:23
hmm... er Changeling ekki myndin með Angelinu Jolie, um ungan son hennar sem týndist og þegar hann fannst þá var hann ekki sonur hennar, þ.e.a.s. hann var ekki "hann". Eða er ég að rugla saman myndum?
Annars mæli ég með Orphan ef þú ert í hryllingsmyndafílingnum, hún er tryllt, og líka The Orphanage ef út í það er farið..Hún er líka tryllt! Ég er með thing fyrir munaðarleysingjum, fetish jafnvel.. Eða blæti eins og það heitir á Íslensku.. mmm..blæti. Blæti er uppáhaldsorðið mitt.
Ég er með blæti fyrir blæti!
...djók.. ekki segja neinum að ég hafi skrifað þetta.
hildur selma (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 21:39
Mmm hvað ég er glöð að sjá að þú notar góð og gild íslensk orð Hildur Selma ;). Mér finnst blæti skemmtilegt orð. En ég skil ekki þetta blæti fyrir hryllingsmyndum. Úff ég horfði síðast á eina fyrir u.þ.b. 7 árum og missi stundum ennþá svefn yfir henni.. en sniðugar þessar systkina áskoranir ykkar maður er alltof gjarn á að gleyma því að leika sér með systkinum sínum þegar dregur að efri árum ;)
María Ólöf Sigurðardóttir, 4.3.2010 kl. 22:27
Ég tók áskoruninni. Lofa samt engu um hversu dugleg ég verð að blogga ;)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.3.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.