Hvernig sér framtíð nútiðina?

Jæjja nú er ég búin að vera útí sveit í eina viku.  Komin aftur til siðmenningarinnar. 

Ég ætla að blogga ferðasögu mína hérna næstu daga. 

Einn daginn fórum við í byggðarsafnið á Skógum, ég Guðbjörg og litli gutti.  Litli Gutti er 6 ára og ég var alveg viss um að hann yrði fyrir menningarsjokki á safninu.  En nei, í tvo og hálfan tíma dróg hann okkur æstur á milli herbergja og útskýrði nánast alla hluti fyrir okkur.  T.d. Söðull var notaður af mönnum sem misst höfðu aðra löppina, straujárn frá aldamótunum var leikfangaskip fyrir krakkana í gamla daga og hlóðir voru lítil baðkör.  Ég hef aldrei skemmt mér eins mikið og þennan dag.   það sem vall uppúr barninu.  Hann vissi hvað hver einasti hlutur var.  Við vorum síðan orðnar þreyttar við stelpurnar og langaði að fara heim og drekka kaffi.  Nei, ekki að ræða það hjá litla gutta.  Hann vissi að það voru heilu húsin eftir að skoða, því á minjasafninu á skógum eru mörg hús innréttuð eins og í gamla daga.  Við dröttuðumst á eftir honum sárfættar meðan hann útskýrði fyrir okkur torfbæi og gaf okkur svona byrjenda námskeið í járnsmíði inní einni skemmunni.  Eftir nokkur hús ákváðum við að stoppa þessa leiðsögn og sögðum honum að húsin sem við höfðum enn ekki farið í væru ekki gömul og þar byggi fólk og við þyrftum að emaila þeim eða senda þeim sms ef við ætluðum að kíkja til þeirra.  Hann horfði á mig tortryggnum augum svo ég flýtti mér að múta honum með súkkulaði útí bíl.  Hver segir svo að æska landsins hafi engan áhuga á sögu forfeðra sinna.   En hvernig verður þetta árið 2055 þegar krakkar þess tíma spyrja ömmur sínar og afa hvernig lífið hafi verið í gamla daga.  Maður getur rétt ímyndað sér svörin.   Amma gamla situr afturí í einhverri geimskutlunni og segir frá:
“í gamla daga höfðum við bara playstation tölvur til að stytta okkur stundir og fullorðnir höfðu PC tölvur sem þeir gátu unnið á, þeir sem höfðu meira á milli handanna áttu þá yfirleitt vél er kölluð var macintosh og var svona heldri manna PC.  Þær áttu nú það samt til að bila oftar en PC.”
Börnin eru á þessum tímapunkti komin með skelfingarsvip yfir lífsgæðum áa sinna og þau yngri farin að gráta.  Amman heldur áfram og augnaráðið gefur til kynna að hún er horfin á vit æskuára sinna.  “þegar við vildum svo ná í einhvern, vorum við með tæki á stærð við lófann á okkur.  Það kallaðist farsími, í gamla daga ef maður vildi tala við einhvern valdi maður tölur frá einum uppí 9 og 0, sjö tölur og þurfti að ýta á þartilgerða takka framan á tækinu til að velja tölurnar.  Síðan þegar það var búið valdi maður annan takka sem á var iðulega mynd af grænu símtóli sem er enn eldri uppfinning og orðin var úrelt í mínum barnsdómi.  Síðan beið maður og setti tækið upp við eyrað á sér og hlustaði á tón, DÚ þögn DÚ alveg þangað til manneskjan sem átti númerið svaraði, þá gat maður fyrst talað við hana.”. 
Nú sussa foreldrarnir á ömmu gömlu og biðja hana um að tala varlega í kringum þau yngstu.  “nú jæjja” hnussar þá amma en heldur áfram “í gamla daga voru notuð orð eins og mega, fucking cool, og whatzz up í öðru hverju orði og talaði maður varla saman nema að koma þessum orðum inní setningu”.  

Svona gæti þetta orðið, og kannski á minjasafninu í Skógum verða allir þeir hlutir sem þú átt núna til sýnis og fólk í framtíðinni mun ganga í lotningu framhjá mununum snortin af einfaldleika fortíðarinnar.  Hver veit.

En ég hef ákveðið að hætta í kvikmyndagerð og gerast umboðsmaður leiðsögubarnins.  Þeir sem hafa áhuga á skoða söfn með honum vinsamlegast hafið samband.  Hann verður með kynningarferð í þjóðminjasafninu, fatadeild næstkomandi þriðjudag kl.14:00.  Ótrúleg skemmtun og ég lofa að þið hafið ekki áttað ykkur hingað til á öðrum funksjónum hinna ýmsu hluta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

takk fyrir ferðasöguna - endilega meira!

Halldóra Halldórsdóttir, 1.7.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Bjarnþór Harðarson

Hver veit nema gaurinn hafi stundum rétt fyrir sér ???

Bjarnþór Harðarson, 1.7.2007 kl. 23:43

3 identicon

Blessuð og sæl gamla mín !

Takk fyrir síðast blaksundlaugardrottning haha.

Já það var úti í Portugal í garðinum hjá Kát hressa aha.

Hann bíður enn eftir þér

Langaði að KASTA á þig kveðju .(er þetta ekki hestamál ?)

Kveðja Anna Helga

ps. Hulda biður örugglega að heilsa

Anna Helga (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 01:56

4 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

hmm.. er ekki búnað ferðast neitt hehe.. en kast samt kveðju.. gott að vita að aðrir eru að flakka um ÍSLENSKAR slóðir ;)

Hommalega Kvennagullið, 6.7.2007 kl. 13:55

5 Smámynd: Garún

Gaman að heyra í ykkur Anna og Hulda....Eruð þið að bögga Kát alveg á fullu?

Garún, 6.7.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband