Finnskur hestur og hamborgarafabrikkan

Í gær lét ég alla veganna tvær auglýsingar hafa áhrif á mig.  Í gær var ég áhrifagjörn og elti markaðshugsandi fólk sem starfar við það að reyna að lokka mig til viðskipta við sig.   Og í gær sé ég ekki eftir því.   Fór út að borða og í leikhús. 

Ég fór á Hamborgarafabrikkuna sem er búin að auglýsa stanslaust!  Viti menn það var dásamlegt.  Stappað af fólki en þar sem við áttum pantað borð var biðin ekki löng.  Maturinn kom 7 mínútum eftir að við vorum búin að panta hann og smakkaðist geðveikt og verðið var einnig himneskt. 

Skokkaði síðan í leikhús að horfa á Finnski hesturinn og í fyrsta sinn í langann langann tíma leiddist mér ekki í leikhúsi.  Er sem sagt EKKI sammála gagnrýninni hans fýlupúka Viðars og naut þess að láta snillinga leika fyrir mig ádeilu, kaup og kjör og bara hvað sem er.  Fýlupúki Viðars segir að allir leikararnir hafi verið mjög ýktir en ég tók ekki eftir því...Ég tók eftir því að leikararnir tóku stórar ákvarðanir og stóðu við þær.  Fyrir mér voru þessir karakterar á sviðinu ljóslifandi, ekta og ég fann til með þeim, hataði þá og var slétt alls ekki sama um afdrif þeirra.  

Ég ætti oftar að elta auglýsingar....Laugardagurinn virkaði alla veganna.....allt var eins og lofað.  Fór södd og sæl í háttinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að heyra að Finnski hesturinn er ekki brokkari.

Er að fara á laugardaginn og var farin að hafa netta áhyggju :)

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2010 kl. 19:02

2 identicon

Sæl frænka

Sé og les að þú skrimptir ennþá,  farðu nú að kíkja í kaffi kella mín.

sigga (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 15:53

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég var í bænum um helgina og fór hvorki á Hamborgarafabrikkuna né á Finnska hestinn, hefði þó viljað gera bæði, fór á rúntinn og sá Þjóðleikhúsið og kíktum líka á Hamborgarafabrikkuna!

En ýktir leikarar?.. síðast þegar ég vissi er ýkt allt þar, ég hef alltaf lært það í gegnum þau fjölmörgu leikrit sem ég hef leikið í.. það er hægt að vera ýktur (eðlilegt) og óborganlega leiðinlegur, það er tvennt mjööööög ólíkt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.10.2010 kl. 15:58

4 identicon

Fíla Jón Viðar, þorir að segja sannleikann í stað þess að kyssa rassgatið á fólki sem er að drulla upp á bak. Hef reyndar ekki lesið dóminn hans um þetta verk svo ég get ekki tjáð mig um dóminn per se. Fannst Ólafía Hrönn flott í þessu verki, allt annað fannst mér fremur slappt og allt of langt, var frelsinu fegin þegar leikritinu lauk- en það er bara ég.   

Ellen (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 10:47

5 Smámynd: Garún

haha Ellen!  Þetta verk var stórkostlegt!  Jón Viðar skrifaði að honum þætti leikararnir ýktir!   Það var bara ekki rétt!  Ólafía Hrönn var geðveik, Harpa Arnars var geðveik, stelpurnar voru geðveikar!  Í fyrsta sinn fannst mér kannski heldur þunnt skrifað fyrir karlahlutverkin en ég læt það slæda því það er alltof sjaldan sem kvenhlutverkin eru vel skrifuð og það fannst mér í þessu tilviki.   Ég starfa við leiklist og leiklist var á sviðinu síðasta Laugardag!  Hvort þið menntasnobbhænsnin eru ekki ánægð með odypusar tengingu í meginmáli sagnfræði orðsins í þágufalli nútíðar get ég ekki sagt um en leikhús er leikhús og þetta var gott leikhús!   En ég skora á þig Ellen Poe að lesa gagnrýni hans og svo getið þið drukkið kaffi og talað um íslenskt mál til forna!    Hehehe lifi leiklistin

Garún, 28.10.2010 kl. 12:13

6 identicon

Híhí

Ég myndi bara gjarnan vilja hitta Jón V. yfir rjúkandi jurtate, finnst hann mjög fyndinn kall. Eins og ég sagði þá fannst mér Ólafía fráb. en restin slöpp, burtséð frá öllu menntasnobbi, sem ég reyndar neita ekki að þjást af -finnst menntasnobb vanmetið og skemmtilegt fyrirbæri. Allavega, hef ég ekki séð frábært leikhús hér síðan að ég fór á Utan gátta og Jesú litli var líka góður.

Sammála lokaorðum þínum ,lifi leiklistin, þó það leggi reyndar af henni megna nálykt hérlendis

Ellen (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:01

7 Smámynd: Garún

Ojj frekar myndi ég velja það að rotna í norskri stafsetningu heldur en að drekka jurtate með ykkur snobburunum!  Síðasta nálykt sem ég fann var þegar ég keyrði framhjá Árnastofnun og þau þar voru að reyna að ákveða sig hvort maður eigi að skrifa Tölva eða Talva....hehehe  en ég skal drekka kaffi með þér vitleysingurinn þinn og berja smá Stellu Adler í hausinn á þér!

Garún, 28.10.2010 kl. 15:01

8 identicon

Já komdu í kaffi, ég og Örvar ætlum líka að skella okkur á nýjustu mynd Woody Allen í kvöld. Þér og spúsu þinni er velkomið að slást í för með okkur og eiga góða kvöldstund  að myndinni lokinni getum við svo átt í heitum umræðum um Stellu Adler, hver svo sem það er.

Ellen (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband