6.12.2007 | 15:01
Í Höfnum er barn oss fætt, fallalalala falalalalala
Það er mjög skemmtilegt að geta gert hlutina sjálfur, svona í iðnaðarmannaskilningi hlutanna. En þegar uppfærsla á húsinu mínu er lokið þá ætla ég að strengja þess heit, að gera aldrei aftur neitt iðnaðarmannalegt, heldur styrkja hagkerfið okkar og ráða menn til starfa. Mér hefur reyndar alltaf fundist ég frekar sæt og sexý þegar ég er að iðnaðarmannast, hef séð sjálfan mig í guðlegu ljósi haldandi á verkfærum og gera hlutina bara sjálf, en í gær hvarf sú glansmynd og í staðinn kom grámyglulegur sannleikurinn uppá yfirborðið. "Ég er ekki handlaginn". Ég veit ekki hvort ég mun jafna mig á þessu eða hvort að það er bara til að auka á karakterstyrk minn að uppgötva þennan galla í fari mínu. Aftur á móti fór ég með miklum vonbrigðum að sofa í gærkveldi eftir að hafa barist við gólf, múrblöndur og fáránlega vél sem var næstum búin að drepa mig af æsing. Skemmtilegt þegar vélar eru ofvirkar.... Þetta byrjaði á því að einhverjum (Guðbjörgu) datt í hug að gott væri að flota part af eldhúsgólfinu og pússa restina upp með vél frá helvíti. Vélin er svona púss vél 7000 og er sennilega ef ekki örugglega barnabarn satans. Nema hvað, framan á henni er svona Amish taupoki sem á að fúnkera þannig að allt sag fer í hann og er þar kjurrt þangað til maður tæmir hann. Nema hvað, þegar helv...vélin fer afstað þá fyllist pokinn af lofti og það er engin leið að sjá hvort hann sé að fyllast, hálftómur eða hvernig ástandið er á honum. Ég fór snemma að hafa áhyggjur af pokanum þangað til það var farið að snúast uppí þráhyggju, ég lét undan og þegar ég ætlaði að taka pokann af til að kíkja inní hann, þá var hann flæktur um mótorinn. Iðnaðarmaðurinn sem ég er ákvað að besta leiðin væri að nota töluvert afl, svo ég spyrnti við fótunum og reif duglega í fornaldar taupokann. nei nei, afturábak skutlaðist ég með pokann hálfopin í hendinni og fagmannlega dreifði hárfínu sagryki í allar áttir og reyndar að mestum hluta yfir andlit mitt. Ég missi mig nú ekki oft en þarna þar sem ég stóð á fína eldhúsgólfinu með sagið snjóandi niður í kringum mig komst ég í geðveikt jólaskap, lyktin af sagi minnti mig á hina fyrstu jólanótt og reyndar síðan aftur þegar ég fór að sofa og komst að því að rúmið mitt var þakið sagi og ryki. Mér leið eins og jesúbarninu í jötunni og sofnaði vært með 400 agnarsmáar sagflísar kitlandi líkama minn á stöðum þar sem ekki sést oft til sólar. Þannig að ...elskurnar mínar, lærið að mistökum mínum og pantið iðnaðarmann, þeir fá borgað fyrir að tálga timbrið úr buxunum.....og geta leikið sér endalaust að klóra sér í rassgatinu, nú vitum við þó afhverju? Helv...pokinn
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207170
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Nú hló ég dátt þrátt fyrir hræðilegt kvef og hósta sem næstum drap mig við verknaðinn. En ég hefði þá dáið hamingjusöm heheh.
Sigrún, 6.12.2007 kl. 22:12
aaah,iðnaðarmenn ---- mmmmm ---- memories
Halldór Sigurðsson, 6.12.2007 kl. 22:13
Ja hérna mér, þetta er örugglega rétt hjá þér með barnabarn satans! Til hamingju með húsið ykkar kveðja til Guðbjargar:)
Björg (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:39
Til hamingju með húsið ykkar! Vona að það verði þér ekki að tjóni að fást við þessi iðnaðarmannastörf - hef reynslu af því að hálfdrepa mig á svona löguðu.
Halldóra Halldórsdóttir, 7.12.2007 kl. 05:17
jesús minn... ég hélt ég myndi pissa á mig af hlátri þegar ég las þetta! Samstarfskonur mínar héldu að ég væri orðin endanlega klikk!
Ég óskaði þess líka stundum... reyndar alloft þegar við vorum í þessu stússi sjálf... að við hefðum bara hringt í iðnaðarmann. Þekki umrædda vél og ég hata hana líka... sannarlega barnabarn andskotans!
En þetta hefst allt á endanum ! bílíf it or not ! Gangi þér vel dúllan mín
Dagmar, 7.12.2007 kl. 13:16
Jamm,,, þú ert bara góð í mörgu öðru !
Bjarnþór Harðarson, 12.12.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.