10.2.2008 | 11:08
Veðurhorfur næsta sólarhringinn!!!!
Þegar maður æfir tennis, þá er kannski gott að hita upp með svona tennisvél þar sem endalaust af gulum kúlum er skotið í áttina að þér og þú sveiflar hendinni og slærð boltunum til baka. Þannig verður þú tennissnillingur. Hvað verður maður þá ef maður býr í bárujárnshúsi á suðurnesjum og á hverjum degi stendur maður á móti stormviðvörun þetta og stormviðvörum hitt. Verður maður heimsmeistari í Hafnaríbúun?
Þegar ég kveikti á útvarpinu í morgun, var það fyrsta sem ég heyrði "stormviðvörun ...bla bla bla". Ég stóð sjálfan mig aðþví að gefa útvarpinu fuck merki.
En í alvöru talandi um eldskírn. Þessi vetur hefur verið stórkostlega mikil æfing fyrir að búa hérna og ég veit ekki hvort að þetta verði einhvern tímann toppað. Ég og Guðbjörg erum komnar í rosaþjálfun og með afbrigðum FITT að búa hér. Við brunum í gegnum snjóskafla og skautum eftir hálkublettum á Reykjanesbrautinni eins og samlíkingar í lélegu atómljóði. Við höfum lært á stuttum tíma, hvaða matvörur er gott að eiga þegar maður verður innlygsa og erum komnar með ljóshraða kunnáttu á vindátt og vindhraða. Við kunnum orðið að kasta innyflum á stofugólfið og lesa úr þeim veðurspá vikunnar og ég get séð fyrir um rakastig morgundagsins með því einu að beygja mig í hnjánum. Það er eins og þessi kunnátta hafi blundað í okkur Guðbjörgu alla okkar ævi. Við erum meira að segja komnar með orðaforða sem ég ætlaði aldrei að tileinka mér, nú nota ég orð eins og " á annesjum, ársspönn, úrkoma, norðnorðaustan, glettingi ". Göngulag okkar hefur líka breyst! Í staðinn fyrir að ganga upprétt eins og forfeður okkar voru lengi að læra, göngum við núna samanreknar, bognar í baki, sveiflandi höndum framfyrir okkur eins og til að taka í ímyndaða staura, og rekum hausinn á undan okkur með hvirfilinn að leiðarljósi. Þetta göngulag virkar úti, en ég verð að viðurkenna að þykir ekki jafn fínt þegar maður ætlar að ganga þokkafullt um nýja húsið sitt. Nú vona ég bara að þetta litla örlíf úr þjóðminjasafninu og þetta veðurstöðvaþema sem við búum við fari að ganga yfir og við getum farið að njóta þess að búa í litlu bárujárnshúsi við sjóinn í Höfnum!
Annars á ég afmæli í dag og viti menn, það er hálka á Reykjanesbrautinni, 20 til 25 metrar á sekúndu á annesjum og fólk varað við að vera á ferli nema að vel ígrunduðu máli.......ansk....
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207170
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið!
Já shit hvað ég er sammála með þetta veður, hvað er málið eiginlega? Ég að byggja og það er aldrei hægt að klára að járna helv. þakið því það er aldrei stætt úti! Þeim mun meira er gert inni svo það er bót í máli býst ég við. En fyndið að þetta skuli endilega vera mesti skíta veturinn einmitt þegar maður er að byggja eða eins og þið að flytja þarna í Hafnir hehehehehhe. Vona samt að einhverjir mæti til að gleðja þig á afmælisdaginn :) Bið að heilsa Guðbjörgu.
Sigrún, 10.2.2008 kl. 13:47
Það kom að því að þið næðum þessum þroska verðið væntanlega veðurglöggar með eindæmum eftir þennan vetur. Og til hvers að eiga jeppa ef það snjóar aldrei - ég bara spyr. Til hamingju með daginn og njótið hans vel faðmi fjölskyldunnar og kattanna. Systa og co í "logninu" í Hafnarfirði
Systa (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:05
Þetta með Qusaimoto stellingarnar hjá ykkur, þá gleður það mig að þær skuli koma fram hjá báðum. Hugsaðu þér ef Guðbjörg gengi um bein í baki, full af yndisþokka og þú á eftir eins og api með magapínu? Þið eruð heppnar konur og til hamingju með nýja heimilið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 19:59
Mikið er nú gott að bloggfingurnir komust aftur á hreyfingu, Garún mín. Til hamingju með afmælið. Við eigum þennan dag sameinginlegan. VATNSBERAR. Var á ferð í dag á Reykjanesbraut á leið í skírnar- og afmælisveislu. Veður gott og skyggni ágætt. Færð prýðileg. Enda tíundi febrúar !! Megið þið Guðbjörg eiga náðuga daga í húsinu ykkar.
Auður (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 00:07
En hvar eru björgunarsveitirnar!? Það heldur ekki vatni að kona, á mikilvægum tímamótum, sé innlyksa.
Til hamingju með afmælið! Þú nefnir bara stað og stund fyrir næsta SingStar - ég er búin að vera að æfa mig.
Elisabet R (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:39
Hjúkkit að þú ert farin að blogga aftur gamla góða............og ert bara búin að vera á annesjum í sköflum í langan tíma........ Vertu nú dugleg að skrifa eitthvað skemmtilegt svona í febrúarveðrunum.
Ástarkveðjur
Guðrún
Álfhóll, 11.2.2008 kl. 12:31
til hamingju með afmælið!
Sandra Dögg (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:21
You funnybone!!! Ég sver það ég þarf alltaf að vera með þrjá vasaklúta ef ég hætti mér í bloggið hennar Garúnar! Það er ótrúleg heilsubót að grenja úr hlátri ! xxxxxxxxxxxxxxxx
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 11.2.2008 kl. 21:55
til lukku með daginn
María, 11.2.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.