15.2.2008 | 11:28
Ég bara spyr?
Ég er oft að pæla í hinu og þessu og kannski getið þið hjálpað mér eitthvað áleiðis í leit minni af svörum.
Fær fólk sem er t.d í gæsluvarðhaldi fær það sjálfkrafa frest til að skila inn skattaskýrslunni? Æi bara afþví að það er þá væntanlega í fæði og gistingu hjá ríkinu ég var bara að pæla hvort stofnanir töluðu saman.
Annað sem ég er búin að vera að pæla í lengi er: Fyrst þeim finnst svona leiðinlegt að þurfa að hækka stýrivexti, afhverju gera þeir það þá?
Þegar einhver segir við mann að maður eigi ekki að fara fyrr en að vel ígrunduðu máli, er það þá nóg að fara á afvikin stað í fimm mínútur og hugsa stíft um það og fara síðan..Er það nógu vel ígrundað? Ég meina hver er ISO staðallinn fyrir vel ígrundað.
Við hvaða punkt á sólinni er miðað við þegar við förum einn hring í kring um hana og köllum það ár. Hvenær vitum við nákvæmlega að við höfum farið einn hring. Eru ekki allir punktarnir jafn gulir.
Hvað þýða síðust fjórir stafirnir í kennitölunni (fyrir utan þann síðasts sem ég fatta hvernig virkar). Mínar tölur eru 3059. Hvað þýðir 305?
Til hvers að kjósa, þegar það skiptir engu máli fjöldi atkvæða um hver verður borgarstjóri, ráðherra eða einhvers konar yfirvald. Til hvers?
Hvernig vitum við að þegar við stillum á 38 gráður á blöndunartækinu í sturtunni að það verði nákvæmlega 38 gráður? Er gervigreind í blöndunartækjum sem kosta innan við 15 þús kallinn? Ef svo er, get ég kennt henni að ryksuga?
Hvernig hár er Reynir Traustason með? Hann er alltaf með hatt og mig langar svo að vita hvort hann sé krullaður, sköllóttur eða með slöngulokka.
Hver framleiðir nagla? Better yet, hvaða fyrirtæki nennir því?
Æi bara ég vaknaði í morgun með þessar spurningar á heilanum. Er reyndar með kvef og næ ekki að fókusera á þann part í heilanum sem geymir allan barnaskólann minn. Ég hef of mikinn tíma það er málið...
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207169
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ég var að lesa yfir þetta og vonaðist til að ég gæti svarað einhverji spurningu og viti menn ég veit hvernig hár reynir traustason er með!! JESS!!!
William (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:08
Takk elsku drengurinn, auðvitað vissir þú þetta áhugamaður um búninga og smink sem þú ert. Jæjja One down 8 to go! Koma svo.. Takk bróðir sæll, þarna gladdir þú mig meira en smink fær hulið..
Garún, 15.2.2008 kl. 12:14
ég get svarað einni, 305 er í rauninni bara tilviljunarkennd tala, fyrstu tveir stafirnir eru valdir af starfsmanni þjóðskrár og svo er eitthver flott formúla sem reiknar út þriðja stafinn... minnir mig...
kv. Gunnhildur frænka;)
Gunnhildur frá Gutt (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:31
Þeir hækka stýrivextina af því að þeir eru svo ábyrgir og af því að það þarf að gera fleira en gott þykir og af því að stundum verður að taka á málum af festu.... og alls konar svoleiðis fullorðinsstöff. Held ég.
Allar hinar spurningarnar eru allt, allt of erfiðar. Sérstaklega þessi með gæsluvarðhaldið. Guð minn góður, ég þori sko ekki að aka 5 km of hratt hér eftir, af ótta við að komast í kast við lögin og sitja kannski inni þegar ég á að vera að skila skattskýrslu
Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.2.2008 kl. 12:52
OK! ég er með eitt svar! Vírnet Garðastál hf
Kt. 7002692729
Vesturhraun 3
210 Garðabær
Sími: 5303400
Þetta er víst eina fyrirtækið á Íslandi sem "nennir" að framleiða nagla.þín ástkær eiginkona.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:18
Hey, ég er líka með 305 Annars bið ég voða vel að heilsa konunni þinni.
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 15.2.2008 kl. 18:33
Þetta eru spurningarnar sem fólk er lokað inni fyrir að bera upp. Því þeir sem til dæmis ákveða hvað punkt á sólinni skuli miða við, þeir sömu og hækka stýrivextina vita það ekki sjálfir.
Þeir vita það eitt að það má ekki spyrja bara svara.
Hér er svo eitt sem vert er að velta fyrir sér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Diaper#History
Fran Miller, 16.2.2008 kl. 00:17
Elsku Gunnhildur, en frábært að heyra í þér. Ég er reyndar engu meira nær því að skilja 305 en það fellur í skuggann af því að heyra frá þér. Reyndar verð ég að segja að mér finnst að við fermingu þá mættum við breyta þessari tölu. Ég vil ekki að bara einhver gaur útí bær hjá Hagstofunni finni fyrir mig tölur...Ekki það að ég sé á móti 305 ég bara er með mótþróaþrjóskuröskun...
Garún, 16.2.2008 kl. 05:12
Heyrðu dóttir góð
Hvað varst þú að gera á fótum kl. 05.12
Maður á að sofa á næturnar (je ræt) eins og ég hef alltaf sagt þér og hef alltaf gert
sjálf. Ég er búin að vera að vafra (sko sú gamla gráhærða kann tölvumál) og leita
að svörum við spurningunum þínum og komst að svolitlu. Haltu þér fast. Fyrir utan hár Reynis Traqustasonar (sem sonur minn sýndi þér) þá er afgangurinn hulinn og eftir því sem ég kemst að hin frægu 7 Undur Veraldar. So sorry vina mín. Svona er þetta bara og svona verður það. (Stóri dómur fallinn).
Knús í Hafnir
mamma
mamma þín (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:39
Hvað segiru um að fara halda heimsmeistara mót jónu-börn í guitar hero?
William Thomas Mölller, 16.2.2008 kl. 22:07
Svörin vill yðar spurningum er - 42 --
Hef sjálfur reyndar verið að spá í hver er besta uppfinning sögunnar !
Komast að því að það myndir vera klósettsetan --- ef hún væri ekki þarna ,þá værum við öll í slæmum málum
Halldór Sigurðsson, 16.2.2008 kl. 23:30
Dásamlegar pælingar sem þurfa virkilega ígrunduð svör. Ég skrifa þér þegar flensan er farin. það er þetta með 305 heldurðu kannski að næsta íslenska manneskja sem kom í heiminn á eftir þér hafi fengið endatöluna 306? Góðan bata.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2008 kl. 00:00
Dúdda mín - ein spurning til þín.. hefurðu eitthvað náð í Kasper, Jasper og Jónatan?????
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 18.2.2008 kl. 00:43
Hæ elsku hjartans Garún mín,
Ég held að næsta tónlistarvídeó sem þú gerir, sért þú að syngja Hann Ari er lítill?
Gefur guð okkur Jólin
Hve gömul er sólin
Hví hafa hundarnir hár?
Gaman að lesa bloggið...Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.