Afhverju milli kl. 5 og 7 á morgnanna

Ég á fimm ketti, afhverju jú því ég elska dýr, finnst þau æðisleg og róandi.  Öll nema eitt!  Kisan mín hún Mús er að gera mig geðveika þessa dagana, fyrir utan það að hún þolir mig ekki þá er hún algjörlega að leggja mig í skipulagt einelti.   T.d hún leggst bara uppí rúm ef Guðbjörg er þar, hún hleypur í burtu spólandi ef ég nálgast.  Horfir vanþóknunaraugum á mig ef ég sest við hliðina á Guðbjörgu í sófanum.  Ég hef þolað þetta í nokkur ár núna en er alveg að gefast upp.  Þannig er mál með vexti að Mús er búin að finna upp nýtt áhugamál, sem er að stunda líkamsrækt eldsnemma á morgnanna svona frá fimm til sjö.  Þá hleypur hún eins og brjálæðingur veggja á milli og spólar klónum niðrí parketið, ræðst á allar snúrur og hangir í gardínunum.  Stekkur uppí rúm og spólar einn hring um rúmið og það skiptir hana ekki máli hvort hún þrammar á brjóstum, andliti eða maga.  Í morgun voru lætin rosaleg, ég að sjálfsögðu vakna við lætin því þegar hún tók þríþrautina sína venjulegu sem samanstendur af því að hlaupa yfir andlitið á mér, yfir sófann og uppá sjónvarpið, kastaði hún tveimur bollum og tölvunni minni niður á gólfið.  Við þetta vöknuðu hinar kisurnar og ég datt úr rúminu mér brá svo.  Hinar kisurnar eru ekki mikið fyrir hreyfingu en þetta fannst þeim geðveikt stuð og hinar læðurnar tvær, byrjuðu að elta mús sem hljóp frammá gang og lenti á fullri ferð á baðherbergishurðinni svo glumdi í öllu.  Nakin hljóp ég framm og öskraði dimmrödduð hvað í andskotanum væri í gangi hvort það væri allt að verða vitlaust.  Við það vakti ég Sóma, annan af tveimur fressköttunum mínum sem er með óeðlilega lítið hjarta og honum brá svo að hann stökk af skrifstofustólnum sem hann sefur yfirleitt í og uppá tölvuborð, niður fór tölvumúsin, 40 geisladiskar, pappírar og lyklaborðið hékk niður.  Þarna pirraðist ég enn meira og var ekki í andlegu ásigkomulagi að róa hann niður.  Inná baði voru morgunæfingar læðanna búnar að þróast inní sturtuklefann þar sem Ída og Mús voru búin að króa Kisuna af og vældu þær nú í árásahug á hvor aðra.  Nú var ég orðin verulega pirruð enda klukkan 5:27  og ég með púls eftir maraþon af taugaáfalli.  Ég þrammaði inná bað og ætlaði að segja þeim til syndanna en steig þá alveg óvart ofaná rófuna hans Emils sem öskraði sárt, við það hrekk ég við og stekk inná bað, renn á flísunum og enda með höfuðið ofaní óhreinatau körfuna.  Kisurnar í sturtunni hlaupa yfir mig og vanda sig að lenda á brjóstunum á mér og öll hersingin hleypur öskrandi út um kattalúguna sem sveiflast úr stað og hangir nú hálfbrotin í hurðinni.  Þarna viðurkenndi ég mig sigraða og haltraði í sjokki aftur uppí rúm.  Guðbjörg umlaði eitthvað og ég ákvað með sjálfri mér að kannski þyrfti ég að gefa köttunum mínum hlaupabretti til að fá útrás, eða playstation.  Ég ætla snemma að sofa í kvöld enda ósofin og finn fyrir mikilli streitu.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef lengi vorkennt þessum kattargreyjum,  það er ekki nóg með það að þær þurfa að búa í skókassa,  þá þurfa þær líka að deila honum með 2. mannverum.

Bjarnþór Harðarson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Hér eru nokkrar tillögur að djúpvitrum sálgreiningarskýringum á atferli Músar;

1. hún er afbrýðissöm Garún?

2. með tilvísun í Díu vinkonu varðandi Flosa minn, getur verið að hún sé að "live up to her name" s.s. mús sem setur allt á annan endann í mannheimum? Eða jafnvel að lýsa skoðun sinni á því að vera látin heita í höfuðið á erkióvinum sínum?

3. var þetta kannski martröð?

Halldóra Halldórsdóttir, 22.6.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Garún

Það gæti verið, Ég er alveg viss um að nr.1 er rétt. Ekki svo viss með nr.2 og svo sannarlega var þetta martröð...Guðbjörg reyndar heldur að það sé ég með vandamálið. Sem rennir bara stoðum undir kenningu mína að Guðbjörg er haldin Mótþróaþrjóskuröskun....

Garún, 22.6.2007 kl. 21:05

4 identicon

Þetta sé ég alveg fyrir mér, sit við tölvuskjáinn og reyni að pikka með annari því hin heldur um magann sem hristist óstjórnlega af hlátri og svei mér þá ef ég þegi ekki á morgun sökum mikilla mjólkursýruvirkni í kjálkavöðvunum.  Keep up the good work....mér þykir stórt og mikið

Willa (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Kettirnir mínir, Kodama og Shane gera þetta nokkrum sinnum á dag, að missa sig svona í geðveikum hlaupum og fara í leiksalgi og eru með brjálaðan hamagang. En þegar laptop sonar míns hafði farið í gólfið í eitt skipti og snúrunni úr dvd-spilaranum verið kippt úr sambandi, bókum úr heilli hillu verið rutt niður á gólf, ég sullað úr kaffibollanum mínum á sjálfa mig þegar Kodama hljóp fyrir lappirnar á mér og sturtuhengið komið í ræmur eftir æstar klær Shane, nú þá var gripið til aðgerða.

Leynivopnið mikla er vatns-sprautubrúsi, bara svona eins og maður notar til að úða á blóm. Og svo er bara að spreyja á kettina þegar þeir fara nálægt stöðum sem ekki má koma nálægt. Þetta svínvirkar og maður sjálfur fær góða útrás þegar hausinn á manni er að springa af ergelsi :)

Thelma Ásdísardóttir, 23.6.2007 kl. 10:58

6 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ps. ekki samt sprauta á tölvuna þína í æsingnum :)

Thelma Ásdísardóttir, 23.6.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband