11.10.2007 | 22:52
Að láta plata sig maður....uss
NÚ ER ÉG PIRRUÐ....... Árið 1831 kom á markaðinn fyrsta þvottavélin, hún var einföld, fylgdi ákveðinni hugmyndafræði þar sem vatni var snúið í hringi með fötum og þannig urðu fötin hrein. Einfalt. En í dag þó útlitsbreyttar þá hafa þær aldrei vikið frá þessari grundvallareglu: Þær snúa dóti inní sér! Nema hvað ég ætlaði ekki að tala um þvottavélar ég ætla að segja ykkur eina reynslusögu lítils dvergs (ég) í Kópavoginum sem einn og hugrakkur berst við stýrikerfi Satans sem reglulega og bara að gamni sínu breytir grundvallarreglum sínum og hugmyndafræði. Sko það byrjaði á því að fyrst kom windows 95 og gott og vel maður notaði það, síðan kom windows 98 og maður var svona soldið hissa, því það var ekki alveg komið árið 1998 en hvað um það. Þegar maður vandist því, þá kom windows millenium og maður bara varð að fá sér það því að það var nú að koma millenium og svoleiðis, en nei nei næstum því í janúar árið 2000 þá kom windows 2000. Nú er maður alveg orðin ruglaður, en bara svona til að fucka aðeins meira uppí manni þá kom út windows Xp og núna er það víst windows Vista......en pælið í því, þvottavélin sem ég sagði ykkur frá áðan, er ennþá bara þvottavél.....og snýr dóti inní sér!!!!
Og erum við í alvörunni ekki orðin smá klikkuð, hér er ég með tæki sem heitir fartölva fyrir framan mig..segjum sem svo að ég er að vinna á hana og skrepp aðeins frá til að pissa en þegar ég kem aftur þá er hún farin að hvíla sig, það er komin skjáhvíla....Tölvan er alltaf að hvíla sig, beintengd rafmagni úr búrfellsvirkjun gabbar hún mig og hvílir sig. Ég gef tölvunni minni meiri tíma til að hvíla sig heldur en ég gef sjálfum mér. Væri það ekki skrítið ef að reglulega þið mynduð sjá mig þar sem ég stæði útá götu með skjáhvíluna manchester united á andlitinu á mér og þið þyrftuð að klípa í geirvörtuna á mér til að ég vaknaði aftur. Síðan annað, þegar þið ýtið á PRINT og gangið að prentaranum og eigið von á blöðunum, þá kemur á þennan litla heimskulega glugga warming up, eruð þið ekki að kidda mig.....og á sumum prenturum kemur saving energy. Wait. Ég er bara þannig að mig langar að öskra á prentarann og segja ég er æðri þér og ég segi prentaðu núna anskoti . Ég veit það að í minni vinnu í hvert sinn sem einhver kæmi til mín og segði hey garún geturðu gert plan fyrir morgundaginn? að þá ef að í hvert sinn myndi ég sofna og segja hálfsofandi bíddu ég er að hita upp, eða okey, en ég þarf fyrst að safna orku, bíddu aðeins þá yrði ég rekin á staðnum. Þá gæti ég legið heima og farið í skjáhvílukeppni við fartölvuna mína og beðið með óþreyju þangað til næsta Windows kemur út. ...er að vona að þeir skíra næstu uppfærslu sínu rétta nafni eða Windows Wirkar Ekki. Svo meiga þeir setja hvaða ártal fyrir aftan sem virkar best sem sölutrix, en annars skiptir það engu máli, ég kaupi það örugglega enda sucker og orðin hjálparlaus í tölvuvæddum heimi ........
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Hahahahaha, þú ert yndisleg og það er eimitt þetta sem er að. Nú veit ég hvað er stöðugt að pirra mig. Ójá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 22:58
apple...apple apple...apple
apple.is.......appe.com
Þær virka he he
Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 23:27
hahahahahaha algjör snilld ! Ég á líka í svona skemmtilegu sambandi við tölvuna mína... sérstaklega í fyrrakvöld þegar ég var búin að skrifa lengstu færslu sem ég hef skrifað... ever! og þá fraus helv... tölvan og ég hef ekki nennt að skrifa neitt síðan.
Kv. D
PS. Alltaf nóg af bjór fyrir þá sem koma að bera kommóðuskúffurnar...
PPS. Sniðið af kúkabuxunum hvarf á dularfullan hátt... hef mömmu grunaða
Dagmar, 12.10.2007 kl. 08:57
Já! he he he.... talvan mín er líka svo full af vírusvörnum að hún fær sjaldnar pestir en ég.... það eru til svona líka góðar vírusvarnir fyrir tölvur en læknavísindin eru ennþá ráðþrota við kvefi Stórt knús á þig og takk fyrir að gefa mér fullt af hlátri
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.10.2007 kl. 11:39
Leiðrétting : Fyrsta þvottavélin með tromlu ,sem sneri fötunum kom á markað árið 1851,James King fékk einkaleyfi það árið á henni. Og hún var handknúin.
Og tölvur þurfa að hvíla sig,þær eru að geyma svo marga mikilvæga hluti,myndir,greinar,leiki og margt fleira.
Halldór Sigurðsson, 12.10.2007 kl. 19:58
Heyr - heyr! Enn hittiru naglan á höfuðið! Mæli með að ártalið fyrir aftan næsta Windows Virkar ekki forritið verði 1851 til heiðurs þvottavélinni!
María, 12.10.2007 kl. 20:14
Dóri!!!
Ártið 1823 var kona í kína sem trylltu úr þreytu tók kallinn sinn sem kom heim í hundraðasta skiptið drútskítugur og kastaði honum útí ánna, dróg hann upp og sveiflaði honum á annarri löppinni í hringi í hálftíma.......Það er handafl. Hún var samt ekki kölluð þvottavél! Talaðu við mig þegar þú ert hættur að fá prósentur frá Bill Gates.
Garún, 13.10.2007 kl. 02:26
Windows Vista er svo mikill skandall að ég ætla að fara fram á skaðabætur! Þessi ósómi fylgdi fallegu bleik-sanseruðu tölvunni sem ég lét kaupa fyrir mig í Ameríku og það kostar tugir þúsunda að losna við þetta skran og fá annað sýrikerfi. Það er ekki bara svefnsýkin, kerfið man ekki neitt, týnir öllu, sinnir engum skipunum og hrækir svo framan í mann!!Hvenær ætlar Bill Gates að biðjast afsökunar á þessum mistökum??
Edda Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 03:43
Bara ein lausn á þessu - fá sér Makka!
Halldóra Halldórsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:42
Hahhahahaha þú ert svo mikil snilld! Fær mig svo oft til að skellihlæja :)
Sigrún, 13.10.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.