27.5.2010 | 10:55
Sigrum grillveisluna!
Ekki misskilja mig ég ELSKA Eurovision. Er búin að hlusta á öll lögin nokkrum sinnum og dæma þau svona innbyrðis fyrir mig. Ég er ekkert að kíkja á uppbyggingu laga, texta eða nokkuð annað. Uppáhalds lögin mín eru með hækkun, vindvélum eða háls og mjaðmahnykkjum. Ég og mamma töpuðum okkur á þriðjudaginn og dönsuðum um alla stofuna þangað til hundurinn missti vitið og Thelma systir sagði sig úr fjölskyldunni, Auðunn og Hannes sködduðust andlega og Brynjar Logi hætti við langþráðan draum að verða djazzballetdansari. En......
Nú er Vísir að tapa sér með litlum fréttum um hvað Hera er að gera allt vitlaust í Osló og hvað allir eru búnir að selja sál sína svo ást sundlaugavarðar vinni. Fréttamiðlarnir okkar eru að tapa sér yfir því að núna vinnum við loksins. Ég verð pirruð! Afhverju getum við Íslendingar ekki bara tekið þátt í grillveislunni eins og allir hinir. Afhverju þurfum við að vinna allt? Við þurfum alltaf að vera sætasta stelpan í partýinu, eða fyndnasti gaurinn við grillið eða sterkasti aðilinn með kolinn. Við erum held ég óþolandi! Við komumst uppúr forréttinum og eigum bara að njóta þess að sitja með sömu grillpinana. Við pumpum upp þjóðarstoltið yfir eðlileg mörk svo endum við inná klósetti í grillveislunni drullufull og komin á trúnó við gestgjafann. Þetta er ekki eðlilegt!! Eurovision er grillveisla og okkur var boðið og fólk fílaði okkur. Ef við vinnum frábært ef ekki þá frábært! Albanía er hvort eðer með LAAAANNNGGG flottasta lagið. Ég spái því að á Laugardaginn verði úrslitin svona
1. Danmörk
2. Albanía
3. Serbía
4.Germany
Síðan mun Moldavía, Frakkland, Grikkland, Ukraína og Armenía raða sér inní þetta.
Ekki misskilja mig! Ég held að Ísland nái langt en mér finnst við nú hafa verið okkur til sóma nú þegar! Frábær flutningur hjá henni Heru! Hún er bara snillingur og er velkomin í grillveislu til mín í Höfnum hvenær sem er!
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207169
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
ah..... gjörsamlega speaking my mind.
En Garún....Serbía...? REALLY?
Sunna Sigrúnardóttir, 27.5.2010 kl. 12:00
Já Serbía er með svo flott "balkan, balkan, balkan" og svo er hárgreiðslan svo töff. Hannes sagði samt að söngvarinn væri alveg eins og ég......svo kannski spilar það aðeins inní. Ég er nú svo sjálfmiðuð.
Garún, 27.5.2010 kl. 12:42
hhahahahaha já he's got a point. Serbíugaurinn samt með miklu meira svona prins valíant fíling heldur en þú....
Sunna Sigrúnardóttir, 27.5.2010 kl. 12:47
Veit ekki með Serbiu.... og Danmörk minnti mig á lag sem ég veit ekki hvað heitir en byrjar svona: Every breath you take, every smile you make........ en það var líka gott lag ;) Mér finnst Portugal líka með gott lag.
....annars fylgist ég ekkert með Eurovision
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2010 kl. 14:54
Haha Hrönn það er greinilegt að þú fylgist ekkert með Euro. En sko Danmerkur lagið notar sama effect og lagið með Sting every breath I make....eða hvað sem það heitir! Er með svona netta ælu yfir öllu sem Sting og Phil Collins gera. En DANMÖRK eru með vindvél og áhrifaþögn á undan massa eurovision hækkun svo það er náttúrulega bara púra eurovision og það verður að verðlauna það..........
Garún, 27.5.2010 kl. 15:01
Oj þá er danska lagið hér með eyðilagt.... þar sem every breath you take er bara ógeðslegt lag...sérstaklega ef maður pælir í textanum sem er bara stalker-yfirlýsingar af verstu sort. Myndbandið við það hlýtur að vera af svona gluggagægispervert með nightvision gleraugu.
Held að Þýskaland taki þetta. Okei vona að Þýskaland taki þetta. Hæfilega krúttlegt og undarlegt með smá lily allen effect....
Sunna Sigrúnardóttir, 27.5.2010 kl. 16:28
Thanks for believing in us. The truth is, that the first time I heard our song for Eurvision I said;"this song will win, and probably also the international contest". I think it sounds like something from sweden.. and it turns out that the song tried out for swedish eurovision last year, and didn´t make it. So we took it, we are into recycling you see, and I think we will win. Not that Danmarks Radio has got the money to host eurovision next year..
Anyways, I really like your song, and I think you will probably be 3- 4 this year, as always.. Your hair is much nicer than MRS Serbia.. thought he was a she, for the first 30 seconds..
Good luck :)
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:44
pyha det var tæt på....
troede at grillfesten skulle holdes et andet sted næste år ----)
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 20:56
'uff yeh sodan er det man....jeg og miner sonner blev helt crazy nar we troede da Danmark var ikke med!!!! Shitt og fuck og sa nar de sagde denmark da blevede allt multi crazy her i Hafnir.........yes tes....
