9.9.2007 | 12:54
Svarið við lífsgátunni er í Noregi!
Alltaf reglulega heyrum við af pílagrímsför hinna og þessara. Frægt er að feðgar frá Íslandi lögðu upp í hnattreisu og skelltu sér að finna manndóm sonarins í framandi löndum í Asíu. Fólk pakkar nauðsynjavörum í bakpoka, fær sér sprautur við sjúkdómum og í meðferð fyrir utan föt er ein plastkrús og plastdiskur. Sumir klífa fjöll, fara í safaríferðir eða týnast í mannhafinu´á Indlandi, allt bara til að finna sjálfan sig eða öggulítinn tilgang með lífinu. Ég aftur á móti tek wolksvagen Polo og fer til Noregs. Ég er alein í pílagrímsför til Noregs og ætla mér að finna sjálfan mig þar, enda hef ég enga trú að ég muni finna sjálfa mig í musteri á eyjunni gvakalúkúmbúra, nei ég veðja á Fagernes rétt fyrir norðan Oslo.
Nú er ég í Osló á frábærasta hóteli jarðríkis að mínu mati. Loksins komin í internetsamband og mér líður frábærlega í S.E.T.I. leit minni. Núna skil ég afhverju Guð gaf okkur bara tvær lappir og frekar hægan gang! Það er ekki eðlilegt að ferðast mikið, alla veganna ekki líkamlega. Í allan morgun og í dag er ég búin að vega salt á stólnum mínum, því umhverfið mitt er á stöðugri hreyfingu vegna keyrslu og sjóriðu. Í morgunmatnum áðan, ruggaði ég svo mikið að maðurinn sem sat á móti mér dáleiddist og byrjaði líka að rugga, geðveikt athyglissjúkur hugsaði ég. Keyrslu riðan er vegna 9 tíma keyrslu á Seyðisfjörð á Þriðjudaginn, þriggja daga sjóbalaferð með Norrænu, strax í 5 tíma keyrslu um norska fjallvegi gist í 6 tíma og keyrt í 3 tíma til Oslóar. Ég vona bara að ruggingurinn fari mér vel því ég held að hann sé komin til að vera. Maður verður að passa sig nefnilega, því á kortum sér maður að leiðin frá Bergen til Valdres er aðeins 332 km, svo náttúrulega hugsar maður, ekki málið 3 og hálfur til fjórir. NEI NEI. Vegirnir eru ekkert nema beygjur og á tímabili var ég komin með harðsperrur í rassinn og mittið, því vogaraflið togaði stöðugt í mig til hægri og vinstri í 5 og hálfan tíma takk fyrir. Allar þessar beygjur gera það að verkum að maður getur ekki keyrt hraðar en 60 km, sem gerir ekkert til vegna þess að það 70 km hámarkshraði hérna. Þegar ég kom á leiðarenda var ég orðin heiladauð og þegar ég gekk að rúminu mínu til að leggja mig tók 5 beygjur áður en ég lagðist.
En núna ætla ég í ræktina á þessu frábæra hóteli, borða síðan á Mongólísku steikarhlaðborði í kvöld. Blogga á morgun um Norrænu, Hún á það skilið að fá heilt blogg. En gaman að skrifa loksins, ekki láta sitja á athugasemdunum, ég sakna ykkar allra. Og já Dagmar,.....þetta gekk.
*seti: Search for Extra-Terrestrial Intelligence
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Vá hvað ég hlakka til að sjá þig þegar að þú kemur heim, geðveikt mössuð um mittið og með dáleiðandi nærveru.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:06
Til lukku með það vissi að þetta myndi ganga upp!
Mikið er nú gaman að sjá að þú ert enn á meðal okkar... var farin að sakna þess að sjá ekki pistil frá þér! Þú ert sannkölluð hetja að ferðast með Norrænu, ég forðast svona gubbudalla eins og heitan eldinn. Fæ martraðir ef ég þarf að stíga um borð í bát...
Hlakka til að heyra fleiri ferðasögur!
D
Dagmar, 9.9.2007 kl. 13:21
Bíð spennt eftir norrænublogginu. Enn hætt að reykja?
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 16:19
Einhver þversögn í þessu hér hjá þér - þú ert í Noregi -- og að leita að S.E.T.I. ?
Intelligence og Noregur ,eru orð sem eru sjaldan notuð í sömu setningunnni.
Halldór Sigurðsson, 9.9.2007 kl. 21:27
Norsarar tók þá ákvörðun að hafa margar beygjur á vegunum, þeir halda að þannig geti þeir æft sig á skíðum ( hef heyrt því fleygt að þeir séu nokkuð góðir í svigi). Farðu varlega á flakkinu.
kv. serla
Sigríður Möller (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 12:28
Sé þig alveg fyrir mig, létt ringlaða, veit að Poloinn klikkar ekki. Farðu varlega Gullin og það verður gott að sjá þig þegar þú kemur heim.
Bros, 11.9.2007 kl. 22:58
fúúfff. . . frábært að lesa bloggið þitt, var kominn með blogg-Garún-fráhvörf..
En Osló er frábær borg, bjó þar í nokkra mánuði, mæli sterklega með veitingarhúsi sem heitir "Big Horn Steakhouse" niðri í miðbænum og stemmningunni á smábátahöfninni.
Kv: Bjarnþór Aðdáandi.
Bjarnþór Harðarson, 13.9.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.