17.6.2007 | 00:27
Í tilefni dagsins
Ímyndaðu þér að hvert sem þú ferð, hvað sem þú gerir og í hvert sinn sem þú opnar munninn ert þú að vinna undir tákni, merki, menningu. Þú ert lifandi gangandi sönnun í lit og með íslensku tali að það sé hraungjóta norður í Atlandshafi sem tekur 15 prósent andleg umboðslaun fyrir öll þín afrek og alla þína sigra, allt sem þú gerir, meðvitað og ómeðvitað er gert undir merki Íslenska þjóðfánans. YOU ARE ICELANDIC. (þú ert íslensk).
Íslenski fáninn er eitt sterkast merki sem ég þekki og get samhæft mig við, ég er jú Íslendingur. Hinn almenni þjóðfáni Íslendinga er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Armar krossanna ná alveg út í jaðra fánans, og er breidd þeirra 2/9, en rauða krossins 1/9 af fánabreiddinni. Bláu reitirnir eru rétthyrndir ferhyrningar: stangarreitirnir jafnhliða og ytri reitirnir jafnbreiðir þeim, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar er 18:25.
Þessi fáni sem umræðir hér á undan táknar margt í huga mér og annarra landa minna enda merki lands míns og uppruna. Markmið hans er að sýna allt það sem gerir Íslending að Íslendingi.
Enda gerir hann það, Blái liturinn þýðir víst vatnið, besta vatn í heimi, hvítt merkir Ís og sá rauði táknar eldinn. Það er kannski erfitt að finna sig 100 % inní merkingunum lokuð inní kjallaraíbúð í Kópavoginum, enda ekki mikið um spúandi eldfjöll og skríðandi skriðjökla í Smáralind en undir niðri og reyndar frekar grunnt blunda litirnir og ég eigna mér basl og streð forfeðra minna sem börðust og náðu samkomulagi einmitt við þau element sem fáninn stendur fyrir, og það er kannski það að við séum enn á lífi innan um þessa náttúruæfingar allar sem gerir merkið sterkt og óbrjótandi.
Það er meira að segja refsivert að niðurlægja þetta merki, fánalögin eru 14 talsins, og eru þau kennd samviskusamlega skátum og öðru góðu fólki, við hin í Kópavogi þekkjum þau ekki enda finnst okkur við ekkert endilega að við þurfum að læra þau þar sem virðing fyrir fánanum er okkur í blóðborin. Fáninn vomir yfir okkur ósýnilegur meira að segja þegar við flokkumst í heilu flughlössunum til Glasgow í innkaupaferðir þá er merkið svo sterkt að það vottar fyrir því eins og geislabaugur heillrar þjóðar.
Íslendingar búsettir erlendis biðja jólasveininn um að færa sér nýstraujaðan fánann beint úr Húsasmiðjunni til að hægt sé að hífa hann upp á erlendri grundu svo allir sjái merkið og skilji að þarna sé mannsbarn á ferð fætt úr eldi og ís, snögg kælt upp úr úthafsbárunum.
Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig að eignast þetta merki fyrir okkur Íslendinga, en þegar fáninn okkar blakti í fyrsta sinn á Íslenskri grundu sunnudaginn 1.desember 1918 var mikið búið að ganga á kóngurinn okkar í Danaveldi hafði farið í fýlu og bannað það sem hann áður hafði lofað og tekið til baka orð sín yfir nýjum fullveldisfána, en eftir margra ára raul og taut blakti merkið okkar fyrir utan stjórnarráðið í fyrsta sinn og hafði þá Sigurður Eggertsson sem starfaði sem forsætisráðherra í fjarveru Jóns Magnússonar þetta að segja:
og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána Íslands, sem blaktir frá því í dag yfir hinu íslenska ríki... Fáninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar, hvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans, hvort sem það er unnið á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur eða á svæði framkvæmdanna eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar... Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar og frama..."
Og það var eins og við manninn mælt því nú höfum við í 85 ár lifað og starfað undir merki Íslands og enn í dag fylgjumst við spennt með er ættingjar manns eignast erfingja og með glóð í hjarta brosum við við þeirri óumflýjanlegu staðreynd, er við kíkjum á öskrandi krílið í gegnum rúðuna á fæðingardeildinni að það er nýr Íslendingur fæddur í heiminn og einn í viðbót sem dýrkar og dáir tákn frelsis okkar og þrautseigju.
Mér finnst meiri að segja að hver Íslendingur ætti að fá í vöggugjöf, samanbrotin plastpakkaðan fána, fánalögin innrömmuð, öll ættjarðarlögin á geisladisk, Stiklur með Ómari Ragnarssyni á DVD og síðan á að lesa upphátt Ættjarðarkvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi yfir barninu er það hjalar í fangi foreldra sinna útaf Landspítalanum og útí lífið.
Og að sjálfsögðu mun fáninn þessi sterki stóri blaka stoltur í heimreiðinni þegar nýi Íslendingurinn kemur heim.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ég held að ég fari upp í fjöll og gráti í smá stund, öskri á jöklana og pissi í sjóinn,
síðan eftir þetta ætla ég að springa. !(úr ættjarðarást)
Bjarnþór, mágur (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 10:24
Amen ;)
ps. fékkstu tölvupóstinn frá mér Garún?
Halldóra Halldórsdóttir, 17.6.2007 kl. 13:10
Til hamingju með daginn Ísland og við öll
Thelma Ásdísardóttir, 17.6.2007 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.