Haha this was my danish for the year!!!! Oh my god how my mother is going to be crazy when she reads this.
Garún, 27.5.2010 kl. 21:42
'Eg á ekki til aukatekið orð. Hélt bara að þú kynnir meira í dönsku en þetta, en að vísu varstu búin að vara okkur við hér áður á blogginu, mannstu kræft...........
Þarf að segja meira.
knús til ykkar og sjáumst vonandi í fílíng á laugardag.
kv. mamma
Jóna (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 22:28
Mér finnst alltaf gaman að fylgjast með þessu Eurodæmi, gefst samt oftast upp á að horfa og hlusta... nema þegar kemur að Íslandi, fæ alltaf gæsahúð, og núna þegar Hera er að keppa með sjúklega góðar bakraddir fæ ég gæsabólur! Þau eru svo ýkt flott!
.. finnst samt skemmtilegast að hlusta á stigagjöfina og hneykslast á þeim þjóðum sem gefa Íslandi ekki stig...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2010 kl. 02:56
Já... þú ert ekki mjög góð í dönsku
Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2010 kl. 06:48
:)
Kære Garún!
Hold dig bare til det islandske.. det har jeg nemmere ved at forstå.. sorry.. hvad er det for "sonner" du snakker om?? Og ja, lyt til din mor.. du skal tale pænt. :)
Held og lykke på lørdag.
Knus
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 07:09
Ókídókí ég skil fyrr en skellur í skoltum! Mér fannst þetta samt skiljanlegt miðað við geðshræringuna sem heltók mig í gær og ástríðu mína fyrir danska tungumálinu. Sonner þýðir í mínum bókum synir. Annars mun ég reyna aftur að viku liðinni og í andlegu jafnvægi þegar ég reyni á ný? En Monica! Hvað í andskotanum þýðir Pænt? Er það pent? Og ef svo er ? Og ég vona að þú hafir ætlað að segja "lyt" en ekki "flyt" ekki það að ég viti hvað það þýði! En gott samt?
Jæja er farin að kaupa fánann! Já og annað. Danir sigra í mínum bókum hvort sem þeir verða í fyrsta sæti eða hvað...því þeir eru með 5 hluti sem eru ósigrandi í mínum huga. 1.vindvél 2.áhrifaþögn 3.hækkun, 4.reykvél, 5. flugelda. Eina sem mér finnst leiðinlegt er að söngkonan er svo lítil að þegar hún er að syngja í míkrafóninn þá sést ekkert í hana nema eyrun!
Garún, 28.5.2010 kl. 08:39
ok, I´ll do this in English, just to clear up alll things at once. "lyt" means listen.. so listen to your mother.. watch your tounge.. and just to be sure.. (obviously my Icelandic is not as good as I thought..) but are you talking about your sons??(Sonner/Synir??)Or the crowd you are watching tv with..? And yes, we will win, because we have the windblowing machine:) Not because we have a good song.. I like Romania..
Good weekend, and knus to everyone..
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 10:47
hahahahahha nema eyrun... ég þarf að kíkja á þetta lag.
Ó... og ps það er ekki von að þú skiljir hvað pænt þýðir rúslan mín
Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2010 kl. 14:53
erum við Íslendingarnir ekki bara enn í gírnum, Ísland er stórasta landið!
Fáum alltaf súper egó á svona stundum...
Fer í sumarfrí eftir helgi tralalala, kíki á ykkur
Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, 28.5.2010 kl. 17:40
Ja ja, jeg troede at jeg skulle invitere alle til grillfest næste år, men jeg kan se at vi skal til tyskland istedet.. Garun.. har du stadig kontakt til Gabi.., så kunne du jo få hende til at invitere.. :) Hvis ikke det larmer for meget..
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 17:36
Já en þetta var skemmtilegasta grillveisla ever!! En ég nenni ekki til Þýskalands!! Ekki nógu framandi fyrir mig. Eru Danir ekki sáttir við úrslitin? Gabi? Mig rámar eitthvað aðeins í Gabi en man ekki alveg! Hver er Gabi aftur?
Garún, 30.5.2010 kl. 19:36
no, we are not sad we didn´t win.. I´m not at least.. I heard the German song today.. and it´s not that bad, but very not typical Eurovision..
Gabi.. was that not the name of the german woman who lived in your flat at Laugarvegin, for about 4 days, before she moved because of the noise.. Remember.. she had the room facing the street.. Does it ring any bells?
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:04
Hahaha Yes I remember her....hahaha. Poor devil. Ég er ekkert í sambandi við hana eða einn né neinn. hehehe afhverju spyrðu?
Garún, 30.5.2010 kl. 21:30
just thought that since she is German, she could throw the Grill-party for us next year.. Never mind, I was trying to be funny, obviously I didn´t succeed.. :(
But hey, how do you get time to write on your blog, when you are holding the cross??
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 08:25
Mér finnst vera svolítill Leoncie bragur á þýska laginu!
Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, 31.5.2010 kl. 16:19
hver er Leoncie?
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 18:03
http://www.youtube.com/results?search_query=leoncie&aq=f. Check this, she is one of the best singers in Iceland. Or was since she moved
María Ólöf Sigurðardóttir, 6.6.2010 kl. 03:01
takk fyrir..
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.