Jólagjöf er loforð

Ég hef ákveðið að breyta útaf vananum.   Ég hef ákveðið að að gefa sjálfri mér jólagjöf þar sem ég sit hér í Höfnum drekk dásamlegt kaffi latte og horfi á sjóinn berjast við brimgarðinn fyrir utan gluggann minn.  Í staðinn fyrir nýársheit ætla ég að sitja hér og fara yfir þá hluti sem mig langar að gefa sjálfri mér á nýju ári.  Hugsanlega leynast þessir jólapakkar á vegi mínum á næsta ári, alla veganna eru meiri líkur á það gerist ef ég skrifa þá niður.  Gjafirnar geta líka breyst miðað við aðstæður og sjálfan mig og ég hlakka til.   

Í jólagjöf gef ég mér það að ég ætla að vera duglegri að hlusta á hvað mig langar að gera við líf mitt. 

Á næsta ári langar mig að: 

Vera meira með fjölskyldu minni

Ferðast til Tyrklands

Ferðast til Nýja Sjálands

Ferðast til Japans

Sponsa fólk

Skrifa sögu

Leikstýra stuttmynd

Leika í bíómynd

Klára leikritið um Jón og Guð

Fara að veiða

Fara á snjósleða

Spila fótbolta

Hlúa að vinum mínum

Hlúa að sjálfri mér

Lifa í núinu og láta æðri mátt stjórna mér frá degi til dags.

Gleðileg Jól allir saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingveldur Theodórsdóttir

Líst vel á planið þitt, ég er líka búin að ákveða að gefa sjálfri mér nokkrar svona jólagjafir. Hafðu það gott um jólin

Kveðja Ingveldur 

Ingveldur Theodórsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Megi algóður Guð og hans fallegu ljúfu Englakór veita þér elsku vinkona mín og þína elsku fallegu ljúfu Fjölskyldu ást,von,trú og yndislegan kærleika um Jólahátíðina og umvefja ykkur notalega hlýju og bros í hjarta og þakklæti fyrir hvern ljúfa dag sem við eigum saman......Stórt knús og hlýr ljúfur og breiður faðmur af Ást og vináttu til þín frá mér og mínum yndislegum dætrum og Húsbandi...........GLEÐI OG FRIÐARJÓL

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:57

3 identicon

Sendum jólakveðjur til þín - og smá kreppuhugmynd :  Gleymdu ekki hvað hugarflugið er sterkt, ef þú kemst ekki til Japan sjálf, ímyndaðu þér þig í Japan og skrifaðu sögu um það.  Gætir jafnvel gefið hana í jólagjöf næstu jól - eins gott að nýta vel góðar hugmyndir á krepputímum.  Alltaf heitt á könnunni hér í Hafnarfirði og þú ávallt velkomin.  Systa, strákarnir og hundurinn.

Systa og Co í Hafnarfirði (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband