1.8.2007 | 11:12
Móðursjúk og Prone to Pain
Ég er óheppin í samskiptum við lækna það er alveg á hreinu. Fyrir tveim árum ákvað ég að fara til læknis vegna stöðugra verkja í ökklunum. Á morgnanna þegar ég vaknaði voru ökklarnir svo stirðir að ég labbaði helst til ófreskjulega inná bað, og það var ákaflega gaman að fylgjast með mér klæða mig í sokka. Svona var þetta líka á kvöldin nema þá var hjartsláttur og stingir sem lífguðu upp á kvöldvökurnar. En jæjja ég ákvað að yfirvinna fóbíu mína gagnvart læknum og pantaði tíma hjá bæklunarsérfræðingi. Mig grunaði að þetta gæti verið vegna þess að sem barn missteig ég mig mjög reglulega og síðan sem unglingur spilaði ég fótbolta. Hélt að kannski mætti kíkja aðeins á liðböndin á mér. Jæjja fyrir það fyrsta þá fékk ég tíma eftir 6 vikur. Ég fór niðrá Borgarspítalann of fékk afhendar allar röntgenmyndir af löppunum á mér frá upphafi og hafði samband við mömmu sem á fullt af venjulegum myndum af mér sem barn í teygjusokkum. þegar ég komst síðan að hjá lækninum var ég í góðu andlegu jafnvægi og svolítið spennt yfir að bráðum myndi ég kannski fá bót meina minna. Þegar ég kom inn til læknisins, tek ég þétt í höndina á honum sest og segi að hann verði að vera góður við mig, ég hef það nefnilega alltaf á tilfinningunni að læknar trúi mér ekki. Þetta segi ég góðlátlega og brosandi. Hann brosir líka og biður mig að segja sér hvað ami að. Ég segi honum það og að þetta hafi verið viðvarandi verkir lengi. Ég beinlínis sá á andliti læknisins á meðan á frásögninni stóð hvernig áhuginn dvínaði og hvernig hann hafði laumulega vonað að ég væri meira bækluð, með kannski auka hendi eða eitthvað. Þegar ég var búin segir hann fýlulega "úr buxunum og stattu upp við vegg". Mér fannst þetta svolítið skrítið, var búin að segja honum að þetta væru ökklarnir sko en ekki mjaðmirnar, en var samt svo til í að fá þetta lagað að ég hlýddi. Á nærbuxunum stóð ég og snéri útí horn meðan hann sat við skrifborðið og leit á mig. 5 sekúndur "hva, það er ekkert að þér". Sagði hann og byrjaði að skrifa ólæsilega skrift á skrifblokkina sína. Ég var svo hissa af þessari snjöllu greiningu að ég klæddi mig ekki einu sinni heldur lét mig detta í stólinn á blómanærbuxunum mínum. "ha, hvað meinarðu ætlar þú ekki að skoða mig?" segi ég vitandi að ég er að fara að borga 4500 krónur fyrir þetta sérfræðimat. Þá leit hann á mig andvarpaði og hallaði sér aftur í stólnum. "sko. Guðrún mín, ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta en sumir eru svona Pain Prone, eru alltaf með verki skilurðu?. Ég starði og fann hvernig greindarvísitala mín lækkaði um 100 stig "ha Pain Prone" endurtók ég líflaus í andliti. "já stundum þarf maður bara að tala við einhvern. Hvernig eru heimilisaðstæður þínar" sagði hann og nú var komin fallegur samúðarsvipur á manninn. Hvað meinaði maðurinn, heimilisaðstæður? Var hann að gefa í skyn að heima hjá mér væri ég með möl sem gólfefni og væri alltaf að misstíga mig? Aftur vegna lækkandi greindarvísitölu svaraði ég gáfulega "ha?" . Þetta fannst honum ekki gaman, stóð upp og rétti mér buxurnar mínar. "veistu að stundum hefur andleg líðan okkar áhrif á líkamlega heilsu okkar". Ég fór að hugsa. Einmitt best að panta tíma hjá sálfræðingi, ég sé alveg fyrir mér fyrsta tímann. "sæl Guðrún ég heiti Sigurður og er sálfræðingur hvað amar að þér ?" Ég mun brosa og segja "já sæll Sigurður, ég heiti Guðrún og er alveg að drepast í hælunum". Hann mun væntanlega svara "ha nú, ættirðu þá ekki að fara til læknis?" "jú það er góð hugmynd" Mun ég segja og standa upp og fara. En ég klæddi mig í buxurnar, tók röntgenmyndirnar sem hann hafði ekki einu sinni kíkt á og fór. Hann klappaði mér hughreystandi á bakið við dyrnar og kallaði á næsta sjúkling. Ég gekk beint framhjá konunni í afgreiðslunni sem ætlaði að fara að rukka mig, hún kallaði á eftir mér "halló fyrirgefðu" og ég svaraði henni "já ég fyrirgef" og hélt áfram útí bíl. Mér leið eins og ég hefði í upphafi samtalsins við lækninn sagt "heyrðu já þú þarft ekkert að vera góður við mig, mér finnst gaman þegar læknar gera lítið úr líðan minni og mér finnst ánægjulegt að vera niðurlægð á nærbuxunum svona fyrir hádegi á miðvikudögum.
