Ekki fyrir viðkvæma!

Já ég skammast mín.  Ég skammast mín ofaní tær og uppí haus.  Ég er hölt af tilfinningum er varða samviskubit og ég er ósofin og friðlaus vegna fjarveru minnar hér.   En þetta hefur allt sína útskýringu.   Ég er búin að vera BISSÍ.  
19.mars frumsýndi ég söngleik á Eyrabakka með snillingunum úr FSU sem heitir Grís Horror og er svar mitt við Grís er riðið hefur yfir heimsbyggðina oft og mörgum sinnum með boðskap sem er svo fáránlegur að það er varla hægt að lesa handrit af Grís án þess að fá hroll af horror. 

Söngleikur þessi gerist í Taimirsky í Rússlandi.  Þar sem hversdagslíf fjöldamorðingjanema í fjöldamorðingjaskólanum kemst í uppnám þegar skólastjórnin ákveður að innrita Fórnarlamb í skólann.  Allt fer í uppnám og þurfa krakkarnir að svara nokkrum áleitum spurningum sem herja á þá í þessari krísu.  Spurningar eins og - er hægt að vera siðblindur og ástfangin á sama tíma? - Er betri lykt af ljóshærðu hári? - Er félagsfræði af hinu vonda? og aðrar áleitnar spurningar sem við spyrjum okkur oft að.  Hér fyrir neðan eru myndir úr söngleiknum og vil ég vara fólk við þeim.  Þetta er samt allt Feik!  Frenchy í FrensyMarty vann í badmintonEftir sýningu blóðug og sveittJan með kærastanum sínumGleði

 

 

 

 

 

 




Næstu sýningar eru Fimmtudaginn 8. apríl, Föstudaginn 9. apríl og svo POWER sýning Laugardaginn 10. Apríl.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

looking good! oooooh hvað ég gæfi mikið fyrir að sjá þetta.....glatað mál að búa á norðurpólnum!

Sunna Sigrúnardóttir, 4.4.2010 kl. 14:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Láttu mig vita ef þú kemst að niðurstöðu um það hvort hægt sé að vera ástfanginn og siðblindur á sama tíma. Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér upp á síðkastið

Gangi ykkur vel með sýninguna. Ég hef heyrt að hún sé frábær! Enda hvernig væri annað hægt?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 17:49

3 identicon

Fórum út í gleðikasti

Þetta leikrit var alger snilld og krakkarnir voru alveg MÖGNUÐ!

Eyrún (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 17:24

4 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Þið eruð öll æðisleg. Gangi ykkur vel í kvöld elskur ;)

María Ólöf Sigurðardóttir, 9.4.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband