2.10.2007 | 17:19
Anskotans fólk 2008
Það gæti svo sem orðið að hugmynd okkar um íþróttakeppnina "Anskotans Drasl 2007" myndi draga dilk á eftir sér. Ég er sem sagt að leyta að styrktaraðilum því mig langar mikið að gera þessa keppni að veruleika. Því daglega og já reyndar oft á dag, verð ég vitni að því að hlutirnir sem ég er að reyna að nota virka ekki og eru tímabundnar fermetrasugur í lífi mínu Ég þoli ekki hluti sem taka pláss. Það sem er að drepa mig þessa dagana er sú staðreynd að enn í okkar lífi eru snúrur af öllum gerðum ríkjandi og ráðandi. Bara á skrifborðinu mínu eru 12 snúrur. Snúra fyrir skjáinn í rafmagn og í tölvuna, sér snúra fyrir tölvuna, hátalara í tölvu og hátalara í straumbreyti, músarsnúran, lyklaborðssnúran, lampasnúran, internetsnúran, snúran fyrir tölvureiknin, landssímann minn og rauterinn er líka tengdur, þetta er bara litla skrifstofan mín. Og í guðanna bænum ekki commenta að ég geti fengið þessa hluti þráðlausa því talandi um DRASL þá skulum við ekki einu sinni byrja að tala um þráðlaust. En jæjja ég ætla að reyna að hemja mig.
Mér datt samt í hug svona áframhald af íþróttakeppninni Anskotans drasl og hún mun þá kallast "Anskotans fólk 2008" og verður þá keppt í greinum eins og "kostningasímtalaforðun, tryggingasölumannasnjókast, viðbótalífeyrissjóðshnefaleikar og auðvitað hin sívinsæla Gallupsglíma, en highlightið verður samt sem áður Skattaslagur, þar sem venjulegt fólk fær að taka á þeim sem segja "reiknað endurgjald" í staðinn fyrir "laun" og "sjóðsvél" í staðinn fyrir "peningakassi". Ég ætla að reyna að fá vetrargarðinn í Smáralind fyrir þessa keppni og við getur startað keppninni með því að Gilsnegger hleypur nakin út og sést ekki meir. Endilega ef þið hafið einhverjar hugmyndir um keppnisgreinar í "anskotans fólk 2008", ekki hika við að senda mér línu.
Guð geymi ykkur
p.s vá ég þarf að leyta mér hjálpar, hugsið ykkur hvernig gamalmenni ég verð.........
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Það eru nokkrir karlkyns stjórnmálamenn sem ég vil sjá hlaupa út úr lífi mínu á íþróttakeppninni "andskotans fólk 2008". En þeir eiga að vera fullklæddir (vegna meðfæddrar klígjugirni).
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 19:22
Já ég get útnefnd ca 3 stofnanir hér á landi þar sem fólk virðist ekki alveg vera á sömu plánetu og ég amk. Þær virðast ekki getað sent eitt skitið skattkort á réttan stað heldur virðist það flakka milli landshorna hvorki meira né minna ARRRRGGGG.
P.s. Þú verður fínt gamalmenni, svona ef þú heldur þig með okkur, hinum nöldurseggjunum heheheheh.
Sigrún, 2.10.2007 kl. 20:28
Traffickerhökkunar keppnin (getur verið keppni í hökkunarhraða), nauðgarakjötsúpu-gerðin, barnaníðingaslátur-gerðin. Svo getum við haft átkeppni af afrasktrinum meðal héraðs- og hæstaréttardómara sem kunna ekki að dæma í ofbeldismálum.
Út með nöldrið alla ævi svo þú verðir í sem bestri þjálfun þegar þú verður gömul og stingur ofaní sambýlingana á elliheimilinu.
Fríða (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:26
Gangi þér vel Valgeir minn, ég fylgist líka vel með þér.
Garún, 3.10.2007 kl. 21:03
Sa´æfinguna í té vaffinu rétt áðan --- vona að ogvodafone og/eða síminn sponseri þig
Halldór Sigurðsson, 4.10.2007 kl. 20:02
Garún Garún, long time no no seen, forvitin-eitthvað að gerast með ísliðið?
Rut (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 23:17
Gat nú verið að þú hafir getað plöggað þinni keppni í Kastljósið (en þú ert nú voða krútt ´sskan og gaman að sjá þig svona life). Sestíuogsjö eru sjyv og tres á dönsku, bara svo þú vitir það.
Heldurðu að þú getir plöggað mér í Kastljós með keppnina "hertasti handavinnupoki aldarinnar" ef ég borga þér fimmtíu prósent af væntanlegum seldum aðgangseyri addna?
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 09:03
hahaha.....það er svo ótrúlegt að það er nákvæmlega næsta keppni sem ég ætla að plögga. "hertasti handavinnupoki aldarinnar 2007". Þetta mót verður haldið í óþokk Virku, á bílaplaninu fyrir framan Vogue.
Viltu skrá þig...
Garún, 5.10.2007 kl. 09:54
Hæ Garún!
Má ekki hafa líka "lúðaskotkeppni". Við gætum byrjað á fyrrnefndum Gillzenegger, síðan má bjóða uppá Ásgeir Kolbeins, Simma og Jóa. Þið hin bætið svo bara á listann. Reglurnar eru eftirfarandi: Lúðanum er sleppt, síðan er bara að hitta í kvikindið, það fást aukastig fyrir að hitta í sprellann á honum.
Gunni frændi (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:51
Þetta eru frábærar hugmyndir.....
Einar Bragi Bragason., 5.10.2007 kl. 16:08
Mín bara nett flott í Kastljósinu!
Ég gat ekki annað en hlegið að "sextíuogsjö á dönsku"
Nexa, 5.10.2007 kl. 18:49
Ég er game Garún. Ég vissi það þegar ég "kynnist" þér á blogginu, að þær færi mín andlegi þjáningartvíburi. Hvar í andskotanum hefur þú verið allt mitt auma líf?
Við tökum Virkuna á þetta.
Kveðja,
Handíðanefndin
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 22:58
flott í imbanum ... gangi þér vel með þetta! Hlakka til að koma og hvetja þitt lið!
María, 7.10.2007 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.