p.s Ég er enn að drepast í fótunum, en frekar lími ég sófaborðið við hausinn á mér heldur en að segja lækni frá því.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207169
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Já það má með sanni segja að sumir læknar geta verið fífl í mannlegum samskiptum. Það kæmi mér ekki á óvart ef önnur hver kona gæti komið með dæmi um það.
Annars er ég viss um að sófaborðið okkar færi mjög vel við þinn vöxt.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:58
Ég hef verið doldið í að líma á mig sófaborð (bæði á höfuð og mjaðmir) það er ofmetin lífsreynsla. Hjónarúmin eru hinsvegar skemmtileg.
Dæmisaga: Bjó í Svíþjóð og eignaðist mína þriðju dóttur. Mánuði seinna til læknis vegna verkja í baki eftir fæðingu. Læknir (kona frá Balkan): Varstu að eignast dóttur nr. 3?
Ég: Já bakið er að trufla mig síðan.
Læknisfíbbl: Já, já bakið, bakið (kuldaleg). VARÐ MAÐURINN ÞINN FYRIR MIKLUM VONBRIGÐUM YFIR AÐ STRÁKURINN KOM EKKI? (svaka áhugasöm í röddinni)
Ég: Mér er illt í bakinu, ekki í kyni barnsins míns.
FÍBBLHELVÍTIÐ: Já, já (svaka þreytt á mér). Taktu þessar Valiumpillur og vertu snögg að verða ófrísk aftur.
Ég: What (eða VADDÅ???). Mér er illt í bakinu konuf....
ANDSKOTANSLÆKNISHELVÍTISFÍBBLIÐ: Greinileg yfirfærsla vegna vonbrigða með kyn barns.
Hedjå og hvíl í fríð þú kjéddlingar you know what.
Nú eiga reynslusögurnar eftir að streyma í kommentakerfið þitt. Muhahahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 12:48
Ógeðslega fyndið Jenný.....Ég bilaðist. EN þetta er bara alveg satt. Þegar ég fór í göngugreiningu útaf innleggjum. Þá sagði maðurinn sem var að mæla mig með einhverju tæki sem líktist sirkli. "hm já hægri löppin er 3 mm styttri" og síðan mældi hann hina löppina og sagði "já þessi er líka styttri". Ég sat þarna lengi og pældi í því hvernig báðar lappirnar á mér geta verið styttri og þá styttri en hvað. Ég veit ég er lítil en er ekki til betra leið að segja mér það?
Garún, 1.8.2007 kl. 12:59
Ég hef hvorki fengið verki í ökkla vegna ömurlegra heimilisaðstæðna, né verki í bak vegna rangs kyns barns.
En hér er mín reynslusaga: Ég fór til læknis vegna mikilla verkja í öxlum. Vissulega hafði ég lengi glímt við verulega vöðvabólgu, en þetta tók út yfir allan þjófabálk. Ég var dofin fram í fingurgóma og farin að missa hluti af engu tilefni. Þetta sagði ég lækninum, sem spurði: "Hefurðu prófað að fara í heita sturtu?"
Ég skipti um lækni.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.8.2007 kl. 13:00
Stelpur það er ekki tilviljun að læknar skrifa út mikið meira af róandi lyfjum til kvenna. Margsannað með rannsóknum. Þeir hafa tilhneigingu til að taka kvötunum okkar sem "yfirfærslum" og gefa sér að okkur vanti athygli. Því fáum við "Valla víking" eða eitthvað slíkt í pilluformi. Á karla er fremur hlustað, kvartanir þeirra teknar alvarlega og þeir sendir í rannsóknir. Ævondervæ?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 13:10
Ég á ekki svona vonda reynslusögu - sennilega vegna þess að ég fer helst ekki til lækna. Garún hefurðu farið til hómópata? Þeir hafa allt aðra nálgun við manneskjuna og þ.a.l. allt aðra framkomu. Vestrænir læknar virðast stunda vélaviðgerðir en ekki lækningar.
Halldóra Halldórsdóttir, 1.8.2007 kl. 13:11
Já Dóra það er það sem tengdamamma sagði. Fólk leytar frekar til óhefðbundna lækninga þar sem talað er við það eins og það séu vitibornar verur.
Jenný þetta er alveg satt hjá þér. Það hljóta að vera löngu úreltar skólabækurnar í læknaskólanum sem eiga að kenna mannleg samskipti. Alla veganna er þessi Jane Austin hegðun ótrúleg við konur.
Garún, 1.8.2007 kl. 17:11
Alveg kannast ég við svona, alltaf að drepast í öklunum,,, og kom í ljós löngu seinna að ég er með of slök liðbönd báðum megin, og þess vegna ef ég misstíg mig eða eitthvað bara rétt aðeins að þá er það mjög lengi að jafna sig, og gæti þurft að fara í aðgerð,,,,, en fyrst var þetta alltaf bara dæmt sem vaxtarverkir af því að ég fór að finan fyrir þessu þegar ég var lítil... og manni sagt að nudda lappirnar og einmitt að fara í heitt bað ..... ætli það sé spez kúrsar í læknaskólanum um svona ... heitt bað 103 ???
Ingveldur Theodórsdóttir, 1.8.2007 kl. 18:28
Það er því miður ekki tekið mikið mark á konunni minni þegar að hún fer til læknis ,og hún Inga mín vælir ekki nú ekki út af engu, nema að ég fari með henni. Mér sýnist að allt sem að hrjái konur sé ýmist ímyndunarveiki eða móðursýki, nema kallinn komi með og sitji grimmur á stól. Skrýtið.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:01
Ekki gagnrýna lækna - þeir gætu lesið þetta - og breytt lyfjagjöfinni .
Halldór Sigurðsson, 1.8.2007 kl. 22:43
Þar sem að Brosið er ávallt ofur jákvætt og trúir ekki neinu illu á samferðamenn sína, þá vill Brosið benda á að þú mátt nú teljast heppin að hafa fengið 2 fyrir 1 þarna ekki allir sem fá sálfræðiþjónustu þegar þeir fara til bæklunarlæknis og er Brosið ein af þeim óheppnu. Annars er Brosið farið að spá í að fara svona í "do it your self" ef Brosið finnur til, því ef að svo óskemmtilega (ath nota bara jákvæðu orðin) vill til að Brosið þarf að fara til læknis, Brosið sest við símann, segjum í dag 1. ágúst, og hringir...Heilsugæslan í Trékyllisvík góðan dag, er svarað, Brosið býður að sjálfsögðu góðan dag og segir síðan: ég ætlaði að panta tíma hjá Jóni Jónssyni, þá er svarað, já ég á tíma hjá honum 14. september kl 15.10, halló ég er með kvef og vil losna við það NÚNA, ja því miður hann er bara við 3 daga viku milli 14 og 16 ........Brosið þakkar fyrir leggur á og fær sér beiskan, benelin, slurk af Angeliku og kaupir síðan eyrnatappa og róandi fyrir aðra meðlimi sem þjást ekki síður en Brosið af sífelldum hóstaköstum, nefrennsli og hnerrum.
Annars má nú líka benda á að þessi grey (læknar) þurfa jú að fá tækifæri til að sýna hvað þeir lærðu áður enn þeir völdu sér að verða t.d. bæklunarlæknar. Muna svo að BROSA
Bros, 1.8.2007 kl. 23:21
Valgeir þú ert karlmaður!! Það er að gera sig svolítið öðruvísi í mörgum tilfellum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 01:01
Garún þú átt ekkert að vera hlusta á þessa krukkara, það eina sem þessir lúðar vita um konur er skrifað á latínu.
Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 15:32
Ég hef ekki kíkt á bloggið í rosalega langan tíma og asnaðist til að opna bloggið þitt í miðjum tíma hjá prófessor Nirði um Stofnanakenningar og fékk slíkt hláturskast að ég var rekin út úr tíma - allt þér að kenna!
Sakna þín svakalega.
Ég bendi þér á að fara næst til S... húð og hitt læknisins sem var alltaf búinn að fá sér dáldið viský áður en hann tók á móti sjúklingum! Hann rak þá umsvifalaust út ef þeir vildu ekki þiggja smá snafs hjá honum. Þeir sem þáðu dropann sátu lengi hjá honuim og fengu að heyra fullt af sögum frá "dýraspítulunum" eins og hann kallaði íslensku sjúkrahúsin.
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 3.8.2007 kl. 13:15
stolt af þér að hafa gengið út án þess að borga . held að mér hefði ekki dottið það í hug.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 12:15
Þetta stemmir allt saman Dúa. Kannski vilja allir læknar vera svona laumusálfræðingar en fóru ekki í það vegna þess að þeir fá meiri peninga fyrir að vera venjulegir læknar. EN mér finnst þetta óþolandi hegðun og ég lofa því að næst þegar ég þarf að fara til læknis þá ætla ég að taka 2 vinkonur mínar með mér, Guðbjörgu og mömmu. Við skulum þá athuga hvort ég fæ sálfræði stress tryllirinn yfir mig.
Garún, 5.8.2007 kl. 20:00
LOL þessi færsla bjargaði kvöldinu fyrir mér, ég er búin að vera i krampakasti. Þykir leitt að hlæja svona að læknaóförum þínum en frásögnin var bara svo skemmtileg.
Það eru ekki allir læknar svona. þú getur óhikað pantað tíma hjá öðrum þar sem þú varst svo brave að borga ekki þessum. Ótrúlega gott hjá þér, maður á ekki að láta bjóða sér svona vitleysu.
Elín Arnar, 6.8.2007 kl. 01:33
ooo svona doktorar eru svo glataðir, nenni ekki að pikka inn söguna mína af þeim sem ég lenti á í fyrra. Hef ekki farið í neinn nema undirvagnsdoktorinn síðan en það er ok, ég þekki þann snilling og hann kann sitt fag.
snilld hjá þér að borga ekki !
Ragnheiður , 6.8.2007 kl. 18:20
En kæra hross! Ég vil endilega heyra söguna þína. Er að spá í að safna sögum og senda landlæknis embættinu skýrslu.
Skýrslan mun heita : Sumar konur eru ekki móðursjúkar! Þær eru það allar!
Garún, 6.8.2007 kl. 18:42
Það er reyndar góð hugmynd að koma þessum reynslusögum til landlæknis - allt of sjaldgæft að konur láti í sér heyra. Ekkert breytist nema við breytum því!
Halldóra Halldórsdóttir, 7.8.2007 kl. 01:19
Gvöð! En brillíant hugmynd. Ég er viss um að svona bók gæti innihaldið allt sem góða bók einkennir: Húmor, baráttu og sigra, hið góða (við konurnar, réttsýnar og defenders of all good) og hið illa ( heimskir læknar/kerfisbjúrókratar) Og svo upprisa, uppreisn og sigur.
Tilfinningalegur rússibani væri orðið.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:40
Blessuð!
Var í mónitor - ekki svo mkið sem einn samdráttur þennan hálftíma í ritanum, þ.a. 10. virðist ekki vera málið
Kannski maður fái gamlan Willis með biluðum dempurum lánaðan á eftir og sjáum hvort 11. sé málið?
Nexa, 10.8.2007 kl. 18:08
jeminn... er ekki frá því að ég þekki þennan lækni! vona allavega að það séu ekki til mörg eintök af svona fyrirbærum...
Takk fyrir hamingjuóskirnar í gær, góður punktur með að kaupa dýra hluti eftir fyllerý, nokkuð til í því .
Kv. D
PS. sé á síðasta kommenti er einhver að bíða eftir að koma með kríli í heiminn, ég mæli með góðri sneið (jafnvel tveimur) af marengstertu og gott kaffi með. Ef það kemur krílinu ekki í stuð þá má allavega njóta þess að hafa það huggulegt meðan maður bíður eftir því . En grínlaust þá virkar þetta!
Dagmar, 11.8.2007 kl. 11:11
Garún arg senda annað mail. Er að tryllast hérna kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 22:01
Hæ Garún. Það er alltaf stórskemmtilegt að lesa bloggið þitt, þessi komment á lækna eiga fyllilega rett á sér. Ég þekki eina konu sem hefur stundum þurft á þeim að halda en það er eins og við manninn mælt að það kemur alltaf einhver undarlegheit upp úr þeim sem skýring á ástandinu.
Ágústa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 16:22
Garún mín, bókarhugmyndin er góð.
Lífssnilli er að sitja ekki heima við eldhúsborð og vola yfir ómögulegum hlutum, heldur einhenda sér í að breyta þeim!
Ekki gott ef heilbrigðiskerfið er of upptekið af bílaverkstæðishugsunarhætti. Þarf að benda á og breyta...........
Guðrún
Álfhóll, 13.8.2007 kl. 14:24
Hvenær á að skrifa nýtt blogg???
Ég er búin að bíða og bíða...
koma so: nýtt blogg, nýtt blogg, nýtt blogg
annars segi ég öllum frá að þú kallir blogg, blögg!
Stuðbjörg (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.