Sláttuvélar í útrás.

Vaknaði í morgun við það að sláttuvélarnar höfðu sluppið!  Klukkan 7 í morgun týndum við þær upp í Höfnunum útum allt þar sem þær voru að slá garða ókeypis fyrir fólk og Reykjanesbæ.  Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að sláttuvélar ganga ekki útum allt og slá óbeðnar!  En þær blésu faxinu til hægri og blikkuðu mig ánægðar með samfélagsþjónustu sína.  Þær báru líka á götuna og einhvern veginn varð  hundaskítur á almannafæri ekki aðal issúið hér í Höfnum heldur munstraðir hestadoðar í skipulögðum flugugildrum með 20 metra millibili á hringveginum í Höfnum.  En athugið!  Þær skitu ekkert í kirkjugarðinum!     Á næsta ári ætla ég að kenna þeim að taka upp kartöflur!

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún, ég missti af klósettsetuævintýrunum þínum.sko hún amma þín átti þá beztu z sem ég hef kinnst,það var þessi "græna" í Breiðholtinu,hún var æði.

Gerður (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 22:12

2 Smámynd: Garún

Sammála síðasta ræðumanni...ég varð húsvön á þessari klósettsetu!  Ætli það sé hægt að kaupa hana eða gera hana upptæka vegna tilfinningatengsla!  Oh ég vona að íbúar á Leirubakka 32 eigi enn setuna góðu.....Ég held meira að segja að ég eigi mynd af þessari setu......Takk Gerður

Garún, 31.8.2011 kl. 23:35

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þessar sláttuvélar hefðu verið velkomnar á hringveginn til mín - einkum og sérílagi ef þær hefðu blásið taglinu til hægri

Hrönn Sigurðardóttir, 1.9.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband