19.6.2007 | 23:26
Kvenleiki og annar kranleiki
Svona reglulega þá vakna ég til meðvitundar um sjálfa mig sem konu, það er að segja ég vakna við tilfinninguna um kvenleika minn. Þetta er farið að gerast í ríkari mæli. Það hellist yfir mig að ég þurfi að eiga svona kvenleika stund, einhver brenglun viðurkenni ég en tilfinningin er svo sterk að ég fylgi henni þó að útkoman sé ekki endilega ákjósanleg. Þetta byrjaði allt milli jóla og nýárs síðast og ég kenni aðgerðarleysi um. Mig langaði í fyrsta sinn að fara í svona dekurbað, eins og mér fannst eiginlega alltaf allar konur í kringum mig gera. Ég lét renna í baðið og kveikti á nokkrum kertum og slökkti loftljósið. Háttaði mig, tók af mér gleraugun og lét mig renna ofaní slakandi vatnið. Eitthvað fannst mér vanta, mundi þá að Vigga vinkona hafði gefið mér svona baðbombu í jólagjöf. Reisti mig við og teygði mig í baðkörfuna í hillunni. Fann bombuna og setti í baðið. Lokaði augunum og lét bombuna leika um líkamann. Fannst reyndar rosalega sterk lykt af þessari bombu, en hélt það út. Eftir 10 mínútur var sítrónulyktin orðin svo sterk að mér stóð ekki á sama, það flaug í huga minn að kannski væri ég bara með ofnæmi fyrir sítrónu baðbombum. Ég teygði mig í pakkningarnar af bombunni, setti á mig gleraugun og las innihaldið. Eftir smá lestur, skutlaðist ég uppúr baðinu á ljóshraða og kastaði mér í sturtuklefann þar sem ég tók grenju atriðið úr the crying game. Ég hafði nefnilega sett klósettilmbombu í slökunarbaðið mitt.
Tveim vikum seinna var ég búin að gleyma þessu með slökunar taugaáfalls baðið og kvenleika tilfinningin helltist yfir mig aftur. Aftur kenni ég aðgerðarleysi um, því mér leiddist. Ég hafði séð í sjónvarpinu svona konur með maska og gúrkur framan í sér. Ég hugsaði með sjálfri mér að ég þyrfti nú að gera þetta, kannski ættu allar konur alltaf að setja á sig maska reglulega, það hafði bara gleymst að segja mér það. Ég stökk út í Nettó og ákvað að kaupa mér svona maska dót. Í hillunni voru fullt af snyrtivörum, og ég áttaði mig á því að það eru til krem fyrir hvern einasta blett á andlitinu og þau krem eru líka til fyrir allar tegundir húða. Þar sem ég stóð og leitaði rann það upp fyrir mér að ég hef ekki hugmynd um hvaða húða tegund ég fæddist með. Snerti andlitið á mér og vonaði að kvenleika tilfinningin væri það sterk að svarið myndi poppa uppí hugann á mér. Eina sem kom var orðið aþena sem ég veit að er höfuðborg Grikklands. Áfram leitaði ég og fann þá svona loftþéttar umbúðir með ljósmynd af konu framan á sem er öll útí leðju. Konan var brosandi á aldur við mig og með ljóst hár. Jæja þetta yrði að nægja mér. Ég keypti pakkann og þaut heim, full tilhlökkunar. Ég fór strax inná bað, og makaði leðjunni beint úr pakkanum í andlitið á mér. Nú vantaði mig bara gúrkur. Ísskápurinn var hálftómur og engin gúrka til þennan dag, en ég fann aftur á móti tvo kokteil tómata í neðstu hillunni. Gúrka Vs Tómatar. Ég tók þá afstöðu að tómatar væru líka gúrkur og þar af leiðandi lagði ég mig uppí sófa með þaraleðju og tómata í andlitinu. Setti Mike Oldfield í spilarann og slakaði á. Eftir fimm mínútur fann ég fyrir hita sem magnaðist í andlitinu og skrítna tilfinningu í eyrunum eins og þau væru að dofna upp í kulda. Stuttu seinna kom skemmtileg blanda af sviða og bruna tilfinningu. Nú var mér hætt að standa á sama og var farin að efast um ágæti ákvörðuninar að nota tómata. Ég stóð upp og las aftan á pakkann. Jú jú þarna var talað um á ljóðrænan hátt hversu frábær þessi leðjuþari væri og að allar konur endurfæddust með því að bera hann á líkama sinn. Þarna stóð ekkert um tómata. En neðst niðri með risastórum stöfum stóð DO NOT UNDER ANY CURCOMSTANCES PUT ON FACE AREA. Ég las þetta þrisvar áður en ég snéri pakkanum við og leit á ljósmyndina. Jú jú ljóshærða glaða konan var ÖLL útí leðju nema í andlitinu, þar var hún með maskara og varalit. Aftur skutlaðist ég í sturtu og tók aðra senu úr the crying game. Og til að gera langa sögu enn lengri þá voru eyrun á mér dofin í þrjá daga á eftir og ég með þriðja stigs brunabletti í andlitinu í viku.
Svo næst þegar ég fæ svona kvenleika tilfinningu ætla ég að skutlast niðrí ríkið á Dalvegi, kaupa mér Budweiser, klæða mig í hlýra bol og horfa á formúluna. Ég er ekki fær um að dekra öðruvísi við sjálfan mig, því miður mig vantar þetta gáfugen sem þarf til líkamlegs dekurs.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Þú ert nú oggopoggupínupons seinheppin Gullinbrá.
Willa (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 23:48
þú ert algjör snillingur......
Ég er komin með hugmynd að næstu jólagjöf..... dekurdagur í einhverju spa !!!
hvernig líst þér á ????
Þórey (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:32
vá, ruslpóstvörn hvað ???
var endalaust að fatta þetta, summa??? átti ég að deila, draga frá leggja saman ??? ok, tími til komin að fara að rifja upp stærðfræði úr 6 ára bekk :p
þórey aftur... (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:34
Ja-hérna hér, ég sem er einmitt þessa dagana búinn að vera að reyna að komast í snertingu "Kvenlegu hliðina í sjálfum mér, þ.e.a.s. undanfarna daga þá hef ég verið í miklum samskiptum við mann sökum vinnunar sem er samkynhneigður, og hann gerir lítið annað en að hringja í mig allann daginn og klæmast í mér, til dæmis í dag vantaði honum bráðnauðsynlega að vita úr hvaða efni ein ljósakróna er úr, sem heitir
: Taraxacum, http://www.flos.com/singlelamp.jsp?back=104314&lamp=63442
en hann þurfti náttúrulega að bera það fram "Taraxa-Cum" tók mig nokkrar sekúndarað fatta brandarann meðan hann útskýrði hann fyrir mér, en í kjölfarið á öllum þessum "sam-ræðum" mínum við þennan mann, fór ég að skyggnast inn í sjálfið mitt í allra djúpasta kjarna, og þreifaði þar fyrir mér eftir kvenleika, og á einhvern óskiljanlegann hátt þá er það eina sem ég hef borið úr býtum er sjálfselska og alveg ótakmarkað magn af tillitsleysi..... ég bara skil ett-ekki ?
Bjarnþór (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.