Er nú fjandinn orðin aftur laus

Nú er allt farið til fjandans.  Fólk er farið að stoppa mig útá götu og kalla mig svikara, marbendil og ég hef heyrt útundan mér að það eigi að stofna íþróttamót sem heitir "grýtum blogg svikarann Garúnu".  Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef saknað þessa samfélags sem mér finnst ég tilheyra.  Hef staðið sjálfan mig aðþví að standa upp við vegg á tökustöðunum fjarræn í augnaráði og finna söknuðar tilfinninguna hellast yfir mig eins og heitt joð.  Hugsa til Jennýar, Jónu, Dagmar og já bara ykkar allra.  En hetjan sem ég er þá hef ég alltaf bitið á jaxlinn, brett upp ermarnar og haldið áfram af atorku vitandi það að bráðum mun ég hafa tíma til að endurfæðast inní heim bloggara Íslands.    Jamm.  Sem sagt.  Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér, er að fá afhent húsið mitt á morgun, búin að pakka öllu nema gömlu eldspýtnabréfunum og henda fjórum gámum af dóti sem ég hafði talið mig tengda tilfinningaböndum.  Ég er einnig búin að vera í 8 kvikmyndaverkefnum undanfarna 37 daga og mun eiga frí næst 10 desember.    Ok svo að mér er fyrirgefið er það ekki...jújú.

Nú ætla ég að fara að flytja og hef síðan samband seinna... já já ég lofa og lofa að það verði ekki langt.....En hér fyrir neðan er mynd af húsinu mínu..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja húsið.  Ertu flutt af höfuðborgarsvæðinu, Garún?  Þetta virðist eitthvað svo frjálslegt og næstum því sveitalegt, sem er mesta hrós sem ég gef.  Flutningar eru gagnlegir.  Þá þarf að taka til og henda drasli.  Þyrfti að flytja fljótlega sjálf.  Kær kveðja og hnegg. 

Auður (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Cerebellum

Gott að þú ert komin aftur..... Var að velta því fyrir mér hvort eikkað hafi komið fyrir ;)

Sæt í sjónvarpinu í gær !!!

Cerebellum, 30.11.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Dagmar

hrikalega æðislega krúttlegt hús! til hamingju  !!

Svo er líka frábært að fá þig aftur inná bloggið... vona að þú sért ekki of illa stungin af samviskubiti... þó ég verði að viðurkenna að ég var farin að hugsa um að leita þig uppi og skipa þér að blogga!!
(svona af því að ég er svo dugleg sjálf  )

Hlakka til að lesa meira um flutninga fljótlega , mínir gengu vel með góðri aðstoð en ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera illa haldin af leti síðan og á erfitt með að klára að taka uppúr kössunum... vona að ég nái einhvern tíman að klára þá alla...

Knús, D

Dagmar, 30.11.2007 kl. 16:25

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Flott hús. Þú ert greinilega með nóg á þinni könnu

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.11.2007 kl. 18:42

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og fer flutningurinn fram í kyrrþey ?

Halldór Sigurðsson, 1.12.2007 kl. 00:32

6 identicon

Til hsmingju með húsið & ég vona að málunin & flutningurinn gangi vel ^^

Kær kveðja

SigrúnsemþekkirþigogerkærastanshansSteinþórsenekkieinhverönnur & skólabækurnar hennar ;*

Sigrún (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 15:27

7 Smámynd: María

frábært hús ... til lukku með þetta allt saman

María, 1.12.2007 kl. 17:50

8 Smámynd: Bros

Til lukku elsku Gullin og Guðbjörg, hér sit ég með dúndrandi hausverk, hor niður á tær og svo heiftarlegan hnerra að hnerrinn hennar ömmu þinnar er feiminn og lætur ekki heyra í sér, kíki á þig við fyrsta tækifæri

Bros, 1.12.2007 kl. 21:07

9 Smámynd: Sigrún

Innilega til hamingju með húsið og gaman að sjá þig aftur hér í bloggheimum :) Ég spyr eins og einhver hér að ofan, eruð þið stöllur að flytja út á landsbyggðina?

Sigrún, 1.12.2007 kl. 21:49

10 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Hvar er herbergið mitt???

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 2.12.2007 kl. 04:36

11 identicon

Til lukku kæra frænka og frú

Það var gaman að kíkja á ykkur í gær og sjá slotið, veit reynar að næst þegar ég kem verður örugglega mikil breyting og þið stöllur búnar að gera það kósý en þetta lofar góðu. Ég held reyndar að Einsi minn hefið gjarnar viljað verða eftir og redda málunum, hann taldi að það væri svo mikið drasl sem ætti eftir að fara með úti í bíl úr eldhúsinu.  Kem aftur þegar þið eruð búnar að koma ykkur betur fyrir.  kv. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 07:52

12 identicon

Hæ Garún mín..

Takk fyrir allt og að vera svona frábær eins og þú ert.Sé að björt framtíð bíður þín...hlakka til að heyra aftur frá þér.kv.Aldís 

Aldís (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:18

13 Smámynd: Garún

Já hæ...Er ekki komin með internetið í sveitina en ....

 Hér kemur tilkynning (lesist með Gerðar G Bjarklindar rödd)  Guðrún Daníelsdóttir og Guðbjörg Jakobsdóttir fluttu um helgina úr Jörfalind yfir í Hafnir á Suðurnesjum.  Flutningarnir fóru framm með pomp og prakt en ekki í kyrrþey eins og ósk aðstandenda þeirra var.   Gjafir og kransar (blóm) afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast stelpnanna í Kópavogi geta lagt inná reikning hestafélagsins Gusts, til að aðstoða þá við sína flutninga úr iðnaðarhverfi Kópavogs.  Man reyndar ekki reikningsnúmerið þar, en Gunnar Birgisson er með marga reikninga í hinum ýmsu bönkum hef ég heyrt.  

p.s Edda mín.....Öll herbergin eru þín herbergi.........

Aldís:  Takk fyrir hlý orð og reyndar þið öll....þið eruð dásamleg.... 

Garún, 4.12.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband