21.9.2007 | 20:55
Messíasar komplex og best geymda leyndarmálið í Danmörku
Jæjja nú er ferðalaginu að verða lokið. Manndómsferð mín er senn á enda, enda mikið búið að gerast. Hef kynnst nýju fólki og hef eignast vini í Oslo, Skáni og í Danmörku. Náði meira að segja að eignast íslenskan vin á Skáni. Kaupmannahöfn var bara eins og Kaupmannahöfn, fyrir utan tvær gamlar konur sem ég "bjargaði". Sú fyrsta stóð fyrir utan Tivolíið illa klædd í roki og kulda og bablaði á dönsku um einhverja gamla mynd sem hún hélt á í vinstri hendinni. Ég reyndi að skilja hana en greip bara í mig og reyndi að gefa mér myndina, sem var af ungum manni uppúr 1900. Ég rétti henni hendina og saman hönd í hönd, gengu litli íslenski dvergurinn og gamla danska konan saman yfir ráðhúspladsið og uppá Norrebro þar sem dvergurinn hafði einu sinni séð lögreglustöð. Þar var vel tekið á móti konunni sem kallaði mig "dame" og mun ég ekki gleyma því að það þurfti gamla veika konu til að sjá mitt rétta eðli. Hin konan var hokin og jafnvel eldri en sú fyrsta, þar sem hún stóð við Norrebrogade í rigningunni og reyndi að ná í leigubíl. Allir keyrðu framhjá henni, þangað til íslenski dvergurinn hreinlega hljóp útá miðja götu og stöðvaði bíl sem gamla konan síðan fékk. Það er mér ákaflega mikilvægt að það sé vel hugsað um eldra fólk, get ekki alveg sagt ástæðuna afhverju nema þá kannski að auðvitað eigum við að koma vel framm við alla. Þess vegna finnst mér stundum erfitt að vera íslendingur og vera vitni af skammarlegri framkonu stjórnvalda við fólkið sem byggt hefur upp það þjóðlíf og samfélag sem ég er partur af.....blablablablabla........En nú er ég komin til Hanstholm sem er svona cirka einhvers staðar í rassgati í Danmörku og er að mínu mati best geymda leyndarmál Danmerkur! Ekki afþví að það er svo flott hérna heldur einfaldlega afþví að Hanstholm ER best geymda leyndarmál Danmerkur. Alla veganna er ekki heyglum hent að komast hingað, akkúrat engin skilti sem stendur á Hanstholm fyrr en 1 km áður en maður kemur að Hanstholm. Maður hefði nú haldið að það mætti sleppa því líka, því ef maður kemst alla leið að 1 km markinu þá held ég maður komist á leiðarenda líka. Ótrúlegt alveg. Ég var alveg við það að gefast upp, þegar ég stoppaði á bensínstöð og spurði afgreiðslumanninn "where in the name of GOD is Hanstholm?". Hann brosti og sagði að ég væri á réttri leið, bara nokkrir km áfram upp götuna. Ég sagði honum að hætta að borga skatta, því ekki færu þeir í að setja upp skilti svona reglulega. Þegar ég kom í Hanstholm, þá var eitt skilti sem stóð á Centrum og annað sem stóð á Havn. Ég valdi Centrum þar sem mig vantaði Hótel, því Norræna fer ekki fyrr en á morgun. Nei nei Centrumið var shopping centrumið og nema ef mig vantaði lífsnauðsynlega að spila keilu, þá hefði ég haft not fyrir það. En á endanum fann ég þetta líka frábæra Hótel, sem heitir því frumlega nafni Hotel Hanstholm og er bara nokkuð gott verð ég að segja, en ég er reyndar þekkt fyrir það að elska Hótel. Það hefðu til dæmis ekki margir gist á Hótelinu sem ég var á í Kaupmannahöfn, það heitir Turist Hotellet og er á Istegade bakvið Járnbrautalestina og í svo mikillri niðurníðslu að hálfa væri nóg. Tyrknersk mafía á þetta hótel og leigir það út gegn staðgreiðslu í peningum. Þeir spurðu mig þegar ég bað um herbergi "are you sure". En ég var alveg viss og við og maðurinn í reception urðum góðir vinir og hann sagðist myndi "hunt down and kill" alla þá sem myndu brjótast inn í herbergið og stela dótinu mínu, þegar ég spurði hann hvort að það væri öruggt þarna inni. Og vitið þið það, maður trúir manni með risa ör í andlitinu og í hermannajakka sem situr á bak við gamalt barborð og kallar það Reception.
