16.8.2007 | 23:16
Hætt að reykja
Fyrir rúmri viku síðan sagði ég skilið við gamla vinkonu, sígarettuna. Ég hef gengið í gegnum margt með þessari vinkonu minni við erum jú búnar að vera saman síðan ég var fjórtán ára. Hún var með mér þegar ég missti meydóminn, byrjaði að drekka, tók bílprófið, gifti mig, og allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur síðustu sautján ár. Reyndar svona síðustu tvö ár hef ég fundist hún vera orðin svolítið uppáþrengjandi og stjórnsöm en það var ekki fyrr en núna sem ég þorði að horfa í augun á henni og segja henni sannleikann, "þessu sambandi er lokið".
Fyrstu dagana eftir að ég hætti fór ég í gegnum allt litróf tilfinninga minna, ég var reið við sjálfan mig fyrir að hafa hætt, stolt af mér fyrir agann, leið af söknuði, tóm og einmanna, glöð og frjáls, brjáluð og ofbeldisfull, róleg og sátt. Síðan rólega jafnaðist þetta og nú líður mér eins og að línan sem ég hef gengið á undan farna daga er orðin kyrr, sveiflast ekki lengur og reynir á jafnvægi mitt.
Það er nefnilega ekkert mál að hætta að reykja ef maður umgengst ekki annað fólk punktur! Þið vitið hvernig það er ef að þið segið einhverjum að þið séuð nú alveg í spreng, þá fáið þið til baka "ó ok, ekki hugsa um læk, eða foss eða rennandi vatn"! Fólk er nefnilega svo hjálplegt stundum að það hjálpar bara alls ekkert til. Sama með reykingarnar, t.d í dag ég var aldrei að hugsa um að reykja, en reglulega kom fólk til mín með samúðarsvip og spurði "hvernig gengur að hætta að reykja" og ég auðvitað fór að langa í sígarettu, því ég vorkenndi mér svo mikið. Síðan leið smá stund og aftur gleymdi ég mér og var bara að hugsa um eitthvað annað, þá kom annar, tók um axlirnar á mér og horfði djúpt í augun á mér "langar þér svakalega í sígarettu?" spurði hann og horfði rannsakandi á mig. Svona gekk allur dagurinn og dagurinn í gær fyrir sig. Ég er gangandi tímasprengja samkvæmt öllum í kringum mig, og það er komið framm við mig eins og ég sé fárveikur skaphundur sem má ekki trufla. Heimilisfólkið hvíslast á göngunum og læðist framhjá hurðinni minni og passar að ekkert raski ró minni, meðan ég losna við sígarettuvinkonu mína. Mér finnst þetta óþægilegt, allan daginn er ég stöðugt minnt á vinkonu mína og það gerir mér erfiðara fyrir að gleyma henni. Mitt ráð til þeirra sem ætla að hætta að reykja er að hætta í kyrrþey og láta engan vita ALDREI.
Næsta blogg verður ekki svona leiðinlegt, þið verðið bara að afsaka mig ég á nefnilega svo helvíti bágt.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Kannast við þetta...samt gengur mér svaka vel núna og er búin að vera hætt svipað lengi og þú og finnst þessar athugasemdir bara í fínasta lagi eins og er....ég man samt svo vel þegar ég hætti að drekka fyrir rúmum 4 árum og var búin að vera edrú í 4 mán þegar ég fór á bar að hitta gömul bekkjasystkin og allir földu bjórinn á bakvið sig þegar ég labbaði að borðunum hjá þeim....soldið fyndið Gangi þér áfram vel og farðu í time out frá pirrandi fólki á meðan þér líður svona
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 16.8.2007 kl. 23:31
Til hamingju með ákvörðunina. Það er hún sem skiptir máli.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 00:41
Góð Garún! Way to go. Þetta erfiðasta tekur fljótt af. Varaðu þig aðeins á blúsinum sem getur fylgt.
Halldóra Halldórsdóttir, 17.8.2007 kl. 01:47
Innilega til hamingju með þessa ákvörðun!
p.s. ég þekki þig ekki persónulega en hef fylgst með blogginu þínu þar sem þú skrifar svo skemmtilega :) Svo þekki ég reyndar konuna þína, við vorum saman í grunnskóla :)
Sigrún, 17.8.2007 kl. 09:31
Frábær Garún.
Það fylgir því svo mikil sigurtilfinning að losna við reykingarnar. Hef gert það mörgum sinnum, en er endanlega hætt. Það losnar orka sem hægt er að nota í svo margt annað. Til hamingju.
Vinkona þín
Álfhóll, 17.8.2007 kl. 10:33
Til lukku Gullin, frábært hjá þér, ég er líka farin að hugsa um að slíta sambandi mínu við naglana, hugsa til þín, knús og kossar í Kópavoginn
Bros, 17.8.2007 kl. 11:06
Elsku kellan mín, flott hjá þér. Um að gera að brosa blítt og nikka kolli til þessar samúðarfullu vina og segja gallvösk þetta er ekkert mál skil bara ekkert í mér að vera ekki lögnu hætt. Svona tók ég á þessu og er búin að vera hætt frá því okt 2005. Gangi þér allt í haginn. kv. Sigga frænka úr ( gott að búa í XXXXXXXX )
PS. Þú mátt allveg bjalla í mig ef þú vilt öskra, garga og þá skal ég fara með þér í Pollýönnu leiki, hann klikkar aldrei.
SEM (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:53
Takk allir. Já Dóra það er rétt það er svolítill blús sem fylgir þessu, en gengur það ekki bara yfir? Takk Sigrún ég skila til Guðbjargar kveðju. Sigga ég hringi á eftir, þarf á smá pollýönnu að halda.
Garún, 17.8.2007 kl. 16:16
Jú - blúsinn gengur yfir en gefðu því tíma. Maður er ekki alveg sama manneskjan og áður, það breytast margir vanar og margskonar hegðun þegar fíknin er að baki. En ef maður veit þetta þá er maður eins og sagt er "forwarned is forarmed".
Halldóra Halldórsdóttir, 17.8.2007 kl. 17:48
Þú ert duglegust! ég hef sem betur fer aldrei byrjað á þessu en miðað við hvað mér gengur illa að hætta að borða nammi þá væri ég mesti fíkill ever...
Kv. D
Dagmar, 17.8.2007 kl. 19:16
mér finnst þetta alveg skelfilega heimskulegt hjá þér verð bara að segja það,
þú veist að eftir örfá ár eða bara örfáa mánuði þá verða vísindin búin að redda þessu,
þ.e.a.s. maður getur reykt án þess að bíða skaða.
sígarettureykurinn verður jafnvel hollur, fullur af C 0g D vítamínum, og svo getur maður fengið sérstakar megrunar rettur eða "Smoke´n Burn" og síðast en ekki síst verða rettur fyrir athma-veika, eða "Ventolin-ziggies"
Bjarnþór Harðarson, 19.8.2007 kl. 14:16
Til hamingju með ákvörðunina. Ég hef fulla trú á að þetta takist hjá þér og "vinkonan" komi ekkert aftur.
Nexa, 21.8.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.