19.10.2007 | 09:18
Hliðstæðir heimar
Þetta litla samfélag sem við búum í er stundum sú mesta krúttsprengja sem ég veit um, og alltaf reglulega finnst mér mörkin á milli samfélagas okkar hér á þessari eyju og Andabæjar í Andrés Önd blöðunum verða óskýrari. Það væri til dæmis flott saga í Andrés blaði ef að Hexía de Trix myndi kveikja á friðarsúlu og daginn eftir myndi spilling í borgarstjórn upprættast. Töfrar huh! Ef maður les fyrirsagnirnar á mbl.is eða visi.is og grípur svo í Andrés Andar blað þá er það frekar freaky hvað það er mikill samhljómur. Á vísi í morgun var frétt, um konu í kópavoginum sem stóð útá svölum hjá sér í nótt og öskraði úr sér lungun því hún var svo reið og pirruð. Í staðinn fyrir að skutla henni í kældann klefa niðrá Hlemm, fékk hún bíltúr uppí Heiðmörk þar sem hún fékk útrás fyrir reiði sína. Síðan skutl heim. Ég er kannski klikkuð en þarna finnst mér vel farið með löggæsluna. Ég þori að veðja að konan hermir ekki eftir norska ópinu aftur innan um blómin sín á svölunum sínum. Töff. Önnur frétt er á mbl þar sem því er haldið fram að Jón Arnór körfuboltakappi hafi kunnað vel við sig í ólátunum sem dundu yfir leikmenn á síðustu mínútum leiks sem hann var að spila í Bandaríkjunum. Já Íslendingar fíla kaos og óskipulag. Hann Andrés Önd reglulega rústar einhverju stóru í Andabæ, hans gjörðir hafa yfirleitt alvarlegar afleiðingar svo sem að styttur, fornminjar, verksmiðjur eða önnur stór mannvirki jafnast við jörðu og stundum flæðir alls konar ógeð yfir Andabæ og þetta er iðulega Andrési að kenna. Hvað gerir Andrés? Hann flýr. Sögurnar enda yfirleitt það sem hann er einn í tjaldi í "Fjarkistan" eða "langtiburtustan" og bíður þar til aðrir íbúar gleyma. Það tekur yfirleitt viku, því í næsta tölublaði er Andrés komin aftur heim algjörlega á núll reit og getur byrjað að rústa öllu uppá nýtt. Soldið eins og Íslendingar ekki satt, ef einhver kúkar uppá bak, þá er allt brjálað í viku en í næstu kostningum þá er allt gleymt og að minnast á eitthvað sem gerðist í "gær" er glatað og ekki kúl. Við erum gleymin þjóð og það þýðir ekki endilega að við erum fljót að fyrirgefa, við lifum bara hratt. Jóakim Aðalönd vill bara græða, hann verður ríkari og ríkari meðan Andrés skuldar meira og meira. Hábeinn heppni vinnur ekki, hann er latur og þekkir rétta fólkið. Hann er alltaf á réttum stað á réttum tíma og gengur í gegnum lífið án þess að hafa mikið fyrir því. Það eru fullt af karakterum í Andrés Önd blöðunum sem mér finnst við geta séð einnig í fyrirsögnum og í fréttum úr dagblöðunum, til dæmis þá eru allar lögreglur hundar, eldri konur beljur, vitlaust fólk fuglar með langan gogg, söguhetjur með lítinn gogg og án undantekninga er borgarstjórinn í Andabæ svín.
Skrítið....
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
"Það tekur yfirleitt viku, því í næsta tölublaði er Andrés komin aftur heim algjörlega á núll reit og getur byrjað að rústa öllu uppá nýtt. " Þarna lýsir þú íslenskri pólitík á brilljant hátt.
Takk fyrir frábæran pistil Garún mín og mikið skelfing er ég glöð að sjá frá þér lífsmark, hélt að þú værir ekki á meðal okkar lengur
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 09:51
Jenný! Ég er að vinna við skaupið...og þá er bara ekki mikið lífsmark...kem aftur á fullt í nóvember..
Garún, 19.10.2007 kl. 09:56
Jahá - við erum sem sagt ekkert original, forskriftin að íslensku samfélagi er sem sagt ennþá hönnuð í Danmörku! Og ég sem hélt að við værum alveg sjálfstæð þjóð.
Halldóra Halldórsdóttir, 19.10.2007 kl. 13:54
Frábær samlíking!
Sigrún, 19.10.2007 kl. 20:58
Snilld! Ein besta samlíking sem ég hef lesið... sérstaklega friðarsúlusamsæriskenningin - Hexía de Trix væri þá væntanlega dulbúin sem Yókó Önd og þetta væri allt eitt alsherjar samsæri !
Kv. D
PS. ætla að flytja næstu helgi !! vorum að olíubera parketið (1. umferð) í kvöld... er enn í vímu eftir uppgufunina af olíunni á eftir að svífa inní svefninn á eftir
Dagmar, 19.10.2007 kl. 23:53
Alveg ertu óborganleg Gullinbrá, það sem þér dettur í hug...nú fer frænka gamla með STÓRT BROS á vör í bólið - annars þar sem að ég er yfir mig upptekin af Færeyjum og öllu því sem færeyskt er þá rakst ég þetta, datt í hug að þetta væri máske eitthvað fyrir þig, knús í þitt hús...............
Bros, 20.10.2007 kl. 00:56
æi aulaklaufinn hún ég, enginn tengill en hér er slóðin: http://www.olivant.fo/?page=storv&starv=1717
Bros, 20.10.2007 kl. 00:57
Hef sjálfur verið í þungu og leiðinlegu skapi,síðan ég komst að því ,þá lítill 11 ára gamall maur,að Andrés Önd er Amerískur ,ekki Danskur.
Halldór Sigurðsson, 20.10.2007 kl. 12:51
Æðislegur pistill :) Ég er sko alveg til í göngutúr, þú verður bara að lofa að fara ekki að drösla mér lafmóðri upp á eitthvað fjall :)
Thelma Ásdísardóttir, 20.10.2007 kl. 14:27
Sunnudagur til sælu fyrir þig
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.