Norrænt Detox

Eins og þið vitið þá lagði ég afstað í þessa ferð með Norrænu, var einmitt að lesa að henni hefði seinkað um 9 tíma vegna hvassviðris í Danmörku.  Veit að margir fá í magann við að hugsa til nokkra daga sjóferðar á miðju atlantshafinu í stormi.  Reyndar ruggar hún ekkert rosalega mikið, bara svona aðeins upp og niður.  En aumingja fólkið sem ákvað að spara sér 2000 krónur og pöntuðu sér svefnpokapláss í Norrænu.  Ok ég meina maður gerir það ekki, fyrir það fyrsta allt sem er skandinaviskt er ódýrt og svona einhvern vegin okologist, svo deluxe klefarnir eru svona bara rétt standard á farfuglaheimilum.  Svefnpokaplássið í Norrænu er neðst í skipinu, undir bíladekkinu.  Hvert herbergi er 6 fermetrar og 9 kojjur í því.  Þú ert svo nálægt öldunni að á góðum degi heyrir þú hvalasöng á meðan þú ælir úr þér lungun.   Ef þú átt síðan erfitt með að sofna vegna olíulyktarinnar getur þú hummað með vélinni sem er í herberginu við hliðina á þér og knýr áfram þetta risaskip á 19 hnúta hraða.   Þegar ég sá, dreadlokka bóhemtúristana skríða upp stigana á morgnana frá svefnpokahelvítinu þá datt mér strax í hug ný markaðsherferð fyrir Norrænu.  NORRÆNT DETOX.  Hvítir og með sprungnar æðar í andlitinu, titruðu þeir framhjá dutyfrí búðinni og lögðust á ganginn fyrir framan klósettin.  Ég veit að kojjurnar í Norrænu voru uppbókaðar svo það hafa allmargir fengið sér svona detox án þess að hafa viljað það, ég kalla það "óviljandi Norrænt hóp detox".  

Það eru þrír barir í Norrænu og þeir eru alveg frábærir, eða eins og ég kalla það frábarir.  Sérstaklega the Viking Club, ég átti eitt gott kvöld á Viking klúbbnum, þar sem ég sat og hlustaði á trúbadoratríó frá Búlgaríu, syngja vitlausa texti við næstum öll lög.   Í til dæmis laginu með Dolly Parton "island in the stream", þá kafnaði ég úr hlátri því þau sungu "we´re making love in pajamas ahaaa   í staðinn fyrir "we´re makin love with each other ahaaa".  Mér fannst þetta svo fyndið að ég bað aftur um lagið sem óskalag og þau spiluðu það tvisvar aftur fyrir mig.   Síðan tóku þau Elvis syrpu og þá bættu þau um betur og sungu  "Return her and send her, and on her own" í staðinn fyrir auðvitað, "return to sender, address unknown".   Ég sver það, ég hef aldrei skemmt mér svona vel, og það hjálpaði auðvitað að hafa tvær vinkonur mínar með mér.   Síðan um ellefu um kvöldið þá kom aðal skemmtiatriði kvöldsins,  THE AMAZING FUSION DANCE........Nú var mér allri lokið á dansgólfið komu fjórar konur og einn maður öll klædd í bleik gúmmíföt, þau dönsuðu síðan Jazz ballet og samhæfðan dans með greddu svip á andlitinu við lagið No limit, sem var vinsælt fyrir tólf árum síðan.  Það fyndnasta við þetta var að áhorfendurnir voru svona 70 stykki af Norskum eldri borgurum sem héldu fyrir eyrun á meðan unga fólkið dansaði lostafullt tvo metra frá þeim.  Ég ætlaði að taka ljósmynd af þeim en þá kom barþjóninn og sagði mér að það væri ekki leyfilegt að taka myndir af stjörnunum, ég er ekki að djóka, hann sagði "it is not allowed to take picture of the stars".  Mér fannst þetta líka fyndið og í staðinn tók ég mynd af honum, sagði honum að ég ætlaði aldrei að gleyma að hann hafi sagt þetta.   Þetta var æðislegt kvöld.   Ekki örvænta þótt þið hafið misst af þessu, þau hafa víst spilað og sungið þarna í 7 ár stanslaust og Fusion dansararnir eru börnin þeirra og eru líka búin að skrifa undir danssamning til tíu ára held ég.  

Það sem er samt svolítið ruglingslegt við Norrænu er tíminn, um borð er skipstími sem fylgir Færeyskum tíma.  Svo þegar við t.d lögðum afstað frá Seyðisfirði þá var klukkan 18:oo en um leið og við hreyfðum okkur þá var klukkan 19:00.  Allt var í lagi þegar við komum til Færeyja en þegar við fórum þaðan og lentum í Lervík, þá lentum við í Lervík klukkan 5 um morguninn en samt klukkan 6 um morguninn.  Í Bergen lentum við klukkan 19:00 en samt var klukkan bara 18:00 en svo varð þetta flókið því Norræna var sein svo ég var komin með klukkuriðu ásamt sjóriðu og bara farin að segja fólki að fara til helvítis ef það spurði mig hvað klukkan væri.  

 En lífið er frábært,  Já ég er enn hætt að reykja en hef í staðinn byrjað að rækta bólur í andlitinu á mér og er að rannsaka frunsumyndun  á neðri vör.  Svo þetta hreysti og gott útlit sem ég átti að fá þegar ég hætti er ekki alveg málið í dag.  En ég er glöð....Blesss Nú er ég að fara að leggja afstað til Svíþjóðar, eða SKÁNE og ætla að vera þar í tvo daga.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Viltu kaupa svona bleikan gúmmígalla fyrir mig í small, hann fæst örgla á Skåne.

Hejsallahoppsan alla sjörövare, släng hit flaskan, lalalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Garún

Ég ætla að kaupa Bleikan spiderman galla handa þér Jenný mín.    En flott setning þarna, hvað í andsk....þýðir hún?

Garún, 10.9.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

He he sem Seyðfirðingi finnst mér sérstaklega gaman að lesa þetta.......Mér hefur alltaf fundist þetta svo flott skip og klefarnir fínir.

En mér myndi aldrei detta í hug að vera í svefnpokaplássinu...............Annars eru heitupottarnir alveg drepfyndnir.

Einar Bragi Bragason., 10.9.2007 kl. 15:45

4 identicon

"Hejsallahoppsan alla sjörövare, släng hit flaskan, lalalalala"

Þýðir: Hallóinsaúbbsi allir sjóræningjar, slengdu hingað flöskunni, trall la la lall.

 ...getur þú ekki komið heim í svona bleikum búningi, lært gretturnar og sveiflað mössuðum maganum um stofuna!

kveðja, þín Fru.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:27

5 identicon

...annars ættir þú kanski að skrá þig á Norrænu (gorælu)-detox til þess að losna við bólurnar og frunsur.

Bara tilllaga væna!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:30

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Bara international fílingur í skipinu --
Og alþjóðlegir skemmtikraftar að skemmta .
You are sailing with the Stars .

Halldór Sigurðsson, 10.9.2007 kl. 19:51

7 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar :) Ég fór með Norrænu fyrir mörgum árum, held samt að það hafi verið annað skip en það sem er verið að nota núna og ég man ekki eftir neinum þægindum, maður reyndi bara að vera eins mikið uppá þilfari og hægt var til að sleppa undan stjörnudansi skipsins :)

Thelma Ásdísardóttir, 10.9.2007 kl. 23:38

8 Smámynd: Bros

Mikið er ég fegin að þarna undir niðri hafir þú fundið sjómannseðlið þitt.  Man nú eftir sumum í Herjólfi...hmmm. 

Bros, 11.9.2007 kl. 22:55

9 identicon

magnað ferðalag hjá þér Garri. Vona að bóluvandamálið skáni á Skáni. Var annars að hugsa um Andskotans Drasl og og langaði að koma fleiri keppnis greinum á dagskrána. Til dæmis Stofnana-Sprettur þar sem þáttakendur hlaupa á milli ríkisstofnanna, lánadrottna og annara skriffinskubákna með leyfisumsóknir, reikninga og grátstafinn í kverkunum, safnandi stimplum og kvittunum og taugaveiklun. Sigurvegarinn er sá sem flestum stimplum og undirskriftum safnar á afgreiðslutíma. Til afgreiðslustarfa veljast svo fólk með enga þjónustlund og litla nennu sem upplýsa keppendur t.d. ekki um hinn stimpilinn sem þarf til að fá tiltekið leyfi fyrr en þeir koma aftur. Áfallahjálp gæti reynst nauðsynleg eftir keppni.

Önnur grein gæti svo verið Ruslpósts-klifur. Þar reyna keppendur að klifra upp haug úr ársbirgðum af ruslpósti til að komast að hurðinni sem er uppi á toppnum á haugnum. Á hurðinni er bréfalúga sem keppendur þurfa að ná að loka og læsa en á bakvið lúguna er póstdæla sem þeytir fríblöðum, tilboðum, auglýsingapésum, kosningabæklingum og einblöðungum á fullu trukki í gegnum lúguna. Einnig fengi einn og einn IKEA-bæklingur að þjóta með svo hjálmanotkun væri ráðlögð.

vona annars að allt gangi vel hjá þér og mundu Use the Force (þ.e. Pirringinn)

Rúnar (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 03:11

10 identicon

Pls writ in english Garun :)

Ole Oldhoj (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:04

11 identicon

Góður þessi Rúnar!

Stuðbjörg (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:02

12 Smámynd: Dagmar

hæ skvís, er búið að detoxa þig í hel? Nú er ég orðin spennt að heyra meira af ferðalaginu

Dagmar, 21.9.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband