Frestað vegna veðurs!

Ég var búin að skipuleggja helgina!   En nú þegar sólin skín er öllu skynsamlegu frestað vegna veðurs.  Nei það er ekki skafrenningur í Höfnunum, né úrkoma og ekki ótrúlegt en satt landið að fjúka útá haf það er blanka logn og sólin skín eins og það er engin morgundagur.  Er það ekki týpískt að einmitt þegar maður er búin í sumarfríinu sínu að þá koma sólardagarnir.  Er það ekki týpískt að þegar maður er búin að fresta tiltekt í geymslunni í allt sumar og ætlar að þrífa efri hæðina að þá kemur logn og brakandi sól.  Einnig var á planinu að mála eldhúsið. 
Ég verð að taka brenglun á þetta og fresta þessu öllu vegna veðurs.  Svo ef einhver spyr þá er skafrenningur á efri hæðinni, úrkoma og hvassviðri í geymslunni.  Eldhúsið er lokað vegna hálku og ég hreinlega verð að fara út að lesa í sólbaði til að bjarga sjálfri mér. 

Farin út að gera ekki neitt!  Það er jú sól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

- og jeg husker jo netop islændingene som et folk, der kaster alt fra sig når solen skinner, for at sidde på en bænk og få lidt farve.. Åhh hvor jeg savner det... de lyse nætter hvor vi bare gik i byen og de kolde nætter, hvor jeg lå i Laugardal i det varme vand :)

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband