Bara 83 ára og eldri konur fá nýrnasteina

Ég afsaka hvað ég hef verið glötðu í að blogga.  En þannig er það nú að "Guð" ákvað að mig vantaði lífsreynslu til að móta karakter minn í þeirri lífsbíómynd sem líf mitt er að verða.  Hann ákvað að mig vantaði sársauka og tár til að mótivera sjálfan mig í að finna mitt innra sjálf sem by the way ég var ekkert að leyta að!!!   Ég fékk nýrnasteinakast.      (áhrifaþögn).........(áhrifaþögn 2).........

Já sko.  Það byrjaði allt með því að ég átti tvo daga í fríi í bíómyndinni BRIM þar sem ég var búin að æla úr mér innyflunum, búin að bonda geðveikt við landhelgisgæsluna og búin að sætta mig við þá staðreynd að ég yrði örugglega aldrei james bond hafsins.  Ég kom heim og var að setja DVD í tækið og ætlaði nú aldeilis að hvíla mig.....Nei nei kom þá ekki sársauki og þjáning í heimsókn frá fyrra lífi og innvið Garúnar öskruðu á athygli.  Cool sem ég er, hrundi ég á gólfið og reyndi að ná andanum og skilja afhverju þessi fullkomna OKfruma sem móðir mín og faðir höfðu frjófgað hafði ákveðið að reyna að enda líf sitt á eldhúsgólfi í litlu þorpi í Reykjanesbæ.  Ég skreið að GSM símanum mínum sem hafði af einskærri gleði ákveðið að vera uppá Ísskáp  og hringdi í leigubíl....símtalið:

Stöð: Daginnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn

Ég:  Ég er að deygja

Stöð:  Hvar áttu heimaaaaaaaaaaa?

Ég:  Hafnir....þú veist Hafnir  shittt ég er að deygja...

Stöð:  Já já ertu í höfnum?

Ég: Já HELVÍTIS ANDSKOTANS AAAAAAAARRRRRRRRRGGGGGGG(útaf sársauka)

Stöð: Þú verður að hringja á sjúkrabíl

Ég:  Þeir svara ekki ég man ekki númerið......veistu númerið AAAAARRRGGG

Stöð:  Hringdu í 118

Ég:  Sendu mér bíl....NÚNA

Stöð:  Viltu stóran bíl fyrir hjólastól??

Ég:  Nei en þú skalt fara að panta þér einn..........

Eftir þetta sendi hún mér bíl og beint uppá sjúkrahús í Reykjanesbæ fór dvergurinn öskrandi af kvölum.   Hér eftir stofna ég stuðningshóp leigubílstjóra sem þurfa að ferja nýrnasteinakastandi dverga úr höfnum á spítala....

Er að jafna mig ..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bros

Ég sagði þér í morgun Gullin, þegar þú varst að lýsa ævintýrum gærdagsins, að það væri alveg bannað að láta mig hlæja......það er svooooooooooooooooo sárt, en samt sem áður skellir þú þessu inn....þú ert yndi og Brosið sofnar með ennþá stærra bros á vör heldur en vanalega...knús í þitt hús....og mundu svo að drekka og BROSA

Bros, 18.4.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, elsku stelpan mín, hvernig er staðan núna.  Þurfti að sprengja steinana?  Eða  komu þeir niður að sjálfdáðum?  Hvernig líður þér núna.  Hvar ertu?  Eru tökurnar á BRIM búnar?  Hvenær gerðist þetta?  Vona að þú sért skárri og að helví... steinarnir hafi sallað sér niður, og nú séu nýrun hrein.  Elsku Garún mín .......... Kærleikskveðja til þín og bestu óskir um skjótan bata.  Vonandi heyri ég fljótt frá þér. Kv. Lilja Guðrún

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Ágústa

elsku besta Garún mín láttu þér batna,  þessi harmakvein fara þér ekki, dvergur eða ekki dvergur þá er það bara "the show must go on"  ekki satt ?    þú verður að setja þitt mark á BRIMIÐ

Ágústa, 18.4.2008 kl. 23:52

4 identicon

Heyrðu elskan

Þetta var nú bara byrjunin á sögunni. Sko það vantar upphaf, millispil og endann.

Þetta er bara eins og oggulítill úrdráttur.  Get hugsanlega hjálpað þér að ryfja þetta upp, ég var jú með frá upphafi og vel það.  Láttu bara vita dóttir góð og ég kem bara og við segjum frá öllu eins og það var.

kisses and hugs

mamman þín 

mamma þín (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 01:00

5 identicon

Heyrðu elskan

Hvaða ævintýri er litla systir mín að tala um. Má mamma heyra um þau.

Mamman þín 

mamma þín (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef lesið að nýrnasteinskast sé sirkabát það versta sem maður getur upplifað.  Sú skoðun mín styrktist eftir lestur Læknamafíunnar eftir Auði Haralds.  Þannig að nú getur þú slakað á, þú hefur ferðast á topp sársaukabylgjunnnar og lifað það af.  Hmm.

Þú ert þó á lífi.  Flott hjá þér.  Saknaði þín helling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta hefur alveg ábyggilega verið helv.... sárt. En standa svona köst svo lengi að fólk sé löglega afsakað að taka sér margra mánaða bloggfrí?? Ha???

Vona að þú hafir það gott og geng út frá daglegum bloggfærslum hér eftir.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.4.2008 kl. 13:44

8 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Úff maður hefur heyrt að nýrnaköst séu ógeð Ég vona að þú sért að koma til.

En heyrðu, fekkstu mailið frá mér? 

Embla Ágústsdóttir, 20.4.2008 kl. 17:39

9 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Leikmunir til þín fyrir kraft. Ekki hver sem er sem rýkur svo bara beint á fætur. Lights, Camera. Action.

Freyr Guðjónsson, 21.4.2008 kl. 11:24

10 Smámynd: María

þetta er harmþrungin - sársauka mikil saga - en samt, samt hló ég - ég vona bara að þú hafir það gott, þrátt fyrir allt

María, 21.4.2008 kl. 12:54

11 identicon

Ég dýrka þig Garún!

E.s. Hvernig  er að búa í Höfnum, eða á Höfnum... eða eitthvað?

Árni Sal. (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:23

12 Smámynd: Álfhóll

Elsku kerlingin mín, þurfti nýrnasteinakast til þess að þú næðir aftur sambandi við  lyklaborðið.  Velkomin tilbaka.

Vinkona þín

Álfhóll, 22.4.2008 kl. 19:12

13 Smámynd: Fran Miller

Frétti af gallsteinunum en ekki af nýrnasteinunum. Djísus hvað ekki kemur fyrir þig. Þarf að heyra í þér.

Fran

Fran Miller, 30.4.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband