10.10.2007 | 09:01
Til hamingju með afmælið Guðbjörg mín.
Einu sinni fyrir þrjátíu árum síðan var ung kona stödd undir stiganum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún var nýbúin að fá fréttir sem myndu breyta lífi hennar. Hún var ólétt. Einhverjum mánuðum seinna kom í heiminn lítil friðarsúla að nafni Guðbjörg. Hún var reyndar kölluð Bugga berrassaða því hún vildi ekki vera í fötum. Sem er ákaflega furðulegt þar sem nú í dag er Bugga berrassaða fatahönnuður. Kannski vildi hún bíða og hanna fötin sín sjálf? Og það hefur hún gert. Fyrst þegar ég kynntist Frú berrössuðu þá tók hún þrjú úrsérgengin lök sem ég átti, klippti þau í ræmur, hannaði og saumaði og gekk um í marga daga í ljótustu hvít/bleiku lakbuxum sem ég hef séð á ævi minni, en það var náttúrulega áður en hún fór í skóla að læra að gera lakbuxur. Það er margt skrítið við hana Guðbjörgu til dæmis er hún með kennitölu sem myndi hæfa hvaða greindarskertu manneskju 1010772929, meira að segja afgreiðslustúlkan á videóleigunni man kennitöluna. En afhverju kalla ég hana friðarsúlu, það er nú tilkomið vegna þess að síðan ég kynntist henni hef ég fundið mikinn frið í sálu minni, ég hef róast um 78 desibil, 8 á richter og miklu færri stormviðvaranir hafa verið gefnar út síðan við giftumst. Nú erum að kaupa okkur hús, þar sem Guðbjörg má mála, hanna, sauma lak og koddabuxur í tugatali og vera eins berrössuð og hún vil. Til hamingju með afmælið kæra kona og takk fyrir að vera til.
Þín að eilífu Garún
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Það hlýtur að vera flott kona sem á svona magnaða kennitölu. Til hamingju með hana elsku Guðrún
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 12:37
Til hamingju með frúna, Garún og húsakaup ykkar.
Mér finnst gaman að lesa pistlana þína og hef oft verið að kafna úr hlátri! Takk! Ekki fallegt af mér að hlæja þegar þú lentir á gólfinu í svefnpoka keyptum á röngum stað. Bara leitt að ekki varð meira úr blessuðu bröltinu þínu á hestbaki í þeirri ferð!
Auður (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:52
Bráðheilsubætandi að renna yfir bloggið þitt Garún mín.
Bara dásamleg og til hamingju með Guðbjörgu þína.
Guðrún
Álfhóll, 10.10.2007 kl. 16:14
Til hamingju með frúna og húsakaupin , ekki spurning að kennitalan er ótrúlega flott!
Varðandi lakbuxurnar þá datt mér allt í einu í hug þegar ég komst yfir snið af svokölluðum "kúkabuxum / bleyjubuxum" þegar ég var ca 15 ára og voru ægilega vinsælar þá. Ég saumaði þennan viðbjóð í massavís fyrir mig og vinkonur mínar og langflottastar þóttu þær úr bleiktu lérefti eða svörtu flaueli. Algjör vibbaflík og mamma fær ennþá hroll þegar ég rifja þetta upp en hún tók út fyrir að ég gekk í þessu eins og mér væri borgað fyrir það. En það skal tekið fram að aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég saumað flík...
Dagmar, 10.10.2007 kl. 18:09
Haha Dagmar....Og allir hér að ofan takk fyrir. Getur þú kannski sent mér sniðin af þessum kúkabuxum, Guðbjörg vill örugglega sauma svoleiðis!
Garún, 10.10.2007 kl. 18:44
Innilega til hamingju með afmælið Guðbjörg mín og þú Garún með konuna þína. Við hjónin erum að byggja í Kópavoginum og þið að kaupa hús...þetta er aldurinn held ég :) Hafið það sem allra best.
Sigrún, 10.10.2007 kl. 21:16
til hamingju með konuna - skilaðu afmæliskveðju
Sandra Dögg (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.