Ég fékk nóg!!!!!

Nú er hún farin.  Ég kastaði henni útá hlað og þar skal hún vera. 

Haldið ekki að helvítis ryksugan hafi ráðist á mig.  Ég er reyndar veik fyrir!  Hef aldrei þolað ryksugur!  Nei ég var að ryksuga og auðvitað náði snúran að flækja sér í eldhússtólana og ég toga í ryksuguna til að reyna að leysa hana.  Jú jú hún losnaði í einum grænum og flaug í áttina að mér og skall á sköflunginum á mér.  Óeðlilega sárt og vont og viðbjóðslegt.  Ég líð ekki að ryksugur ráðist á mig á mínu eigin heimili svo ég henti henni bara út og héðan í frá verður ALDREI ryksugað á mínu heimili.  Sópur er the new 2009. 

Hálfvitalegt að haltra eftir heimilisstörfin! 

ryksuga 005


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Alveg er þetta hrikalegt að sjá og heyra!!!   Og þarna liggur hún eins og saklaus "rándýr" sem teygir út anga sína, tilbúinn að, hrifsa og gleypa til sín allt hreina loftið suður með sjó, og spúa því svo yfir þig aftur sem rykmettuðu súrefni.  Gott hjá þér að henda henni út.  Til hamingju með kosningasigur þinn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.4.2009 kl. 16:33

2 identicon

Ekki nógu gott þegar þessi tæki fara að ráðast á mann, er sjálf með nokkur ummerki straujárnsins og uppþvottavélin réðst ekki á hana ömmu þína í vikunni....Knús til þín elsku Gullin og ég vona að önnur heimilstæki verði til friðs.

Willa (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún mín, þetta er ekki ryksuga, þetta er hljóðkútur og þeir eru afskaplega árásargjarnir.

Þú verður að læra að þekkja á milli tækja, jájá dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 00:13

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Var meðferðin ekki nokkuð harkaleg, spyr sá sem ekki veit

G.Helga Ingadóttir, 27.4.2009 kl. 17:14

5 Smámynd: Garún

Jú Helga! Að sjálfsögðu var meðferðin harkaleg!  Enda átti hún að vera það.  Mig langaði að kasta henni útí sjó.  En ég nennti ekki að labba þangað með óargardýrið.  Það hefði örugglega vafið sig utan lappirnar á mér, eða flækt sig í steinum og stráum á leiðinni.  Annars tók ég hana aftur inn þegar mér fannst hún vera búin að skammast sín hæfilega. 

Takk fyrir Lilja nú er bara að bíða og sjá. 

Willa:   Ég skil þetta ekki!  Réðst uppþvottavélin EKKI á ömmu þessa vikuna??

Jenný:  Þetta er ryksuga!  eða hugmyndin um ryksugu!  Ég hef alltaf sagt að ryksugur séu hálfkláruð hugmynd.  Hljóðkútur eru þó ekki með snúrur.  Ætli vandamálið liggi ekki bara í því að ég þoli ekki hluti með snúrum. 

Garún, 28.4.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband