James Bond og félagar

Ég horfði um daginn á Casino Royal og fannst myndin bara nokkuð góð, svona alltí lagi Bond.  En það er eitt atriði í myndinni sem er að gera mig brjálaða.  En til þess að skilja hvað er að gera mig brjálaða skulum við fara í smá ímyndunarleik.  Segjum sem svo að ég og þú og þrír aðrir erum að vinna hjá MI 6 í London , það er bara venjulegur mánudagur og við eigum að skipuleggja og byggja James Bond bilinn, við erum ekkert svona njósnarar við erum bara fólk í vinnunni, á allt í lagi launum og svona og tökum subwayið heim eða á pöbbinn eftir vinnu..  Ok við sitjum við fundarborð og erum að tala saman, þetta er svona brainstorm fundur.  Þú segir "ok ok það verður að vera eldflaugar að framan! svona hitasæknar" Annar segir  "alltí lagi, en það tekur pláss.  Hvað með bara þessi venjulegu staðsetningartæki og raddþekkjara?".  Ok  þinn er sammála þessu en þú bætir við að það sé nauðsynlegt að það sé hægt að stýra bílnum með svona fjarstýringu, svo Bond geti lagst niður og keyrt ef það er verið að skjóta á hann.  Allan tímann þegi ég og hlusta á ykkur, síðan rétti ég upp hendina og segi...." öö en þarna heyrðu, mér finnst að það ætti að vera hjartahnoðtæki í hanskahólfinu!".  Þögn.   Þið horfðið á mig eins og ég sé fáviti, þú sýnir mér smá þolinmæði vegna þess að það er nýbúið að færa mig úr bókhaldinu yfir í hugmyndavinnudeildina og því segir þú "Já en James Bond er leigumorðingi, þú veist með licence to kill og what not, til hvers ætti hann að vera með hjartahnoðtæki í hanska hólfinu.?"  Ég svara, nú orðin óörugg og rauð í framan.  "æi bara, ef hann skildi einhvern tímann fá hjartastopp þegar hann er að keyra bílinn og svona, ég meina maður veit aldrei"  

Það er einmitt þetta sem pirrar mig geðveikt við myndina og næstum því eyðileggur hana fyrir mér og hversu mikið sem ég hugsa um þetta þá finn ég ekki réttlætingu að hafa hjartahnoð tæki í hanskahólfinu.  En ég er náttúrulega bara treg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bros

Ég sé þetta fyrir mér, hann æpandi: hleð í 300 - FRÁ. Og þetta með að þú sért treg, held að það sé einmitt þvert á móti, kollurinn á þér hugsar svo hratt að hann rýkur alltaf yfir þann kafla þar sem þú ættir að finna réttlætingu þess að vera með réttar græjur í hanskahólfinu.  Mér hefði nú satt að segja brugðið meira ef hann hefði verið með, segjum, græjur til ristilmyndatöku!

Bros, 22.8.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Garún

hahaha Bros það er alveg rétt, í næstu mynd verður hann með ristilmyndavél í hanskahólfinu, þvaglegg undir sætinu og hitakassa fyrir ungabörn í skottinu...  hahahaha

Garún, 22.8.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ráðlegg þér að lesa "The Catcher In The Rye" en þar finnur þú andlegan tvíbura þinn (lestu hana þá aftur addna, ef þú ert þegar búin að því).  Annars hló ég eins og "fíbbl" við lesturinn.

Enn reyklaus?  Audda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 01:32

4 Smámynd: Garún

Hef ekki lesið hana, eftir hvern er hún.  Kaupi hana strax í dag.  jamm enn reyklaus.  Auðveldara en ég hélt.  Fyrstu 3 erfiðir síðan ekkert mál.  (og er ekki bara að segja það afþví að ég er hætt).  

Garún, 23.8.2007 kl. 08:18

5 identicon

Bondinn okkar kæri er þrátt fyrir hraustlegt útlit bara orðinn það gamall að hjartastuðtæki er óhjákvæmilega staðalbúnaður í öllum hans farartækjum.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 10:25

6 Smámynd: Dagmar

Hahahaha, þetta er snilldarpæling (og ég hló sko líka eins of fíbbl)! Ég ætlaði reyndar að koma með einhverja snilldarskýringu á þessu en komment númer 6 segir svosem allt sem segja þarf  ...

D

Dagmar, 23.8.2007 kl. 11:16

7 identicon

Ég mæli með því að þú horfir á Die Another Day, þar kemur fram að hjartastuðtæki hefur ekki meiri áhrif á Bond heldur en góður hnerri.  (Svo er Halle Berry líka í myndinni, hún er bara hot).

Bondinn étur sprengitöflur uppleystar í Red Bull í morgunmat.  Ódrepandi.

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:25

8 identicon

Hvað er að sprengitölum á morgnana?  auka þær ekki brensluna?  Hvernig helduru að svona gamall maður haldi sér í formi annars.

Ég stefni á bond-diet ef plan-A brestur...

Guðbjörg (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 15:08

9 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Í fyrsta lagi ,þá starfar Herra Bond hjá MI5,og í öðru lagi ,þá er Herra Bond Ekki leigumorðingi,heldur þjónar hann hjá Drottningunni og Englandi.
Og hann hefur leyfi til að drepa ( 00 )
Hann er ekki hjúkrunarfræðngur !

Halldór Sigurðsson, 23.8.2007 kl. 20:12

10 Smámynd: Bjarnþór Harðarson

Ég vona að þið séuð að djóka !!!

AUÐVITAÐ !!   er James Bond með hjartahnoðtæki í bílnum.

allt annað er alveg fáránlegt....... 

Bjarnþór Harðarson, 24.8.2007 kl. 19:19

11 Smámynd: Dagmar

Bara svo enginn velkist samt í vafa um það, þá finnst mér nýji Bondinn samt algjört æði, bæði hot og megaflottur... og myndin góð líka. Ég er líka rosalega fegin að hann var með hjartastuðtækið í bílnum sko !!

Dagmar, 24.8.2007 kl. 22:41

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var að skoða upphafssíðuna þína og finnst hún fjandi góð.

Þegar verið er að rembast við að pressa tölt út úr ganglausum brokkhlunk verður árangurinn- brölt!!

Árni Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband