GRASFLATAR SAFI

Nýjasta æðið hjá henni Eddu minni er að reyna að troða inná mig Hveitigrasvél.  Hún hellir yfir mig reglulega sms, emailum og athugasemdum sambandi við þetta mál.   

Hvar fæ ég svona vél Edda.  Bifreiðar og landbúnaðavélar ætla að senda mér bækling, það er einmitt frábært tilboð hjá þeim núna.  Hveitigrasvél Deluxe 700 sem slær og þurrkar og ef maður staðgreiðir þá fær maður baggatýnsluvél í kaupbæti.   Ég verð að viðurkenna það að ég var svolítið spennt fyrir hveitigrassafanum svona fyrst um sinn.  Vaknaði einn daginn með smá frunsu og datt þá í hug að athuga hvort ég ætti ekki bara að skella í einn hveitigrassafa.  Ég fór út í garð og leit á plönturnar, og uppgötvaði þá mér til skelfingar að ég á ekkert hveitigras.  Ég hallaði mér upp að girðingunni og var alveg við það að leggja árar í bát þegar ég mundi setninguna sem amma segir alltaf.  "ekki láta deigan síga"  ég reyndar hélt í mörg ár að hún væri alltaf að segja "ekki láta deigið síga" en það er önnur saga.  Jæjja ég breytti ermar framúr höndum og fór inní eldhús, náði þar í pyllsberibest hveiti, stórt glas, einn bolla af vatni og skokkaði aftur útí garð.  Ég nefnilega mundi að ég hafði séð gras útí garði einu sinni.   Með nýlegri sláttuvél sem ég stal frá nágrannanum sló ég einn fermetra af grasi, fannst það nóg til að byrja með.  Blandaði þessu svo öllu saman og drakk.  Bragðið var ekki svo ógeðslegt en það sem triggeraði uppköstin voru löngu grösin sem lágu föst í hálsinum á mér og kitluðu mig.  Í marga klukkutíma á eftir gat maður séð nokkur grasstrá sem lágu á tungunni á mér og alla leið niður í maga.  Ég þurfti að bíða eftir að Guðbjörg kæmi heim svo hún gæti togað stráin í heilu lagi útúr mér.  Það truflaði mig líka öggulítið hvernig moldin af grasinu þurrkaði upp tunguna á mér.  Hveitið sjálft var mjög kekkjótt og algjörlega bragðlaust, en ég uppgötvaði að vatn og hveiti er ágæt límblanda fyrir þá sem hafa áhuga, ég komst að raun um það þarna því efri vörin (þessi með frunsuna) límdist við tennurnar í  efri góm sem gerði uppköstin ákaflega neyðarleg.  Síðan þá hef ég ekki fengið mér hveitigrassafa að ráði.  Held mig bara við kalt kjúklingasoð og volgan bjór, enda er ég ekki lengur með frunsu. 

Edda mín afhverju getum við ekki verið vinir sem fara í bíó saman, eða í göngutúra.  Ég held að við ættum að geyma þessi heyvélakaup um stund og sjá til með haustinu.  Síðan náttúrulega ef ég fæ ofsaþrá eftir nýkreystum grasflatarsafa þá hringi ég bara í þig og þú reddar því.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hló svo mikið skrípillinn þinn að ég pissaði á gólfið og svo leið yfir mig!

Þegar ég staulaðist á fætur leit ég út eins og fílamaðurinn eftir hlátursgrátkastið og varð að hringja á sjúkrabíl - ég rétt náði að skella í mig röspuðum gulrótum með fennelstrimlum yfir áður en ég var sótt til aðhlynningar!

lovejú

sjúkrabíll! (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Malbikið er ávallt betra heldur en grasið

Halldór Sigurðsson, 14.6.2007 kl. 16:36

3 identicon

Jamm gras er við-bjóður, Einu sinni var best að borða bara slátur og rófur, svo á einum degi var það alvitað að pasta og hvítt kjöt væri málið, svo kom dietXXX og það var engin leið að drekka annað, því næst kom herbalife og hvað það nú allt heitir, og allir gátu kúkað standandi, að sjálfsögðu er lang best að taka A, B B12, C, D E og X vítamín með kellogs-allbran á morgnana sem síðan 18. dögum seinna var orðið álitið vont fyrir ristilinn,

Í dag er enginn maður með mönnum nema þeir borði spelt-pítsur, o.fl.

Hvernig endar þetta, hver er að stjórna þessu ??? það fyrsta sem manni dattur í hug er "Markaðssetning", en ég held að það sé enginn svona klár, að sveifla og stjórna heilu menningarsamfélagi með matarræði.

Ég held einfaldlega að það séu of margir sem hafi of lítið að gera, með of margar hugmyndir, um eitthvað sem vonlaust er að alhæfa rétt sí-svona.

En þetta er bara mín skoðun, vonandi þarf engin að taka þessu illa, eða verða sár, ef svo er þá má hinn sami taka gulrót og troða henni #$%%&#$$#$%%%%######xxxxD%&RW$R% á sér.

Bjarnþór, mágur (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 20:11

4 identicon

Hehehe Það er allveg merkilegt hvaða orð hoppa inní hausinn á þér ;) en það er æðislegt að þú sért byrjuð að blogga þessar sögur eru ástæðurnar á bakvið að maður fer í ferðalög með fjöldskyldunni.

William Bróðir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband