Skítt með Krabbamein, þetta er það sem skiptir máli!

Alltaf reglulega koma svona fréttir af vísindamönnum sem eru að rannsaka hitt og þetta.....En hvað með að eyða tímanum sínum í að rannsaka krabbamein, alnæmi, world hunger, umhverfismál og annað sem skiptir máli og reyna að finna lausnir og líkn?
Ég bloggaði á sínum tíma um rannsóknina sem gerð var á 250.000 norskum karlmönnum þar sem kom framm að elsta barnið er alltaf gáfaðara. Eruð þið ekki að grínast. Nú eru japanskir vísindamenn búnir að finna það út að ef þú felur tilfinningar þínar lengi bakvið grímu og brosir til að fela það, þá ertu í vondum málum. Mig langar að vita hversu langan tíma það tók þessa vísindamenn að komast að þessari niðurstöðu. Síðan langar mig að tala við þessa vísindamenn og segja þeim að á Íslandi fær fólk í þjónustugeiranum enga þjálfun í að brosa, brosir ekki en er samt að drepast úr þunglyndi og depurð! Stundum svo slæmt að algert áhugaleysi drýpur af þeim við afgreiðslustarfið.

Hér eru hugmyndir af rannsóknum sem verða örugglega gerðar fljótlega á kostnað skattgreiðenda heimsins og munu sjálfsagt bæta lífskjör okkar til muna, ef ekki algjörlega!

1.Verður fólk þreytt ef það hleypur lengi? (legg til að norskir vísindamenn sjái um þetta og það muni taka 6 ár og úrtakið verði fólk á aldrinum 20 til 66 ára sem ekki reykir).

2.Verður maður blautur af vatni?

3.Fá ljóshærðir frekar hiksta heldur en fólk með annan hárlit?

4.Er vont að meiða sig?

5.Og síðast en ekki síst rannsókn til að rannsaka hvort svona rannsóknir séu óþarfar með öllu?


mbl.is Varað við of miklu brosmildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég legg til að númer 4 verði frammkvæmd.

William (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Garún

Ekki málið bróðir sæll. Legg til að ég prófi þetta á þér við fyrsta tækifæri. Að sjálfsögðu munum við útbúa excel skjal og færa niðurstöðurnar í dálka, skipta rannsókninni uppí þrjár megin athuganir, 1.klípa og klóra, sparka og lemja og svo rafmagn og síra! Hvað segir þú um þetta minn kæri?

Garún, 11.2.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Bros

Hmmmm....hvað yrði um mig ef að Brosið yrði bannað?

Bros, 11.2.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Sigrún

Hehehhe snilld...frábært að lesa skemmtilegan pistil frá þér að vana! Þessar rannsóknir allar eru ótrúlegar skal ég segja þér, tek undir að margar hverjar eru óeðlilega fáránlegar :) En vissulega skemmta þær manni svo etv hafa þær eitthvað gagn ekki satt?

Sigrún, 11.2.2008 kl. 23:29

5 identicon

  úps   Eins gott að brosa ekki of mikið.  Just in case.

Elísabet R. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband