29.8.2007 | 20:18
Ég fæddist pirruð, sorrý
Ef þið lesið athugasemdirnar á færslunum mínum hér síðustu vikurnar þá kannski takið þið eftir hversu margir hafa áhyggjur af geðheilsu minni vegna minnkandi reykinga, fólki finnst ég pirruð, hættuleg umhverfi mínu eða efast um að pilluglasið mitt innihaldi rétt róandi og deyfi magn. Ég get samt sagt ykkur mínir tryggu trúu lesendur að svona er ég bara af guði gerð.....ég hef alltaf verið dálítið pirruð, man til dæmis eftir fyrsta skipti svaka pirruð þegar ég fæddist, fávitinn sem tók á móti mér greip svo harkalega um hælana á mér að enn í dag, get ég ekki verið með ökklaband. Snéri mér síðan á hvolf eins og það að fæðast hafi ekki verið nógu mikið sjokk. Síðan reglulega eftir fæðingu hef ég verið dálítið pirruð. Var t.d rosalega pirruð fyrsta daginn minn í leikskólanum að fá ekki að sitja á bláa stólnum afþví ég var stelpa og þurfti að sitja á ælubleika ógeðinu eins og hinar stelpurnar. Einnig var ég svaka pirruð að þurfa að smakka allan mat sem settur var á diskinn á skóladagheimilinu þó svo að lyktin hefði verið nóg til að láta mann fá anorexiu nervósa tólf sinnum. Já mínir kæru vinir, ég hef alltaf verið svolítið Prone to pirring. Ekki misskilja mig ég er ekki eins og kramin sítróna í framan af sturlun en ég pæli voða mikið í hlutum og kannski minn helsti galli er að ég læt alltof mikið fara í taugarnar á mér. Besta leiðin til að missa ekki vitið vegna óréttlætis og samfélagsgalla er að horfa kaldhæðnislega á hlutina og snúa þeim svolítið uppí ýkjustærð, þar sem maður getur velt þeim fyrir sér án þess að láta sig hrynja í gólfið og grenja og klóra úr sér augun af vonleysi yfir hvað allt er heimskulegt og hálvitalegt.
En guð blessi ykkur kæru börn, mig langar reyndar að nefna það að dagurinn í dag var einstaklega góður og frábær og það fór ekki nema fjórir hlutir í taugarnar á mér í dag. Smávægilegir og ég bíð að segja ykkur frá þeim þangað til þeir fara aftur í taugarnar á mér...(mjög líklega á morgun),
Bæ ég elska ykkur öll
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Pirruð eða ekki... frábærlega skemmtileg og góður penni . Gott þú áttir góðan dag í dag. Nauðsynlegt að fá svoleiðis daga öðru hvoru!
D
Dagmar, 29.8.2007 kl. 20:43
Alveg hætt að reykja? Endilega skelltu þessum fjórum atriðum inn í kvöld. You pron to pirring you. Takk fyrir frábæra lesningu að venju. (hátíðarkall)
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 20:59
Semsagt þú ert með PTP syndrome ( prone to pirring ).
Interesting !!!!!
Halldór Sigurðsson, 29.8.2007 kl. 22:03
Brosið var súperpirrað í gær, hraðbankar - sendiferðabílar og Visareikningar, nóg til að skella Brosinu niður á við, en einn velútilátinn skammtur af Einari Þór gerði Brosið glatt á ný - Nú og Brosið er ennþá fast eftir mjög svo upplífgandi og skemmtilegt samtal við þig í dag, ég segi - 1 eða fleiri skammtar af systkynabörnum á dag, kemur skapinu í lag.
Bros, 29.8.2007 kl. 23:00
já já það geta allir orðið pirraðir, en hvað í and#$"& en hvað gerði þessi gæs hérna á myndinni við hliðina á athugasemdunum til þess sð eiga það skilið að verða fyrir pirringnum þínum ???
Bjarnþór Harðarson, 29.8.2007 kl. 23:40
píri pirr. Kannstu við pirringstilfinninguna sem byrjar að bubbla inn í manni þangað til maður ræður ekki neitt við neitt?
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 19:46
Komum í pirrings keppni.....fjórir hlutir sem pirra mig......
nr. 1. Lífeyrissjóðir pirra mig meira en lífið sjálft, maður borgar og borgar og fær ekkert til baka (sjá tengdaafa minn).
nr. 2. Félagslega kerfið á Íslandi, hvernig við förum með eldri borgara og öryrkja. Hvernig við líka gerum allt svo erfitt og óhagstætt þeim sem eru að reyna að standa á eigin fótum.
nr.3. Bifvélamenn sem ofurdramatisera bremsuborða vöntun undir bílinn minn eða hræða mig og segja að gormalegan sé alveg að klárast og það sé bara tímaspursmál hvenær bíllinn springur.
nr.4. Alltaf þegar maður er á móti einhverju af hugsjón þá er öskrað á mann að maður sé umhverfissinni eða femínisti....eins og það sé eitthvað slæmt......AAARRRGGGG
Garún, 30.8.2007 kl. 20:34
Ókey.
1. Þegar blómunum sem ég skreyti með útitröppurnar hjá mér er stolið um helgar.
2. Þegar afgreiðslufólk í verslunum lætur mig ekki í friði - vill endilega selja mér eitthvað þegar ég er bara að skoða.
3. Þegar Flosi köttur platar mig niður stigann og þykist ætla að fara út en hættir við af því það er rigning - gerist oft á kvöldin.
(Allt er þetta mjög sjálfhverft hjá mér sýnist mér, ekki svona samfélagslegt eins og hjá þér).
Halldóra Halldórsdóttir, 31.8.2007 kl. 00:26
hæhæ, elsku pirraða systir......
Ég er alltaf að sjá betur að við erum Alveg eins, ég þjáist einnig að prone to pirring........
Og willa mín, þú hringir bara þegar þér vantar næsta skammt af sistkynabörnum... :)
kv. snúllubúll
þórey Möller (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 18:51
það er bara eitt sem getur gert mig snældu-vitlausa úr pirringi á splitt sekúntu...
það er ef einhver spyr mig með samúð og skilning í augum "ertu pirruð", þegar ég er það ekki.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 11:07
Sammála númer 13... sérstaklega þegar PMS er uppá sitt besta...
Annars er ég að springa úr forvitni Garún... er ekki eitthvað að gerast?
Dagmar, 2.9.2007 kl. 20:13
Voða er langt ...(mjög líklega á morgun),hjá þér skellan mín, hefði haldið að nú væri lag, væri komin mikil þörf fyrir að létta af sér nýjustu fréttunum!!!!! kv. ´Sigríður Erla Möller
Sigríður Möller (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.