6.10.2007 | 13:12
Mágur minn hann Gunnar
Nú er ég að spá í að blogga jákvætt, alla veganna bara núna. Mig langar til að kynna ykkur fyrir snillingi sem ég bý með. Hann er ný orðin sjö ára, er rauðhærður og tannlaus. Hann heitir Gunnar, kallaður litli gutti, Guzli, gonnso eða hvað sem mér dettur í hug. Það eru tuttugu og fjögur ár á milli okkar en þegar við erum saman þá sérðu engan aldursmun á okkur, við erum óskyld en algjörir tvíburar og erum kölluð af öðru heimilisfólki litli og stóri dreki, við erum nefnilega drekar í kínverskri stjörnuspá. Ég er elddreki og hann er járndreki. Hann er eins og önnur börn á þessum aldri sem reglulega segja eitthvað fyndið og sniðugt, og ég hef ákveðið að safna þessum gullmolum til að geta talað um þá í giftingu hans eða útskrift eða fimmtugs afmæli eða eitthvað. Í gær áttum við svona "gaurakvöld" ég og hann, þar sem við poppum, drekkum sódavatn og horfum á einhverja mynd. Myndin sem varð fyrir valinu í gær var einn þáttur úr Stargate seríunni, og þar sem gutti er ekki alveg orðin talandi á ensku þarf ég stundum að útskýra fyrir honum. Í einni senunni í gær, hverfur Samantha Carter með eldingu úr þessari vídd yfir í aðra. Guzli spyr "hei hvað gerðist fyrir Sömontu?" ég var mjög spennt líka og segi snöggt "æi hún fór yfir í svona annan paralell universe". Litli gutti verður súr á svipinn "ó mæ god, jæjja eins gott að hún fór ekki til Spánar samt!, það hefði verið agalegt". Svona molar detta reglulega uppúr honum. Ég elska þetta barn og þakka reglulega fyrir að ég hafi þó eitthvað gert rétt í fyrra lífi til að réttlæta veru mína með þessum sjö ára snilling sem vekur mig á morgnana með kossum og segist elska mig meira en "hús".
Ég er svo hamingjusöm...
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
þessar elskur.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 13:51
Krúttkast
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 14:28
Garún, skv. teljara eru núna 79 dagar til jóla. Ertu byrjuð að baka?
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 14:29
Ég baka ekki!! Ég bakaði síðast fyrir sjö árum síðan, kanilsnúða og þegar ég braut tönn við að smakka á þeim þá rann það upp fyrir mér að ég ætti ekki að storka örlögunum og baka. Einu sinni gerði ég líka piparkökur og gubbaði tvo daga á eftir og hef síðan þá ekki getað fundið lykt af piparkökum. Mér er það lífsins ómögulegt að fylgja uppskriftum og gleymi iðulega hlutum sem settir eru í ofn. Eldhúsverk eru framandi fyrir mér og ég á frekar heima útí bílskúr heldur en við ætisgerð. Reyndar er Guðbjörg betri í þessu, nema þegar hún gerir viðbjóðslegu saffran jólakökurnar sínar. Ef þið hittið einhvern tímann unga fallega konu sem heitir Guðbjörg og hún segir "má bjóða ykkur saffran smákökur?" þá skulið þið hlaupa og never look back. Þessar kökur hennar eru af hinu illa.
Garún, 6.10.2007 kl. 14:40
Snilld að kenn abarninu skemmtilega enska frasa
Halldór Sigurðsson, 6.10.2007 kl. 14:51
Bond - James Bond --- alltaf flottust Garún.
Halldór Sigurðsson, 6.10.2007 kl. 23:10
Sjö ára strákar eru ótrúlega skemmtilegir, saknaði míns hrikalega meðan við vorum úti... Hann laumaðist reyndar inní herbergi hjá múttu eitt kvöldið og hringdi í mig úr gemsanum... bara til að segja "ég bara saknaði þín svo... þurfti bara að segja þér það" ... algjör dúlla. Kann á mömmu sína þessi elska.
Svo rétti hann ömmu sinni símann og hún alveg í panik yfir að hann skyldi hafa hringt útaf engu .
D
Dagmar, 7.10.2007 kl. 23:39
He he hann Jökki er náttlega bara alger snilld! Heppin að hafa svona klikkhaus einsog þig til að ræða við um heimspeki ,stjörnuspeki og allt eftir þeirri anskotans vitleysu :)
Knús til allra ykkar sem ég hef ekki séð svo lengi.
Áslaug (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 00:53
Hey! I resent that!
bara svo að þú vitir það, Guðrún, þá eru lofnarblóma-súkkulaði-biskottíði með eingöngu spelti og hrásykri algjört lostæti og ég veit um fullt af fólki sem fíla kökurnar!!!!
Á meðan þú býrð til rónasteik, geri ég sápukökur. let's call it square!
p.s. koddí heimsókn, blondie. We miss ya.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.