11.6.2007 | 20:43
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Takk!
Nú veit ég að það er ekki sniðugt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, veit það af eigin reynslu get ég sagt ykkur. Mér nefnilega leið þannig í morgun eins og reglulega væri allt skipulagt flug að lenda á líkama mínum. Og við erum að tala um feitu Fokkerana sem koma frá Akureyri og Ísafirði. Þvílíkar harðsperrur. Þannig er mál með vexti að um helgina fór ég í minn fyrsta sleppitúr með Herra Obbobbobb, Diddu skáldkonu, Óskari og Nönnu. Ég man hvað ég var spennt á föstudaginn, hvernig ég sá þessa ferð í hyllingum, ég og hesturinn yfir landið og beina leið í Grímsnesið með hrossin í hagann sinn. Herra Obbobbobb er 83 ára gamall og ég er rúmlega þrítug. Hann var ekkert að vara mig við og segja mér að það reynir á að fara 140 kílómetra á hestbaki sérstaklega fyrir konu með myndarleg brjóst, hann var heldur ekkert að segja mér að allar hestakonur fara aldrei og þá meina ég ALDREI í sleppitúr í brjóstahaldara með spöngum. Hann gleymdi líka að segja mér kallinn að við þyrftum tvisvar að fara yfir þjóðveg eitt með hrossin, sem bara í sjálfu sér er eitthvað sem ég mun fá martraðir yfir. Sem betur fer rétt áður en hrossin mín trylltust af hræðslu við umferðargniðinn við litlu kaffistofuna þá stoppaði maður á jeppa og hægði á umferðinni meðan ég hálfgrátandi af hræðslu með þrjá til reiða tók stökkið yfir. Ég náði ekki bílnúmerinu en ég hugsa fallega til þessa manns, sem sá að ég var í vandræðum og splæsti á mig 30 sekúndum úr sínu lífi svo ég gæti haldið áfram mínu lífi. Mátti þakka fyrir að klárarnir trylltust ekki við bílana sem brunuðu framhjá og flautuðu pirrandi að mér. Heyrði næstum í sumum bílstjórunum "helvítis frekjan í þessum hestamönnum". Ég hefði viljað fara aðra leið og aldrei vera á umferðarvegum, það er nefnilega einmitt sjarminn í hestamennskunni að vera ekki nálægt neinum vélhestum.
Reyndar er erfitt að fá harðsperrur í bíltúrum, en það er svo týpískt einmitt þegar maður ætlar aðeins að fara að hreyfa sig og lifa heilsusamlega þá er eins og líkaminn segi bara stopp. Eftir tveggja daga útiveru og almenna hreysti er ég rúmliggjandi með næringu í æð og á erfitt með að draga inn andann. Harðsperrur eru leið líkamans til að segja manni að það er árið 2007 og ef guð hefði viljað að við hreyfðum okkur hefði hann gefið okkur fleiri lappir.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Blessuð Garún - gaman að sjá þig hér.
Hross? Er þetta eitthvað nýtt?
Halldóra Halldórsdóttir, 11.6.2007 kl. 21:22
Þetta máttu nú ekki gera gamalli móðursystur, rétt að jafna mig eftir símtalið og svo lesa þetta, nú er ég með harðsperrur í kjálkunum og svei mér þá ef ég hef ekki líka fundið löngu týnda magavöðva eftir lesturinn á þessum hrakningum þínum. Velkomin á bloggið og ég get ekki beðið eftir að lesa meira frá þér.
<a href="http://www.flickr.com/photos/skogar/487216522/" title="Photo Sharing"><img src="http://farm1.static.flickr.com/218/487216522_11f6087a4c_t.jpg" width="100" height="75" alt="Emil the Cat" /></a>
Willa G Moller (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 08:37
úb og sí...ein ekki alveg búin að læra þetta, svona átti þetta líta út
Willa (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 08:38
Fólk sem notast að einhverju leiti við Hross til útreiða ætti að setja meiri pressu á að gerðir séu mun fleiri stígar og leiðir fyrir hestamenn fjarri vélknúnum ökutækjum !!!
Hommalega Kvennagullið, 12.6.2007 kl. 08:51
Ég er alveg sammála þér Birkir. Þarna hefði ég viljað sjá undirgöng eða eitthvað þvíumlíkt. Það vantar pressu frá okkur hestamönnum, það er bara spurning hvenær slys verður á þessum stað.
Garun (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.