Ég er háð orku!

Ég hef aldrei þurft eins mikið á heitu vatni að halda og í gær!  Var viðþolslaus af löngun til að vaska upp, viðþolslaus af þrá fyrir heitri sturtu eða heitu baði.   Fann meira að segja oggulítið fyrir löngun til að gera hverabrauð!  En í gær var ég ekki með heitt vatn!  Það var verið að laga það!    Um daginn leið mér svipað þegar rafmagnið fór af því þá var ég bara ekki með sjálfri mér af löngun til að ryksuga eða strauja.  Það eina sem mér datt í hug að gera var að horfa á sjónvarpið, spila á rafmagnsgítarinn, prenta, ryksuga, þvo þvott, fara á internetið eða bara eitthvað sem tengdist rafmagni.  Það var sama hvað ég gerði mig langaði að STRAUJA.   Í gær eftir að ég frétti að ég hefði ekkert heitt vatn, lá ég í sófanum og dreymdi um að geta vaskað upp og farið í heitt reykkelsisbað. 

Algerlega klikkað þar sem ég fer aldrei í bað og hef straujað einu sinni um ævina! 

Svo spurningin hvað myndir þú taka með þér á eyðieyju hefur verið svarað fyrir mig......straujárn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Gastu ekki bara plöggað þér í samband, ert soddan orkubolti

Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, 5.5.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

má maður ekki velja þrennt? semsagt straujárn,pitsu og haglabyssu.....var það ekki svoleiðis hahaha

Sunna Sigrúnardóttir, 5.5.2010 kl. 14:22

3 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Hahaha jú einmitt ;) það var allavega pítsa og haglabyssa og niðurstaðan sem við fengum út úr því var sú að ef þú mátt velja þér félaga til að eyða heilu ári af ævi þinni með á eyðieyjunni þá velur þú ekki þann sem valdi pítsuna og haglarann. Verður orðin dauðvona eftir viku hehe. Garún hefur "praktiklí" legið í baði síðan vatnið kom á aftur þurfti að draga hana upp úr eins og sveskju ;)

María Ólöf Sigurðardóttir, 5.5.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

hahahaha! nice!

Sunna Sigrúnardóttir, 6.5.2010 kl. 02:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Á eyðieyju? Ekki spurning. Gufustraujárn!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2010 kl. 00:44

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hahahahaha þú ert svo mikill gullmoli.

Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 10:01

7 identicon

Ætli ég tæki ekki bara kallinn með, gott að hafa góðan vin með sér.  Hvar eru myndirnar af strákunum okkar? Ætlaðir þú ekki að setja hjólakappana Auðunn og Einar inn síðuna þína?

Bkv Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 10:06

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég myndi taka með mér suðupott.. til að sjóða sjóinn til að hafa eitthvað að drekka og sömuleiðis til að sjóða fisk!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.5.2010 kl. 21:23

9 Smámynd: Garún

Já auðvitað! Pott....djúpsteikingarpott...Jamm ég ætla að bæta því við ásamt orðabók og white marker penna. 

Garún, 9.5.2010 kl. 22:19

10 identicon

Brahahahahahaha æææ skil þig vinkona !

Hildur Birna (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband