22.2.2008 | 01:11
Í upphafi var drama og síðan kom ljósið
Hér fyrir nokkru þá bað ég um meira drama í sjónvarpsþáttunum "ráðhúsið" sem ég er búin að vera að fylgjast með eins og þið vitið og viti menn, það virkaði. Haldið ekki að nú er Gísli Glaði ekki glaður og það virðist vera sem hann sé búin að fremja eitthvað pólitísk sjálfsmorð ef ég er að skilja leikfléttuna rétt. Það virðist vera sem að allir í þáttunum séu að missa vitið. Nú er Hanna orðin borgarstjóraefni og Villi neitaði að koma í partý og Gísli Glaði er bara að drepa máva á fullu. Hver getur ekki annað en fylgst með. Gestaleikari vikunnar er engin annar er Össur Skarphéðinsson sá margreyndi leikari okkar Íslendinga en ég verð að segja að sú ákvörðun handritshöfunda að leyfa honum að skrifa sinn eigin texta er vafasöm. Fyrir vikið verður karakter hans ósympatískur og það virðist vera nær engin aðdragandi að offorsi hans í garð Gísla Glaða og mótívið er ekki á hreinu,en kannski skilst þetta á næstu vikum. Sjónvarpsaugað mitt samt gladdist þegar hann síðan kom í kastljósið til að "ekki afsaka" ummæli sín, hvað á það að þýða? Mér finnst kastljós senurnar vera farnar að snúast um það hvað fólk er "ekki" að gera og ætlar "ekki" að segja. Ég bíð bara núna eftir að jólin komi, er þess fullviss að í einhverjum jólapakkanum sé "directors cut" af Ráðhúsinu og milli jóla og nýárs ætla ég að sökkva mér í aukaefnið á DVD diskunum. Ég vona að þeir geri aðra seríu...Ég er alla veganna orðin húkkt og græt yfir ástum og örlögum þessara einstaklinga í Borgastjórn.
En ein spurning....væri ekki sniðugt að láta Björn Inga birtast aftur sem varamann fyrir sinn varamann, þá væri gaman að sjá hvernig karakter Villa Vil bregst við.....Núna veit ég afhverju pólitík heitir póliTÍK.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207168
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Guð minn almáttugur , ég græt ég get ekki annað, þetta eru alveg ótrúlegir þættir, hver skrifar þetta eiginlega?!???? Varla Davíð?., - nei, ég segi bara svona, maður hefur heyrt, - æ, þú veist hvernig fólk talar?., segir að D. stjórni bara þessu öllu. Ég segi nú bara fyrir mig, - hefði nú haldið Davíð væri nú miklu "betri höfundur" en þetta, hann ái bara að láta þá stjórna sem til þess hafa verið ráðnir, ha?., þá getur hann einbeitt sér betur að skrifunum maðurinn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.2.2008 kl. 01:52
Guðbjörg Hafnari (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:01
Hahahaha!!! Ég veit ekki hvort ég eigi að vera segja þetta, en ég verð bara að deila þessu með ykkur.
Ég er fyrst núna að fatta að þú ert að tala um pólitík, ég hélt án gríns að það væri einhver þáttur í gangi í sjónvarpinu sem héti ráðhúsið... djöfull er ég ljóshærður!
William Thomas Mölller, 22.2.2008 kl. 13:46
Þetta væri miklu skemmtilegra sem sjónvarpsþáttur...
Garún, Garún - ég vil singstar.
Elisabet R (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:25
Of mikið af örlögum ekki nógu mikið af ást. Kannski rætist úr því með sumrinu- ég hef heyrt að sumarið sé tíminn.
franmiller (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:44
Nú ætlar Villi að sitja áfram og held ég að hann sé búinn að ákveða að hann verði Borgarstjóri aftur, hvað sem að hver segir, þó að hann verði einn eftir í liðinu sem spilar hægra megin á sviðinu. Hanna er eftir með sárt ennið, en hennar tími mun koma eins og góð kona sagði eitt sinn.
Haltu svo áfram að vera best, það fer þér svo vel, knús í Hafnirnar frá okkur öllum í Skeiðarvogi.
Bros, 22.2.2008 kl. 22:20
Búin að fatta plottið, þetta er ekki eins lélegt og ég hélt. Össur var fengin til að leika og skrifa sinn texta til að flikka upp á stílinn og koma inn með nýja sýn á þessa einslitu karaktera þeirra Gísla Glaða og félaga, sþessvegna skrifaði hann þennan "splatter" inn til að hrista upp liðinu, því þau voru öll með sama textan: "Við styðjum V.V. bla, bla. Og fólk var bara orðið þreytt á ósamlyndinu í þeim, en nú er allt breytt, sympatían öll hjá G.G. og vinur hans Siggi súri, talinn hetja, eftir framgöngu hans á stöð2 og RÚV, svo eru allir yfir sig hrifnir af hugmyndinni þinni um að fá Bingó aftur og Villi Vil, ætlar að koma í partíið afþví hann fær að vera með keðjuna um hálsinn ef ÓlF verður ekki búin að slíta hana. Gerir þú þér grein fyrir að þú bjargaðir þáttunum. Segðu svo að bloggið hafi ekki áhrif. Takk fyrir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.2.2008 kl. 02:43
Alla vegana eru plottin í þessu Ráðhúss- sitcom of flókin fyrir mig. Bíð bara eftir lokaþættinum - þá hlýtur þetta allt að skýrast.
Halldóra Halldórsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.