13.12.2007 | 10:32
Survivor Hafnir
Mér finnst að næsta sería í raunveruleika þættinum Survivor ætti að vera tekin upp í Höfnum á Íslandi. Þegar við fluttum í húsið var ekkert kalt vatn í húsinu, gluggarnir láku og náttúrulega allt dótið mitt sem ég nota við að viðhalda sjálfri mér og fúnkera í samfélaginu í kössum útum allt. Það er smá vandamál ef maður þarf alltí einu hárbursta og fer inní stofu þar sem 120 brúnir kassar eru upp staflaðir og það eina sem stendur á þeim er "ýmisslegt". Eins og það meikaði flottan sens að skrifa á kassana "ýmisslegt" þá er gallinn við það að koma í ljós þessa dagana. Survivor fólkið sem hafði búið á undan okkur í slottinu hafði bjargað sér með brúnu límbandi ef upp komu vandamál. t.d brúnt límband hélt við stigahandriðið, lokaði fyrir leka inná skrifstofu, hélt uppi þremur rafmagnsdósum, hélt upp brotnum krana á ofninum inná baði og alls staðar sér maður hvernig brúnt límband hefur verið svona uppfinning ársins og lausn allra mála. En alla síðustu viku hef ég þurft að bjarga mér. Það er til dæmis hægt að raka sig undir höndunum með dúkahníf, greiða sér með plast kíttisspaða sem maður hefur notað dúkahnífinn á til að gera rendur í, þvo sér uppúr múrblöndubala, tannbursta sig útí garði, og nota stíflueyði sem svitalyktaeyði. Ég skal reyndar viðurkenna að þetta er ekki svona galakvöldslausn en þetta virkar fyrir óteljandi ferðir í Byko. Það er mjög skrítið að í Byko er ekki mikið úrval lengur af byggingavörum, en þvílíkt magn af jólaljósum og heimilistækjum. Óþolandi þegar búðir breytast hægt og rólega, ef þetta heldur svona áfram verður örugglega hægt að kaupa skrúfur og borvélar í Virku, en Byko verður matvöruverslun. En keppnin heldur áfram og ef að vel gengur í dag, fæ ég kannski "amunity" og get hringt.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ég skil ekki hvað þú ert að segja, það er ekkert sem smá brúnt límband getur ekki lagað..
William (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:50
Takk bróðir sæll. Fólkið hefur örugglega líka átt svona límbandsbróður......en hei komin með internetið í hús..Beta mín takk, ég hringi...
Garún, 13.12.2007 kl. 15:41
Eru HAfnir farnar að hafna yður ?
Halldór Sigurðsson, 13.12.2007 kl. 19:54
Góð pæling með Byko, held að þetta gæti orðið raunin sko! Ótrúlegt magn af jólaseríum og rafmagnstækjum þarna! En hey, ég get verið sátt, ég fer nánast alltaf í sömu deildina þessa dagana...festingadeildina og rétti bara miða frá smiðunum og volla - draslið komið í grindina og ég út! Vona að þetta haldi áfram að vera svona einfalt :)
Sigrún, 13.12.2007 kl. 21:02
Það sem vellur ekki upp úr þér rófan mín. Gott að þú sét komin í samband. Svo lagar jákvæðnin svo til allt, ef að brúna límbandið klikkar.
Sigga (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:30
Hjartað mitt. Takk fyrir að láta mig gráta úr hlátri! Ég var á námskeiði hjá heilögum anda alla síðustu viku og hef bara brosað blíðlega í sjö daga - ekki hlegið neitt. Kem svo heim og les bloggið þitt - fæ hláturskrampa - og pissa í sófann!! Ég er með doktorsgráðu í að flytja og gera upp hús rétt fyrir jólin elsku Garún mín! Einu sinni borðuðum við fjölskyldan aðfangadags-kvöldverðinn klukkan tvö á jólanótt(!)- höfðum þá tekið símann úr sambandi og falið allar klukkur og þurftum að vekja börnin - sem lágu steinsofandi á kössunum utan af eldhúsinnréttingunni - og ljúga að þeim að klukkan væri sex! Ef í hart fer og þið eruð enn með flísarnar í poka á gólfinu á Þorláksmessu - þá kaupirðu miða til Ammríku og drífur Guðbjörgu hingað til mín - velkomin!!
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 14.12.2007 kl. 18:59
hahahahaha, ég þekki þessa lýsingu vel... er enn ekki búin að taka uppúr öllum kössunum, og enn ekki búin að finna allt sem mig vantar. Nú fer reyndar að líða að því að mig vanti það ekki lengur!
En ég er búin að stræka á Byko og Húsasmiðjuferðir... vona að ég þurfi aldrei aftur að fara inní þær búðir... allavega ekki fyrr en næsta vor þegar við þurfum að taka laxableika baðherbergið í gegn. Ok, skræpóttu dökkbleiku flísarnar voru örugglega þreytandi... en að velja þennan skelfilega laxableika lit í mattri plastmálningu og mála yfir þær er ofar mínum skilningi. það er útilokað að þrífa þetta og hitt hlýtur að hafa verið skárra! Ég hélt ég myndi halda þetta út, jafnvel 1-2 ár. En ég held að þolmörkin verði mun styttri.
Gangi ykkur vel !
Knús, D
Dagmar, 15.12.2007 kl. 20:17
Ekki raka þig á fl stöðum með dúkahníf he he
Einar Bragi Bragason., 16.12.2007 kl. 03:00
úff hljómar mjög kunnuglega að leita í of lítið merktum kössum og redda sér með hinu og þessu.
ég ætla nú bara að fresta frekari "í-hvaða-kassa-lenti-...-veseni" með því að yfirgefa kassaland yfir jólin og mæta í allt fullskreytt og fullt af mat og kökum hjá mömmu leysa þetta á nýju ári
eigið góð jól
kv, sandra dögg
Sandra Dögg (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 18:16
Gleðileg jól kæra bloggvinkona og vonandi hafið þið það sem allra best í Höfnum um hátíðarnar.
Knús, D
Dagmar, 24.12.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.