Kynóðar lykkjur í Höfnum

Undur og stórmerki hafa gerst enn eina ferðina í Höfnum.  Ekki nóg með það að Hafnir eru vagga siðmenningar heldur er ég þess fullviss að kraftur sköpunarinnar sé einnig hér að finna.  Hér hafa furðulegir hlutir gerst undanfarið. 

Um daginn sagði einhver við mig að ég myndi aldrei prjóna!  Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikill aðdáandi ALDREI orðsins og bað þvi hana Hjördísi vinkonu mína að festa garn á prjón.  Fyrstu dagana barðist ég við stífan lopann og var orðin blóðrisa á puttanum sem ýtir vinstri prjóninu niður og komin með krampa í vísifingur vinstri handar við að halda bandinu strektu.   Ég prjónaði svo fast að lykkjurnar voru farnar að skera sig í málm prjónanna og er ég þess fullviss að fyrstu sentimetrarnir af prjónaskapnum séu ósigrandi efni sem mun standa óskemmt eftir kjarnorkusprengju.   Ég prjóna svo fast að atómin í lopanum hafa stökkbreyst og eru orðin að næstum fljótandi efni. 
En þetta er ekki það sem mér finnst merkilegast.  Það sem mér finnst merkilegast er að svo virðist sem Guð sjálfur hafi gefið prjónaskapnum líf.  Hm ég skal útskýra.  Hún Hjördís  fitjaði upp eða hvað sem það kallast nákvæmlega 12 lykkjur.  Fyrst um sinn voru lykkjurnar 12 og allt var eðlilegt.  Síðan var eins og prjónarnir og garnið öðlaðist líf og nú þegar ég taldi lykkjurnar í morgun eru þær 18!    Ég er ekki að grínast í ykkur!  18 stykki!!!!!!!!
Lykkjurnar hafa öðlast líf og hafa byrjað að fjölga sér hér á prjónunum í Höfnum.  Mér finnst þetta merkilegt og er búin að hafa samband við kaþólsku kirkjuna og láta hana vita af þessu kraftaverki.  Reyndar lítur prjónabúturinn ekki út eins og María mey eða Jesús né blæðir úr honum en það blæðir úr mér og reyndar ef ég á að vera heiðarleg þá finnst mér garnbúturinn brosa til mín og ég þarf ekki að kafa djúpt ofaní minn veika haus til að sjá móta fyrir hugsanlegu andliti.  
Í versta falli ef ekki er um kirkjulegt kraftaverk að ræða þá er lopagarnið kynóður gjörningur handa minna og kaldhæðnislegt í allra falli að ein vinsælasta getnaðarvörn kvenna skuli heita lykkja.   Mínar lykkjur búa til aðrar lykkjur.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahhaha

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 13:41

2 identicon

får vi billeder at se, eller vil du ALDRIG vise os dem??

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 17:23

3 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

eeeeeeeeeheheheh

mikið ofboðslega sé ég þig ekki fyrir mér með prjóna í hönd

Sunna Sigrúnardóttir, 18.12.2010 kl. 20:36

4 identicon

Ja, nú er á öllu von.  Guðrún farin að prjóna! Það endar með því að þú tekur við af Frú Margréti sem skólastýra Hússtjórnarskólans.  Næst þarftu að þræða nál og falda buxur.   Mjög árðíðandi fyrir dverga að kunna það.

Mamma

Jóna (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 09:56

5 identicon

Hahaha - myndi gjarnan vilja sjá fyrirbærið! :)

Kv. Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:16

6 Smámynd: Garún

Hæ allir svo virðist vera sem fólk á erfitt með að trúa að ÉG sé að prjóna og finnst það í rauninni vera kraftaverk.  En ég fer ekki ofan af því að mér finnst ákveðinn heilagleiki í kringum prjónana.  Lykkjurnar hafa reyndar ekki fjölgað sér heldur þvert á móti hefur ein lykkjan dáið því í morgun þegar ég kíkti þá voru þær bara sautján.  Ég er að velta því fyrir mér hvort lykkjurnar séu af naggrísaætt og hvort hinar hafi borðað þessa látnu því það sést hvorki tangur né tetur af henni.  Mér finnst þetta svo ótrúlega merkilegt.  Ég skal kannski bráðum taka mynd og sýna ykkur ef þið eruð góð!   

Mamma:  Ég þarf ekki að þræða nál og falda buxur.....Hún Hjördís á saumastofu og ég rata þangað með dvergabuxurnar mínar!    Og ég myndi stýra þessum skóla eins og vindurinn....

Garún, 22.12.2010 kl. 01:18

7 identicon

Du skal ikke være ked af at du har korte ben-det vigtigste er, at du kan nå jorden:) rigtig god jul og godt nytår. Jeg glæder mig til at se dig i det nye år. Jeg har regnet lidt på det, og det er ved at være 7 år siden vi sidst sås. Tiden flyver. Knus

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 07:50

8 identicon

Hi Garún, you have to be kidding me. You are not knitting, are you??!! Merry Christmas, dear! Lots of love, Maren

Maren (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 09:37

9 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

hahahahaha 

illgirnislegur hlátur, og það á jóladag

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.12.2010 kl. 15:44

10 identicon

Elsku Guðrún mín!

Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þú ert engri annari lík,og það er gott. Ég óska þér gæfu á nýju ári

                                                         Kveðja frá Gerði.

sigrun gerdur bogadóttir (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband