4.12.2007 | 10:50
Universe 2
Það er skrítið að búa á Íslandi þessa dagana. Það eins og opnað hafi verið fyrir einn hliðstæðan heim í bland við þann raunveruleika sem við eigum að venjast. Ekkert hefur svo sem breyst, maður vaknar enn eldsnemma í vinnuna og vinnur. Hringir í pípara og rafvirkja og svona, og allt gengur sinn vanagang. Við fyrstu sýn virðist ekkert hafa breyst, en síðan.........fer maður inní kringluna eða smáralind og jólin hafa hafið innreið sína. Ég er búin að vera að hugsa um allt annað en jólin undanfarið, vinnuna, húsið mitt og hitt og þetta og einhvern veginn gleymdi ég að það er til annar heimur sem heitir JÓL NÁLGAST. Fékk létt taugaáfall í dag, þegar ég þurfti vinnu minnar vegna að skreppa inní Smáralind að ná í Router. Eitt lítið jólalag með Röggu Gísla hljómaði í hátalarakerfinu og risajólakúlur héngu yfir mér eins og samviskubitsfallöxi og ég fann að ég var ekki komin með vegabréf inní þennan heim. Fólkið í búðinni var alltl með jólahúfur og allir auglýsingaborðar hrópuðu Jól og jólatilboð, og gott ef að þeir gáfu það ekki í skyn að ég væri fáviti ef ég notaði ekki nýja jólasveina tilboðið í nettengingu! Ekki misskilja mig, ég er jólabarn. Elska allt sambandi við jólin, hefðirnar, laufabrauð, ísinn í eftirrétt, gjafirnar og hátíðleikann ég var bara ekki tilbúin. Jólin þetta árið eru að verða eins og deadline sem ég veit ekki hvort ég næ, ég bý nú í húsi með engu vatni og engu eldhúsi og mig vantar símanúmer eða netfang eða eitthvað til að semja um frestun á jólahaldi. Þarf akkúrat núna að semja við drottnara tímans um einmitt meiri tíma. Get ekki einu sinni skrifað jólagjafalista því ég veit ekki í hvaða kassa blöðin eru og penninn sem ég átti uppi við í gær, notaði ég við að hræra málningu. Reyndar hefst þetta nú alltaf samt á endanum og kvíði gærdagsins verður yfirleitt að sigrum morgundagsins, en það er nú samt bara einhvern veginn þannig að þegar maður er í miðri hringiðu verkefnanna þá líður manni eins og það sé alltaf jafn langt í land. Er ekki málið að gleyma þessu bara og keyra þetta áfram. Segi svona.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207170
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ég er alveg 100% sammála öllu sem þú skrifaðir um....
Ég á eftir að gera ALLT og það vantar alltaf meiri tíma :)
Gangi þér vel elskan
P.S. Í jólagjöf frá þér þetta árið vil ég fá eitthvað sérútbúð og heimatilbúið, eitthvað sem þú hefur eytt löngum tíma í að búa til :)
Þórey Dagmar Möller (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 11:30
ég legg til að við gefum vinum og vandamönnum gjafakort á námskeið húsaeigenda. Við getum boðið upp á leiðsögn í sparslvinnu, kennt trix í pensilstrokum og kynnt fyrir fólki sniðugar lausnir í uppröðun húsmuna. Innifalið í ókeypisinu veruð einnig brennslutímar þar sem slappir upphandleggsvöðvar gufa með sápugufunum. Í lok námskeiðsins getum við verið með svona "lesson-in-survival" matreiðlsukúrs þar sem þáttakendur fá að takast á við það verðuga verkefni að útbúa næringaríka máltíð í erfiðum aðstæðum.
Við skulum ræða þetta betur í kvöld, elskan.
Kær kveðja,
Guðbjörg.
p.s. ég sá hvað þú gerrðir við pennann. Svo að ég þreif hann og framvegis verður hann notaður sem teskeið í kaffið.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 11:44
Mér finnst þetta eigi ekki að vera gjafakort, heldur á fólk að greiða 5000 kall fyrir þetta....
Garún, 4.12.2007 kl. 11:48
Já það ætti nú að vera til svona húsbyggjendaplanarar eins og brúðkaupsplanarar! Það er tölvuvert erfiðara að koma heilu húsi upp en að fara í gegnum einn dag með veislu og tilheyrandi. Kannski komið nýtt starf fyrir einhvern sniðugann??
Sigrún, 4.12.2007 kl. 11:54
Já hvað með þig Sigrún....Mér heyrist að þetta sé kannski job fyrir þig.....mucho penge er það ekki?
Garún, 4.12.2007 kl. 12:05
Hehhe... ég er nú sjálf að komast inn á klepp með mitt hús svo ég veit ekki hvort ég ætti að gefa mig út í þetta fyrir aðra. En draumur minn hefur svosem verið að starta mínum eigin bissness, þarf bara að ákveða hvaða bissness það er :)
Sigrún, 4.12.2007 kl. 12:58
Fólk á að fara til Hafna - til að Hafna eigi ,aðstoð,og þá mun fólk,hafna í höfnum.
Halldór Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 20:19
Má ég fá eitthvað annað en húseigendanámskeið, tel mig fullnuma í slagsmálum við iðnaðarmenn, gæti kannski kennt ykkur nokkrar skilgreiningar......manstu Gullin eftir myndinni Money Pit, þegar verktakinn segir við Tom Hanks að viðgerðin taki 2 vikur, þetta er viðkvæðið hjá þeim öllum, tvær vikur þýða kannski ekki tvær vikur straigth heldur kannski samanlagt. En hafðu engar áhyggjur jólin koma og þú átt örugglega eftir að mæta sjálf með jólasveinahúfu í Smáralindina með bros á vör. Knús úr Skeiðarvogi
Bros, 5.12.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.