En á morgun hefst önnur ferð mín með Norrænu Detox skipinu og ég er með geðveikt plan um að smella mynd af Fusion dönsurunum, ég ætla að ljúga að ég sé blaðamaður fyrri skandinaviskt ferðablað og ætli að skrifa um þau grein. Ef ég er heppin get ég kannski líka tekið mynd af hljómsveitinni og sýnt ykkur. Sem sagt á Miðvikudaginn næsta verð ég komin í reglulegt internet samband og get sagt ykkur fleiri detaila frá ferð minni. En samt sem áður þá verð ég að segja að Noregur er fallegasta land sem ég hef komið til, hm hm fyrir utan Ísland og Grænland........
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Guð!!!!
Ég er svo spennt. Vona að þér takið hið ómögulega og náir mynd af stjörnunum. Þá myndir þú auðga líf okkar aumu sála sem hafa ekki farið í norrænt detox.
...geturu ekki tekið smá video af dönsurunum, bara svo þú gleymir ekki kóreógrafíunni fyrir sýninguna sem þú ættlar að halda online fyrir okkur hin?
Guðbjörg (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:09
Hún lifir, hún lifir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 22:14
Jenný þú ert svo dásamleg.....já ég lifi, mesta hræðslan mín var að ég yrði þrykkt af vinalistanum vegna blogg leysis. En bráðum kem ég heim og þá verð ég handóð á lyklaborðinu.
Garún, 21.9.2007 kl. 22:34
Alltaf gaman að lesa pistlana þína, fær mig alltaf til að brosa og jafnvel hlæja! Ég get ekki beðið eftir þessum myndum af dönsurunum og ég styð Guðbjörgu í að fá myndband bara!
Sigrún, 21.9.2007 kl. 22:47
Hlakka til að sjá þig Gullin, og heyra sögurnar er byrjuð að þjálfa hláturvöðvana betur svo ég þoli þetta nú (orðin gömul sko).
Bros, 22.9.2007 kl. 01:02
Og með Dóra, þá er hann sko Bjargvættur með stóru B-éi.
Bros, 22.9.2007 kl. 01:04
Loksins lífsmark!
Talandi um skilti og götuheiti - á Barbados kemur engum við hvað göturnar heita. Heimafólk veit hvar það á heimaa og hvert það er að fara og þau eru ekki að hafa áhyggjur af því hvað túristarnir eru að þvælast. En ef maður spyr til vegar þá eru þau afar vinsamleg og eru ónísk á leiðbeiningar sem koma ekki að neinu gagni.
Halldóra Halldórsdóttir, 22.9.2007 kl. 02:18
Ætlarðu aftur á klakan ??
Af hverju ???
Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 10:38
Garún - það er gott "omen" að bjarga gömlum konum, ég tala nú ekki um í tvígang. Gyðjurnar birtast okkur í alls kyns dulargerfum. Svipaða reynslu á ég líka frá þorpi á Englandi fyrir nokkrum árum. Þá stóð ein gömul, utan við sig og algjörlega tannlaus og komst ekki yfir umferðargötu. Ég skildi ekki orð af því sem hún var að segja - en glampinn í augunum sagði sitt. Og reyndar líka í Berlín fyrir nokkrum árum - þá hneig niður fyrir framan mig gömul tyrknesk kona - aftur skildum við ekki hvor aðra með orðum - en samt.
Halldóra Halldórsdóttir, 22.9.2007 kl. 17:16
Vertu vekomin til Seyðisfjarðar.......er í fyrsta gamla stóra rauðahúsinu sem þú sérð Tónl.sk Seyðó
Einar Bragi Bragason., 22.9.2007 kl. 17:57
Hæ pæ og gaman að heyra frá þér, búin að vera svo bissý að ég hef ekki gefið mér tíma til að kíkja á bloggið í marga daga... Verst að þú skyldir ekki koma myndinni inn, er orðin spennt að sjá húsið .
Nú hlýtur að fara að koma seinni kafli ferðasögunnar með Norrænu? Er það ekki?
Ég las lýsinguna á skemmtikröftunum um borð fyrir góða vinkonu mína sem var með mér á Kanarí fyrir nokkrum árum og við grétum úr hlátri yfir þessu, þetta minnti skuggalega mikið á skemmtikrafta hótelsins okkar þar... algjör snilld. Svo grátlega hallærislegt að það var orðið frábært!.
Dagmar, 25.9.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.