Lífið er Sudoku þraut sem ekki er hægt að leysa

Þegar ég var lítil þá hlakkaði ég svo til að verða fullorðin.  Fannst þeir fullorðnu svo flottir og með allt á hreinu.  Allir einhvern veginn "in control" og svona öruggir.  Síðan eru liðin svona tuttugu ár og ég er enn að bíða eftir að ég fái staðfestingu í pósti á því að ég sé orðin fullorðin.  Mér líður hvorki "in control" né flott þótt ég sé fullorðin.  Annað sem ég hef tekið eftir að þeir sem eru fullorðnir með mér eru líka totally týndir og bara algjörlega að missa það.  Nú stend ég uppi 32 ára og með enga fyrirmynd og stend sjálfan mig að því að vilja EKKI vera fullorðin.    Það er erfitt að vera orðin stór og hafa enga afsökun að leika sér með lego kubba, nú er næstum hver mínúta Sudoku þraut og að láta enda ná saman er samvinna yfirkeyrslu á líkama og sál.  Að hafa tíma fyrir fjölskylduna er bara orðin míta sem maður les í bókum og að hafa tíma til að slaka á og gera eitthvað fyrir sjálfan sig er orðið svo sjaldgæft að maður upplifir sig sem Geirfugl nútímans útdauður en dragandi inn andann.  Hvar erum við?  Lífið er orðið svo hratt og þátttakan í því er orðin eins og maður sé stöðugt í reipitogi við að vilja ná einhverjum ímynduðum árangri eða að ná hinni eftirsóttu innri ró, sem maður finnur aldrei því maður er alltaf á hlaupum.    Ég er alls ekkert svartsýn ég er bara að pæla aðeins í þessu.   Stóð sjálfan mig aðþví í dag á leiðinni í næturtökur á bíómyndinni Brim þar sem ég var að dæla bensíni á litla pólóinn minn að ég er að vinna eins og skepna til þess að eiga fyrir bensíni til þess að geta mætt í vinnuna til að vinna eins og skepna.  Hm, það er eitthvað rangt við það að þurfa að biðja um greiðsludreifingu þegar ég fylli bílinn minn.   Segið mér eitt, var auðveldara að vera fullorðin þegar ég var barn eða hefur þetta alltaf verið svona..??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að finna lausnina

kanski aðeins of seint.......

In my next life I want to live my life backwards. You start out dead

and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home

feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go

collect your pension, and then when you start work, you get a gold

watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're

young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and

are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then

go to primary school, you become a kid, you play. You have no

responsibilities, you become a baby until you are born. And then you

spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with

central heating and room service on tap, larger quarters every day and

then Voila! You finish off as an orgasm!

I rest my case.

Þorgerður (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta "að moka skurð og ofan í hann aftur syndrom" er eiginlega lífið.  Því miður, en þá er um að gera að hafa gaman krúttið þitt. 

Ég hélt að tækninni hefði fleygt svo fram að nætursenur væru skyggðar í einhverjum vélum.  Ég miða alla mína kunnáttu við Síðasta bæinn í dalnum, sem ég sá ca. 50 sinnum og ég ýki ekki neitt

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2008 kl. 11:32

3 identicon

Hæ elskan

Þetta sem þú lýsir er alveg rétt og líklega bara partur af því að verða fullorðinn og axla ábyrgð.  En ef ég hugsa til baka þá var það líklega ekki auðveldara hér áður fyrr, fólk var bara flinkara við það.  En ef þig langar í Lego og vantar einhvern með þér þá er ég til nefndu bara stað og stund.

Knús til þín

mamma þín 

mamma þín21 (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Dagmar

Þú þarft klárlega að fara að hvíla þig skvísa, þetta er akkúrat svona pæling sem hellist yfir mann þegar álagið er mikið.

Gangi þér vel  !

D

Dagmar, 3.5.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.5.2008 kl. 19:06

6 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Trúðu mér Garún - þegar þú kemst upp úr þessum fullorðins - millialdri (eftir nokkra áratugi) þá fer aftur að verða gaman. Tvisvar verður maður barn - seinna skiptið er mun skemmtilegra því þá hefur maður reynsluna til að styðjast við og ræður næstum því öllu sjálfur. Annað, ertu alveg orðin góð í nýrunum?

Halldóra Halldórsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:58

7 identicon

Sæl skvís - býð þér í Legópartý í Hafnarfirðinum.  ALLT Legó tiltækt frá þremur gaurum, flokkað í skúffur og tilbúið að henda á gólf og raða.  Meira að segja til  stór kassi af Dupló - ef þú átt erfitt með að stjórna litlu kubbunum.

Kveðja - Systa

Systa (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:37

8 Smámynd: Garún

Didda:  Þetta er frábær hugmynd, en hefði samt verið gott að fá hana fyrr!

Jenný:  Það getur vel verið að tækninni hafi fleygt framm, en við erum að gera þetta svona "organískt" svo allt er eins og það er í raunveruleikanum.  EN ég er á fullu þessa dagana að moka skurði! 

Mamma og Thelma:  Ég vil fá tækniLegó í jólagjöf næst!

Dagmar:  Er orðin frekar þreytt og sveitt á því.....Næturtökur gera mann geðveikan af þreytu...

Dóra:  Ég er öll að koma til, er ekki með verki en er óhugnalega meðvituð um nýrun og hugsa oft til þeirra. 

Garún, 5.5.2008 kl. 13:05

9 Smámynd: Bros

Elsku Gullin, þú mannst að maður/kona er bara eins fullorðin og manni/konu finnst þau vera.  Brosinu finnst best að vera eins hún er, svolítið barn og svolítið fullorðin þó það sé komið á fimmtugsaldurinn (kræst), ég er viss um að við eigum eftir að dúlla okkur með strumpa og playmo á Grund þegar framlíða stundir.  Þetta ástand er bara yndislegt, eins og ég segi: fólk er frá fermingaraldri ýmist pínulitlar sálir í risastórum líkömum,útlimirnir dansa sjálfstætt,eða risastórar sálir í pínulitlum líkömum, hugurinn kemst á flug en líkaminn er of þreyttur til að fylgja.  Eigum við ekki bara að halda í barnið í okkur þó við séum að eigin mati orðin fullorðin.

Bros, 5.5.2008 kl. 16:41

10 identicon

elsku besta Garún,  það er óendanlega mikil raun að vera á þessum milli tímabilum í lífinu.  Eins og 12 - 17 skrambi sem allir eru vitlausir þá nema maður sjálfur.   Svo snýst þetta við og maður verður sjálfur óendanlega vitlaus.

Ég hafði alltaf trúað því að aðrir mér eldri væru miklu vitrari en ég og á tvö eldri systkin sem sönnuðu þá tilgátu allt þar til ég nálgaðist sjálf fimmtugsaldurinn.  En vittu til ég er alltaf 25 ára og allir aðrir eru það líka svo við  getum haldið áfram fram á grafarbakkann án þess að gefa nokkuð eftir.  

Ágústa (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:49

11 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

KNÚS Á ÞIG INN Í NÓTT OG NÆSTA DAG, MEGI HANN VERÐA FULLUR AF TÆKIFÆRUM

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.5.2008 kl. 01:51

12 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Félagi minn tók nú uppá það ráð að fara til ítaíu í 3 mánuði og gerast féhirðir. Þar fékk hann að laun húsaskjól og mat ásamt nægum peningum eftir 3 mánuði til að fljuga aftur heim.

Eina sem hann gerði þarna á þessu tímabili var að labba uppá fjall og útá tún með rollur. Sitja og naga gras, og labba svo með þær til baka. Sagði hann að þetta hafi verið eitt mest frelsandi tímabil í hans lífi. Þetta er kannski eitthvað sem maður ætti að skoða? :P

Freyr Guðjónsson, 13.5.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband