16.7.2007 | 11:40
Hefnd svefnpokans. 1 þáttur.
Takið nú lagið "hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri" og syngið textann með hér að neðan!
"Hver fer í hestaferð og dettur svo úr koju? Garún litli klaufi - Garún litli klaufi"
Einmitt, ég fór í 6 daga hestaferð í Borgafjörðinn á föstudaginn síðasta. Fyrsta kvöldið var æðislegt, frábært veður, frábærir félagar og herra Obbobobb lék á hvern sinn fingur. Síðan fór ég að sofa, sem ég hef gert oft áður nema í þetta sinn var ég í glænýjum svefnpoka, sem Guðbjörg keypti í Borganesi. Ég hef alltaf haldið því framm að maður eigi að kaupa svefnpoka nálægt lögheimili sínu, annars gerast slæmir hlutir. En jæjja, í efri kojuna fór ég og tróð mér í svefnpokann og sofnaði. Klukkutíma seinna virðist líkami minn hafa farið óbeðinn í slagsmál við svefnpokann, enda góðu vanur og þolir ekki þegar þrengt er að sér. Frammúr kojunni skutlaðist ég og lenti með andlitið á undan. Lá þar síðan hálfrotuð og vönkuð. Hægri hendin bögglaðist undir mér og ég er núna með stærðarinnar gips sem gerir áslátt á lyklaborð tölvunnar næstum ómögulegan. Ég hélt samt áfram að sofa og næsta dag, fékk ég aðstoð við að setja hnakk á krissu hryssu og tók Nótt til reiðar. í 30 km hestaferð fór ég samt og reið með vinstri þar sem mér var ákaflega illt í hægri. Um þrjú leytið var mér farið að sundla og orðið frekar flökurt og Obbobbobb vissi að það var eitthvað að því ekki þáði ég bjórinn. Guðbjörg kom um kvöldið og keyrði mig heim. Þannig að fyrsta hestaferð mín þetta sumarið var einn dagur í Borgarfirði og hálfur dagur uppá slysó, með heilahristing og bátsbeinið brotið. En jæjja gleymum því og syngjum saman. Munið notið lagið Bjössi á mjólkurbílnum.
Hver fer í svefnpoka og tekur síðan stökkið, Garún litli klaufi, Garún litli klaufi.
Hver sefur beislislaus og dettur svo af baki, Garún litli klaufi, Garún litli klaufi.
Jæjja endilega komið með aðrar ljóðlínur svo ég geti sungið þetta fyrir síðasta kvöldið í hestaferðinni.
Kveðja Garún handleggsbrotna. p.s Það var mjög erfitt að skrifa þetta blogg. Gips er ekki góður lyklaborðsaðstoðarmaður.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207169
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Þú átt sko alla mína samúð Gullinbrá, láttu þér nú batna. (fyrirgefðu leirburðin hér fyrir neðan en auðvitað varð ég að böggla einhverju saman)
Í kojugreyjið hallar sér skjótt,
og draumlandið finnur undurfljótt.
En pokinn þrengir, ekki er það gott,
og reynist vera með örlítið plott.
Og út á gólfið sendist hún næst,
og liggur þar kyrr, ja jesus minn kræst!
En aftur á bak, hún gefst ekki upp á því.
Hún Gullin kann á bíl og véla tökin
en gengur verr með svefnpokann og lökin.
Svo er hérna ein mynd af Rokkaranum okkar.
Bros, 16.7.2007 kl. 14:04
Má ég kvitta á " gipsið " ?
Halldór Sigurðsson, 16.7.2007 kl. 22:17
Hæ hæ, ég er búin að klukka þig :) Þú kíkir á mína síðu til að sjá hvað á að gera
Thelma Ásdísardóttir, 17.7.2007 kl. 17:43
Æææ, þetta er agalegt.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.7.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.