23.6.2007 | 17:55
Grunaði ekki Gvend
Í bráðum aldar fjórðung hef ég sagt þetta við systkini mín. Mér hefur fundist þvílíkt gap vera á milli okkar vitsmunalega séð. Ég er afar þakklát þessum vísindamönnum sem lögðu útí þessa óeigingjörnu og þörfu vinnu. Á þessum síðustu og verstu tímum eru rannsóknir á við þessa nauðsynlegar fyrir andlegt atgervi okkar og þróun okkar sem vitsmunalíf í heiminum. Það minnir mig á þátt sem ég sá fyrir nokkru og var einmitt svona "gáfuþáttur" þetta var fjórði þátturinn í Star Trek Enterprise og þar var Vúlkani að tala við jarðarbúa sem var að rökræða við hann um tilfinningar, Vúlkaninn sem var greinilega elsta barnið í sinni fjölskyldu endaði umræðurnar með ákaflega hnitmiðaðri röksemdarfærslu. "just because you smile and like chicken, doesnt mean you have mastered your emotions".
Það er reyndar eitt í þessari grein sem að mínu mati dregur úr áræðanleika hennar og það er að rannsókn þessi var gerð á 250.000 norskum mönnum. Ég ætla að senda bréf til þessara vísindamanna og gefa þeim gsm númerið mitt, þeir geta séð þetta klárlega í minni fjölskyldu, þar sem gáfur og góð gen fóru öll í fyrsta barnið.
Ef þið trúið mér ekki þá eru hér nokkur dæmi um gáfumunstur.
Elsta barnið (ég). = Hef ekki gert neitt heimskulegt
Næst elsta (thelma) = Hélt einu sinni að það væri hópur vinnumanna að setja ljósasseríu á Esjuna, kom þá í ljós að það var upplýstur byggingakrani í forgrunni.
Næst yngsta (thórey) = á í erfiðleikum að setja inn athugasemdir hér inni á bloggið vegna þess að þá þarf hún að leggja saman.
Yngsta (William) = Trúði því fyrstu þrjú árin að ég væri forseti Íslands.
Ef þetta er klárlega ekki sönnun þá veit ég ekki hvað.
ATH. FRÉTTIN SEM UM RÆÐIR ER HÉR FYRIR NEÐAN....(Edda Bjö og Björk)
Elsta systkinið gáfaðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ég held það sé ekki nema von að við áttum þessi moment eins og þú segir sjálf þá ert ÞÚ eldri systir okkar! ;)
William (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 18:05
Ég er yngstur í mínum systkinahópi og langvitlausastur! Þetta gengur alveg upp.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2007 kl. 18:15
Hmmmmm...ég hef nú hingað til talið og tel ennþá að gáfurnar fari í það yngsta, eða var það í Genf? hehehe.....Knús í þitt hús
Bros, 24.6.2007 kl. 00:21
Alveg er ég að kaupa þessa niðurstöðu - enda elst í mínum litla hópi. Og ég sé ekki ástæðu til að systkini mín hafi aðrar skoðanir en ég á þessu né öðru. Af hverju ekki að nota þá forgjöf sem manni er færð á silfurfati? Ekki er um auðugan garð að gresja á öðrum vettvangi. Skondið að þeir rannsökuðu bara karla - eru kannski öll elstu börn í Noregi strákar?
Halldóra Halldórsdóttir, 24.6.2007 kl. 01:56
Elsku Garún mín, það að vera ógeðslega fljót að segja hátt og hratt rosalega mikið er ekki það sama og að vera gáfuð !
Þarf ég að minna þig á að báðar yngri systur þínar voru að klár fyrra árið í erfiðasta menntaskólanum á landinu ? ? ?
Bjarnþór (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 03:56
Þetta er bull og vitleysa ---
Rökin fyrir því að yngsta barnið sé best og greindast , eru sömu rök og bílaveksmiðjur framleiða bíla.
fyrst eru búin til nokkur prufueintök , en í lokin kemur hið fullkomna .
Og það eru þrjár ástæður fyrir því að Karlkynið er greindara en kvenkynið---
1. ástæða --- stærri heili
2.ástæða --- man meira
og hana nú !
Halldór Sigurðsson, 24.6.2007 kl. 13:19
Garún mín
Ég er blýföst hér austur í sveit að passa Róbert (ég var búin að senda hann í sveit til systur sinnar og hann var varla búinn að vera þar í hálfan mánuð þá þegar systirin pakkaði öllu í bílinn og fór sjálf í sumarfrí - og ég þurfti að truntast austur fyrir fjall til að passa mitt eigið barn - heldurðu að það sé frekja í systurinni!!). Nema hvað að ég bar alla hveitigrasbakkana og lífræna grænmetisgarðinn út í bíl og tók allar safavélarnar, grasvélarnar og blandarana með mér og var svo heppin að það var opið í Heilsuhúsinu á Selfossi svo ég gat kippt með mér Pintó baunum og handklæði sem ofið var úr lífrænni bómull - heldurðu að það sé heppni (þú veist auðvitað að maður verður kaunum sleginn ef maður þurrkar sér með venjulegu ólífrænu handklæði!). Nú er ég bara að bíða eftir að þú komir með Guðbjörgu í heimsókn hjartað mitt, svo ég geti boðið ykkur uppá graskerskæfu með avókadó mauki.
Edda Bjorgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:57
Æ elsku systir mín, ég ætla ekkert að vera að mótmæla einu né neinu !!!
þú hefur alltaf rétt fyrir þér !!! huhumm
Þórey "litla" systir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 09:36
Halló halló Gullinbrá....vantar blogg!
Bros, 27.6.2007 kl. 02:13
Þetta með gáfurnar, ég man ekki betur heldur en að sú elsta ( Garún) hafi ryksugað allt húsið hjá ömmu sinni í Skeiðó án þess að kveikja á ryksugunni, en vera má að þetta tengist á engan hátt gáfum
kv. Sigga
Sigga frænka ( ekki í Keflavík) (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 14:49
Some times its hard to be a woman .
Halldór Sigurðsson, 29.6.2007 kl. 22:19
Takk fyrir athugasemdirnar. Þetta með ryksuguna hafði ekkert með gáfur að gera, það hafði einhver lætt einhverri ólyfjan í drykkinn minn sem gerði dómgreind mína þennan umrædda dag slaka. Mig grunar sistkyni mín sem er ekki eins gáfuð og ég....
Garún, 1.7.2007 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.